Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 8
✿ Þjóðirnar í 8 liða úrslitum á EM í hnotskurn
ÍÞróttir Ekkert land með lið í átta
liða úrslitum Evrópumeistaramóts-
ins í knattspyrnu sem nú fer fram í
Frakklandi er fámennara en Ísland.
Þá býr ekkert land yfir jafn sterkum
borgurum og Ísland. Hins vegar eru
mun færri skráðir fótboltamenn á
Íslandi en í hinum löndunum sjö.
Samkvæmt heimslista FIFA eru
Íslendingar með sísta karlalands-
liðið á meðal þjóðanna átta en
þriðja besta kvennalandsliðið.
Átta liða úrslitin eru nú hálfnuð.
Portúgalar unnu Pólverja 5-3 í víta-
spyrnukeppni á fimmtudag og
Wales vann Belgíu 3-1 í gær. Þá etja
Þjóðverjar og Ítalir kappi í kvöld
og eins og flestir vita keppa strák-
arnir okkar við heimamenn, Frakka,
annað kvöld í París. – þea
Íslendingar fæstir en sterkari en aðrar þjóðir í Frakklandi
SAMFÉLAG Skerðingin „króna á móti
krónu“, það er skerðing Trygg-
ingastofnunar á lífeyri, gæti verið
mannréttindabrot. Þetta er mat
Margrétar Steinarsdóttur, fram-
kvæmdastjóra Mannréttindaskrif-
stofu Íslands.
Margrét telur ástæðu til að end-
urskoða fyrirkomulagið. „Ég hugsa
að á sínum tíma þegar þetta var sett
á hafi enginn tekið þetta heildstætt
og skoðað hvort við séum að upp-
fylla mannréttindaskuldbindingar,“
tekur hún fram.
Samkvæmt alþjóðasamningi
Sameinuðu þjóðanna um efnahags-
leg, félagsleg og menningarleg rétt-
indi, sem Ísland er aðili að, skuld-
binda ríki sig til að gæta sérstaklega
að viðkvæmum hópum og tryggja
að allir geti lifað mannsæmandi lífi.
„Þeir landsmenn sem ekki hafa
réttindi úr lífeyrissjóðum geta ekki
lifað á lífeyrinum sem þeir fá frá
hinu opinbera. Skerðingin „króna
á móti krónu“ dæmir svo marga til
að lifa við sömu lélegu kjörin þótt
þeir hafi áunnið sér einhver lífeyris-
réttindi eða aflað viðbótartekna.
Hvort sem um er að ræða eldra fólk
eða öryrkja þurfa menn lífeyri sem
þeir geta lifað af,“ leggur Margrét
áherslu á.
Valfrjáls bókun við fyrrgreindan
samning gerir borgurum aðildar-
ríkja kleift að kæra meint brot á
samningnum til nefndarinnar sem
starfar á grundvelli samningsins
séu þeir ósáttir eftir að hafa reynt
öll innlend réttarúrræði. Ekki er
þó hægt að kæra meint brot til
nefndarinnar hafi aðildarríki ekki
fullgilt bókunina. Það hefur Ísland
ekki gert. Að sögn Margrétar hafa
Sameinuðu þjóðirnar mælst til þess
að Ísland fullgildi bókunina.
„Við höfum lagt á það brýna
áherslu í fjölda ára að bókunin
verði samþykkt en ekki haft erindi
sem erfiði. Við munum halda því
áfram,“ segir Bryndís Bjarnadóttir,
herferðarstjóri Íslandsdeildar
Amnesty.
Finnland er eina norræna ríkið
sem hefur undirritað viðaukann.
Hin ríkin hafa hvorki skrifað undir
né fullgilt bókunina, að því er segir
í svari utanríkisráðuneytisins. Ein-
göngu 45 af 193 aðildarríkjum Sam-
einuðu þjóðanna hafi undirritað
bókunina og 21 fullgilt hana.
ibs@frettabladid.is
Skertur lífeyrir jafnvel mannréttindabrot
Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur að endurskoða þurfi skerðinguna „króna á móti krónu“ hjá Tryggingastofnun.
Finnland er eina norræna ríkið sem hefur samþykkt bókun hjá Sameinuðu þjóðunum sem færir lífeyrisþegum rétt til að kæra brot.
1 0 2 2
Fó
lk
sf
jö
ld
i
Sk
rá
ði
r
le
ik
m
en
n
kk
. o
g
kv
k.
