Fréttablaðið - 02.07.2016, Blaðsíða 16
Elstu minningar mínar af lands-
leikjum í fótbolta eru af leikjum
gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson
skoraði með hælspyrnu undir
lokin og minnkaði muninn í 2-1 í
tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre
Papin og fleiri stjörnum á Laugar-
dalsvellinum þegar ég var átta ára.
Leikurinn var í undankeppni EM
1992.
Galdramaðurinn Atli með mark
og eins marks tap var eitthvað sem
hægt var að vera nokkuð sáttur
við. Í seinni leiknum í Frakklandi
var Birkir Kristinsson í banastuði
en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur
minnkaði Ísland muninn þegar
ungur strákur frá Sauðárkróki skor-
aði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson
átti eftir að koma aftur við sögu
gegn Frökkum.
Spólum nokkur ár fram í tímann
þegar heimsmeistararnir mættu á
Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán
ára bólugrafinn strákur mætti og
fékk bolamyndir af sér með frönsku
snillingunum. Einn á hótelgangin-
um þegar Youri Djorkaeff og Zined-
ine Zidane koma gangandi í áttina
til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður
Djorkaeff um að taka myndina af
þér og Zidane. Þeir hlógu.
Þeir voru ennþá hlæjandi þegar
Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með
franska þjóðsöngnum. Stuðnings-
menn fögnuðu hverju innkasti og
fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan
stað þegar markvörðurinn Fabian
Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir
Ísland og í nokkrar mínútur vorum
við á toppi tilverunnar. Skipti litlu
þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert inn-
kast, bolti úr leik, var eins og mark
fyrir okkur og jafntefli, toppað
með kossi Ingólfs Hannesson-
ar á þjálfarann Guðjón Þórðar-
son, var ígildi sigurs.
Fyrir seinni leikinn í París, jú,
Stade de France, áttum við mögu-
leika á að komast í lokakeppni EM
2000. Verkefnið var metnaðar-
fullt en á ótrúlegum kafla tókst
okkur að jafna metin í 2-2, og enn
skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent
undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd
en í minningunni sigruðum við
Frakka, allavega næstum því. Eng-
inn svekkti sig á úrslitunum, þannig
séð. Frammistaðan var stórkostleg.
Þetta var þá.
Frakkar eru vanir því að taka gull
á heimavelli, gerðu það á EM 1984
og aftur á HM 1998. Þeir eru með
afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdá-
unarverða frammistöðu Íslands á
enginn í Frakkaríki von á öðru en
sigri á morgun. Þeir þykja líkleg-
astir hjá veðbönkum til að standa
uppi sem Evrópumeistarar
en Íslendingar
standa í veg-
inum. Strákar
sem hafa, ólíkt
okkar fyrri lands-
liðum sem hafa náð
jafnteflum, „næstum
því unnið“ eða stein-
legið, mikla trú á að þeir
geti sigrað Frakka.
Lars Lagerbäck var nýtekinn
við þegar við komumst í 2-0 gegn
Frökkum í æfingaleik á franskri
grundu 2012. Leikurinn tapaðist
reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um
hvað væri í vændum undir stjórn
Svíans. Við eigum frábærar minn-
ingar frá Stade de France, aðeins
tíu daga gamlar, þegar okkar menn
tóku Austurríki. Nú mæta strák-
arnir á sama stað, með enn meira
sjálfstraust og klárir í að skrifa
næsta kafla í EM-ævintýrið.
Í Hollywood er alveg ljóst hvernig
leikurinn á morgun færi. Strákarnir
með sérstöku eftirnöfnin frá landi
íss færast nær takmarkinu ómögu-
lega og ekki gleyma „þið munuð
aldrei vinna neitt“ ummælunum.
Vonda liðið, með skúrkinn Rögn-
vald Reginskitu, mjakar sér líka
áfram í úrslitaleikinn án þess að
vinna leik í venjulegum leiktíma.
Við erum komin í seinni hluta
ævintýrisins hjá söguhetjunum,
fótboltastrákum frá Íslandi, sem
þjóðin trúir að geti gert hvað sem er
eftir landvinningana undanfarnar
vikur. Okkar menn, stolt Íslands.
http://www.seeklogo.net
Dagbók
Kolbeinn Tumi Daðason
fylgir karlalandsliði Íslands hvert fótmál á
Evrópumótinu í Frakklandi
og deilir upplifun sinni
með lesendum.
EM2016
http://www.seeklogo.net
Gregoire Fleurot
blaðamaður á L‘Équipe í Frakklandi
15
Aldur: 23 | Leikir: 35 | Mörk: 5
Þjálfari Frakklands
Didier Deschamps
Aldur: 47 ára
Hefur þjálfað franska lands-
liðið frá því í júlí 2012 þegar
hann tók við liðinu af Laur-
ent Blanc. Franska liðið
tapaði fyrir verðandi heims-
meisturum Þjóðvera í átta
liða úrslitum á HM 2014. Var
á sínum tíma fyrirliði franska
landsliðsins sem vann HM 1998
og EM 2000. Hefur bæði spilað
með og þjálfað stórlið eins og
Marseille og Juventus.
Gestgjafar EM 2016
Frakkar tóku ekki þátt í undan-
keppni EM 2016 þar sem þeir
voru með öruggt sæti sem
gestgjafar. Frakkar fengu
keppnina úthlutaða í maí 2010
og höfðu þar betur í baráttu
við Tyrkland og Ítalíu.
