Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 2
Veður Í dag verður norðanstrekkingur og rigning af og til um landið norðan- vert, en hægari vindur og skýjað með köflum og stöku skúrir sunnan til. Hiti frá 6 stigum fyrir norðan, upp í 16 stig syðst. Sjá Síðu 36 Hvatning frá Kaupmannahöfn KRÍT 7. júlí í 11 nætur Netverð á mann frá kr. 145.395 m.v. 2 fullorðna og 2 börn í íbúð. Netverð á mann frá kr. 189.895 m.v. 2 fullorðna í stúdíó. Porto Platanias Village Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra .Frá kr. 145.395 m/allt innifalið Allt að 30.000 kr. Ein vinsælasta gistingin afsláttur á mann Náttúra „Þær þekja alveg búkinn á fullorðnum einstaklingi og eru risastórar,“ segir Hafdís Gísladótt- ir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík, um marglyttur sem eru mikið á sveimi í Nauthólsvík þessa dagana. Tegundirnar sem um ræðir eru brennihvelja og bláglytta en brennihvelja er stærsta þekkta marglyttutegundin. Síðustu vikur hefur fólk sem stundar sjósund brennt sig víða á líkamanum eftir að hafa rekist á marglytturnar. Nýlega þurfti að kalla til sjúkrabíl eftir að kona brenndi sig á mar- glyttu en ofnæmisviðbrögð hennar urðu mikil. „Armarnir geta orðið alveg gríðarlega langir og við lendum oft í því að fólk brennir sig á þeim. Þær slengja örmunum í fólk og þá koma brunaför á húðina,“ segir Hafdís en bætir við að viðbrögð hvers og eins séu einstaklingsbundin. „Sumir finna ekki mikið til en aðrir bólgna svakalega og sýna mikil ofnæmis- viðbrögð.“ Hafdís segir þó ekki ástæðu til að banna fólki að synda í sjónum enda sé fólk alltaf á eigin ábyrgð í sjó- sundi. „Hins vegar höfum við verið að vara fólk við og erum til dæmis með skilti hjá afgreiðsluborðinu þess efnis að það séu marglyttur á sveimi.“ Hafdís segir fólk enn stunda sjósund þótt það viti af mar- glyttunum. „Ég fór til dæmis með manninum mínum í fyrradag og hann rakst á eina sem var risastór. Brunanum fylgdi sviði og óþægindi í sólarhring á eftir.“ Brennihvelja lifir í köldum sjó í Norður-Atlandshafi, Norður-Íshafi og Norður-Kyrrahafi. „Þetta er ekkert einsdæmi en sam- ferða hlýnun sjávar er eins og það sé meira um hveljur á heimsvísu. Ég man eftir því fyrir nokkrum árum þegar brennihveljur fyrir austan ollu tjóni í fiskeldi,“ segir Ástþór Gíslason, sjávarlíffræðingur á Haf- rannsóknastofnun. Ástþór segir marglytturnar ekki beint hættulegar sjósundfólki en þær brenni þó og valdi ertingu. Því þurfi fólk að vara sig. Ef skilyrði séu hagstæð geti þeim fjölgað hratt staðbundið. nadine@frettabladid.is Risamarglyttur brenna sundfólk í Nauthólsvík Marglyttan brennihvelja er áberandi í Nauthólsvík þessa dagana. Það er stærsta þekkta marglyttutegund heims. Kona sem brenndi sig á marglyttu og fékk slæm ofnæmisviðbrögð var flutt á brott í sjúkrabíl. Fólk stundar þó áfram sjósund. Brennihveljum hefur fjölgað á heims- vísu. Sérstakt viðvörunarskilti er nú vegna þeirra í Nauthólsvík. Þessir sundmenn í Nauthólsvík í gær virtust ekki verða varir við risamarglyttuna sem hringurinn er dreginn um og nánast straukst við þá. FréttaBlaðið/HaNNa ViðSkipti Seðlabankinn hefur ákveðið að heimila íslenskum lífeyrissjóðum að fjárfesta fyrir 40 milljarða króna erlendis á næstu þremur mánuðum. Um umtalsverða rýmkun á fjárfestingarheimild lífeyris- sjóða erlendis er að ræða en síðasta árið hafa þeir samtals fengið að fjárfesta 40 milljarða króna á erlendri grund. Til skoð- unar er að heimila aðra 40 millj- arða verði gjaldeyrisinnstreymi mikið næstu mánuði. Gjaldeyrisinnstreymi það sem af er þessu ári, ásamt minni óvissu um þróun greiðslujafnað- ar í framhaldi af aflandskróna- útboði og nauðasamningum slitabúa, hefur skapað svigrúm til frekari fjárfestingar lífeyris- sjóða og annarra vörsluaðila séreignarsparnaðar erlendis, að sögn Seðlabankans. – ih Rýmka höftin á lífeyrissjóðum SlyS Fjögurra ára drengur lést þegar eldur kom upp í húsbíl á Stokkseyri á þriðja tímanum í gær. Allt tiltækt lið slökkviliðs og lögreglu var kallað á staðinn en bifreiðin var alelda þegar hjálp barst. Drengurinn var að leik í bílnum þegar eldurinn kom upp. Lögreglan á Suðurlandi, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu, vinnur að rannsókn slyssins og eldsupptaka. Lögregla gefur ekki frekari upplýsingar að svo stöddu. – sks Barn lést í bruna DómSmál Mannréttindadómstóll Evrópu hefur tekið til skoðunar kæru Sigurðar Einarssonar, Hreiðars Más Sigurðssonar, Magnúsar Guðmunds- sonar og Ólafs Ólafssonar vegna Al Thani-málsins. Mannréttindadóm- stóllinn spyr nú íslenska ríkið um málsmeðferðina og hvort hún hafi með öllu verið réttlát. Hreiðar Már Sigurðsson var dæmd- ur til fangelsisvistar í fimm og hálft ár, Sigurður Einarsson fékk fjögurra ára dóm. Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson hlutu fjögur og hálft ár. Beiðni fjórmenninganna um endurupptöku hér á landi var hafnað. Ríkið hefur svarfrest til 10. október. Mannréttindadómstóllinn spyr hvort gengið hafi verið úr skugga um hæfi Árna Kolbeinssonar dómara. Einnig hvort brotið hafi verið á rétti fjór- menninganna til réttlátrar málsmeð- ferðar, varðandi vitnaleiðslur, and- mælarétt og jafnræði málsaðila. Þá er spurt um hleranir lögregluyfirvalda á símum fjórmenninganna. – snæ Al Thani-málið í nánari skoðun Þær slengja örm- unum í fólk og þá koma brunaför á húðina. Hafdís Gísladóttir, rekstrarstjóri Ylstrandarinnar í Nauthólsvík al-thani málið í dómssal. FréttaBlaðið/DaNíel Danska dagblaðið Politiken hefur haldið með íslenska karlalandsliðinu frá því að EM í knattspyrnu hófst. Fyrir annan leik liðsins réðst Politiken í að gera kennslumyndband um íslenska þjóðsönginn. Í gær komu stuðningsmenn Íslands saman á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn fyrir tilstilli Politiken og æfðu víkingaklappið sem hefur gert íslenska landsliðið heimsfrægt. MyND/tHoMaS BorBerg/PolFoto 2 . j ú l í 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 E 4 -9 E 2 C 1 9 E 4 -9 C F 0 1 9 E 4 -9 B B 4 1 9 E 4 -9 A 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.