Fó
tb
ol
ta
fé
lö
g
Li
ð
í M
ei
st
ar
a-
de
ild
í
fy
rr
a
Si
gr
ar
á
E
M
Ve
rg
la
nd
s-
fr
am
le
ið
sl
a
á
m
an
n
Sæ
ti
á
he
im
s-
lis
ta
fó
tb
ol
ta
-
la
nd
sl
ið
a
Sæ
ti
á
he
im
s-
lis
ta
fó
tb
ol
ta
-
la
nd
sl
ið
a
Sk
ip
ti
á
pa
lli
í „
St
er
ka
st
i
m
að
ur
h
ei
m
s“
66.710.000 81.770.90060.674.003 11.250.585 3.063.456 10.341.330 38.626.888334.300
657.000133.00068.000443.0006.309.0001.514.0001.795.00022.000
145 20.062 16.697 26.837 2.058 1.920 2.748 5.891
1 2 3 4 0 1 0 0 0 2 1 0
6.226.180 kr. 4.612.550 kr. 3.656.615 kr. 5.019.260 kr. 4.910.300 kr. 2.854.380 kr. 2.341.105 kr. 1.529.750 kr.
34.
sæti
17.
sæti
12.
sæti
4.
sæti
2.
sæti
26.
sæti
8.
sæti
27.
sæti
16.
sæti
3.
sæti
18.
sæti
2.
sæti
26.
sæti
35.
sæti
40.
sæti
33.
sæti
17 0 82
Aldrei unnið Aldrei unnið Aldrei unnið Aldrei unnið Aldrei unnið
ViðSkipti Sala á nýjum fólksbílum
á fyrstu sex mánuðum ársins jókst
um 38% miðað við sama tíma í fyrra.
Nýskráðir fólksbílar á þessu tímabili
voru 12.125 á móti 8.784 á sama tíma-
bili árið 2015 sem er fjölgun um 3.341
bíl. Bílaleigur kaupa nær helming
bílanna. Bílaleigubílarnir skila sér svo
yfirleitt á almennan markað eftir um
15 mánuði samkvæmt upplýsingum
frá Bílgreinasambandinu. Þá skili
endurnýjun bílaflotans sér í að fleiri
sparneytnari bílar verði á götunum
sem mengi minna og auki öryggi í
umferðinni. – ih
Bílasala eykst
um 38 prósent
HAGStoFAn Aflaverðmæti íslenskra
skipa nam rúmlega 15,1 milljarði í
mars og dróst saman um 21 prósent
samanborið við mars í fyrra þegar
aflaverðmætið nam 19,2 milljörðum.
Þetta kemur fram á vef Hagstofu
Íslands.
Þá segir að minna aflaverðmæti
skýrist af minni botnfisk- og upp-
sjávarafla. Verðmæti botnfiskafla
nam 10,4 milljörðum í mars sem er
2,8 milljörðum minna en í mars 2015.
Verðmæti uppsjávarafla dróst saman
um rúm 25 prósent, nam 3,8 millj-
örðum samanborið við 5,1 milljarð
í mars 2015.
Aflaverðmæti á 12 mánaða tíma-
bili frá apríl 2015 til mars 2016 nam
tæpum 143 milljörðum króna sem er
4,5 prósenta samdráttur miðað sama
tímabil ári fyrr. – ngy
Aflaverðmæti
dregist saman
Verðmæti botnfiskafla í mars var
minna en í fyrra. FréttAblAðið/pjetur
DAnMÖrk Danir hafa lækkað um
helming fjárhagsaðstoð við þús-
undir flóttamanna til að fá þá til að
fara út á vinnumarkaðinn.
Ráðherra innflytjendamála, Inger
Støjberg, sagði við danska sjón-
varpið að hefðu menn verið í Dan-
mörku í fimm ár væri tímabært að
þeir færu að vinna og héldu ekki
áfram aðgerðarleysi á bótum.
Flóttamannahjálp Danmerkur
óttast að fjölskyldur með dvalarleyfi
hafi ekki efni á tómstundastarfi fyrir
börn sín og hefur þess vegna stofnað
sjóð þeim til aðstoðar. – ibs
Helminga bætur
til flóttamanna
0 0 0 0
Hvort sem um er að
ræða eldra fólk eða
öryrkja þurfa menn lífeyri
sem þeir geta lifað af.
Margrét Steinars-
dóttir, fram-
kvæmdastjóri
Mannréttindaskrif-
stofu Íslands
Við höfum lagt á
það brýna áherslu í
fjölda ára að bókunin verði
samþykkt en ekki haft erindi
sem erfiði.
Bryndís Bjarnadótt-
ir, herferðarstjóri
Íslandsdeildar
Amnesty
2 . j ú L Í 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r8 F r É t t i r ∙ F r É t t A B L A ð i ð
0
2
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
4
-D
9
6
C
1
9
E
4
-D
8
3
0
1
9
E
4
-D
6
F
4
1
9
E
4
-D
5
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
8
s
_
1
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K