Fréttablaðið - 02.07.2016, Page 2

Fréttablaðið - 02.07.2016, Page 2
Veður Í dag verður norðanstrekkingur og rigning af og til um landið norðan- vert, en hægari vindur og skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan til. Hiti frá 6 stigum fyrir norðan, upp í 16 stig syðst. Sjá Síðu 36 Hvatning frá Kaupmannahöfn KRÍT 7. júlí í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 145.395 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 189.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Porto Platanias Village Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 145.395 m/allt innifalið Allt að 30.000 kr. Ein vinsælasta gistingin afsláttur á mann Náttúra „Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladótt- ir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á mar- glyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil. „Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmis- viðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjó- sundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“ Hafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af mar- glyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en sam- ferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Haf- rannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. nadine@frettabladid.is Risamarglyttur brenna sundfólk í Nauthólsvík Marglyttan brennihvelja er áberandi í Nauthólsvík þessa dagana. Það er stærsta þekkta marglyttutegund heims. Kona sem brenndi sig á marglyttu og fékk slæm ofnæmisviðbrögð var flutt á brott í sjúkrabíl. Fólk stundar þó áfram sjósund. Brennihveljum hefur fjölgað á heims- vísu. Sérstakt viðvörunarskilti er nú vegna þeirra í Nauthólsvík. Þessir sundmenn í Nauthólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem hringurinn er dreginn um og nánast straukst við þá. FréttaBlaðið/HaNNa ViðSkipti Seðlabankinn hefur ákveðið að heimila íslenskum lífeyrissjóðum að fjárfesta fyrir 40 milljarða króna erlendis á næstu þremur mánuðum. Um umtalsverða rýmkun á fjárfestingarheimild lífeyris- sjóða erlendis er að ræða en síðasta árið hafa þeir samtals fengið að fjárfesta 40 milljarða króna á erlendri grund. Til skoð- unar er að heimila aðra 40 millj- arða verði gjaldeyrisinnstreymi mikið næstu mánuði. Gjaldeyrisinnstreymi það sem af er þessu ári, ásamt minni óvissu um þróun greiðslujafnað- ar í framhaldi af aflandskróna- útboði og nauðasamningum slitabúa, hefur skapað svigrúm til frekari fjárfestingar lífeyris- sjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar erlendis, að sögn Seðlabankans. – ih Rýmka höftin á lífeyrissjóðum SlyS Fjögurra ára drengur lést þegar eldur kom upp í húsbíl á Stokkseyri á þriðja tímanum í gær. Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu var kallað á staðinn en bifreiðin var alelda þegar hjálp barst. Drengurinn var að leik í bílnum þegar eldurinn kom upp. Lögreglan á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, vinnur að rannsókn slyssins og eldsupptaka. Lögregla gefur ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. – sks Barn lést í bruna DómSmál Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið til skoðunar kæru Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar, Magnúsar Guðmunds- sonar og Ólafs Ólafssonar vegna Al Thani-málsins. Mannréttindadóm- stóllinn spyr nú íslenska ríkið um málsmeðferðina og hvort hún hafi með öllu verið réttlát. Hreiðar Már Sigurðsson var dæmd- ur til fangelsisvistar í fimm og hálft ár, Sigurður Einarsson fékk fjögurra ára dóm. Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu fjögur og hálft ár. Beiðni fjórmenninganna um endurupptöku hér á landi var hafnað. Ríkið hefur svarfrest til 10. október. Mannréttindadómstóllinn spyr hvort gengið hafi verið úr skugga um hæfi Árna Kolbeinssonar dómara. Einnig hvort brotið hafi verið á rétti fjór- menninganna til réttlátrar málsmeð- ferðar, varðandi vitnaleiðslur, and- mælarétt og jafnræði málsaðila. Þá er spurt um hleranir lögregluyfirvalda á símum fjórmenninganna. – snæ Al Thani-málið í nánari skoðun Þær slengja örm- unum í fólk og þá koma brunaför á húðina. Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík al-thani málið í dómssal. FréttaBlaðið/DaNíel Danska dagblaðið Politiken hefur haldið með íslenska karlalandsliðinu frá því að EM í knattspyrnu hófst. Fyrir annan leik liðsins réðst Politiken í að gera kennslumyndband um íslenska þjóðsönginn. Í gær komu stuðningsmenn Íslands saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn fyrir tilstilli Politiken og æfðu víkingaklappið sem hefur gert íslenska landsliðið heimsfrægt. MyND/tHoMaS BorBerg/PolFoto 2 . j ú l í 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E 4 -9 E 2 C 1 9 E 4 -9 C F 0 1 9 E 4 -9 B B 4 1 9 E 4 -9 A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.