Paul
Pogba
Leikir þjóðanna
Frakkland
8
sigrar
Ísland
0
sigrar
Jafntefli
3
Markatala: Frakkland +22 (30-8)
Sögumoli
Það hafa verið skoruð alls tíu mörk
í síðustu tveimur landsleikjum
Íslands og Frakklands. Íslenska
liðið hefur þannig þurft að sætta
sig við tap í báðum þessum
leikjum þrátt fyrir að hafa skorað
fjórum sinnum hjá franska liðinu.
Frakkar unnu 3-2 sigur í síðasta leik
þjóðanna em var vináttulands-
leikur árið 2012 þar sem Birkir
Bjarnason og Kolbeinn Sigþórsson
komu Íslandi í 2-0 eftir 34 mínútna
leik. Mathieu Debuchy, Franck
Ribéry og Adil Rami skoruðu mörk
Frakka í seinni hálfleiknum.
Frakkar unnu einnig 3-2 í síðasta
keppnisleik (9. október 1999) sem
var einnig eini leikur þjóðanna á
Stade de France. Frakkar komust
þá í 2-0 en Eyjólfur Sverrisson og
Brynjar Björn Gunnarsson náðu að
jafna í 2-2 áður en David Trezeguet
tryggði Frökkum sigur. Níu mán-
uðum síðar tryggði umræddur
Trezeguet síðan Frökkum Evrópu-
meistaratitilinn með gullmarki í
úrslitaleiknum. Didier Deschamps,
núverandi þjálfari Frakka, var
fyrirliðim liðsins í þessum leik fyrir
tæpum sautján árum.
Varnarleikurinn var helsta áhyggju-
efni franska liðsins fyrir mót. Bæði
vegna meiðsla og manna sem voru
í banni. Raphaël Varane hefur verið
leiðtogi frönsku varnarinnar en
meiddist í vor. Samt hefur vörn
Frakklands haldið vel allt mótið
en nú er stóra spurningin hvernig
Samuel Umtiti gengur að leysa Adil
Rami, sem er í banni, af hólmi.
Umtiti hefur verið lengi í lykil-
hlutverki í Lyon þrátt fyrir ungan
aldur og Barcelona er nýbúið að
kaupa hann fyrir háa upphæð.
En hann hefur samt aldrei spilað
landsleik áður og stóra spurningin
er nú hvernig hann muni bregðast
við þeirri pressu sem fylgir þessum
leik. N’Golo Kanté er líka í banni
en styrkur franska liðsins er að þeir
sem koma inn eru afar góðir leik-
menn.
Frönsku leikmennirnir hafa sýnt
íslenska liðinu virðingu og segja að
velgengni Íslands hafi ekki komið
þeim á óvart. Þeir virðast þekkja
lið og leikmenn Íslands vel og vita
hvaða hættur steðja að því.
Nýliði í franska
liðinu er særsta
spurningin
Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega
2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R16 s p o R t ∙ F R É t t A B l A ð i ð
FótBolti Sigurlaun strákanna okkar fyrir að komast í 16 liða úrslit EM var leik-
ur gegn Englandi. Leikur sem þjóðin var búin að bíða eftir. Ekki verður það
minni viðburður þegar Ísland mætir sjálfum gestgjöfum Frakklands í
átta liða úrslitum á þjóðarleikvangi þeirra, Stade de France.
Franska liðinu er spáð sigri af ansi mörgum og er það vel
skiljanlegt. Það er frábærlega vel mannað og að mati
Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara Íslands, með
sterkasta 23 manna hópinn á mótinu.
Frakkar þekkja það líka vel að vinna titla á
heimavelli en þeir urðu Evrópumeistarar í Frakk-
landi 1984 og heimsmeistarar fjórtán árum síðar.
Frakkland er með eins góða blöndu í sínu liði
og þær verða; þrautreynda leikmenn sem hafa
spilað með bestu liðum Evrópu í bland við
ungstirni sem eru reyndar flest hver líka að spila
með risum í álfunni.
Frakkar geta séð fram á velgengni næsta ára-
tuginn eða svo með leikmennina sem eru að
koma upp en það sem skiptir máli er að liðið
er líka tilbúið til að vinna núna.
Frakkar hafa spilað góðan bolta á mótinu
og verið mjög sókndjarfir sem er eitthvað sem
hentar strákunum okkar mjög vel svo fremi að
þeir fari að byggja upp betri skyndisóknir. Þær
hefur algjörlega vantað í íslenska liðið.
Þrátt fyrir að spila svona sóknarsinnaðan
bolta hefur liðið átt í erfiðleikum með að skora
í fyrri hálfleik. En mörkin koma alltaf á end-
anum.
Franska liðið sækir svo stíft og hefur svo góða
leikmenn til að skipta inn á að mótherjinn
þreytist svakalega. Það er því engin tilviljun að
liðið er alltaf að skora svona seint. Það er bara
eins gott að okkar menn fá sex daga hvíld fyrir
leikinn.
Frakkland er lið sem skildi eftir heima framherja
á borð við Alexandre Lacazette, Evrópudeildarmeistar-
ann Kévin Gameiro og sjálfan Karim Benzema. Samt koma
þar inn af bekknum Anthony Martial og Kingsley Coman.
Breiddin fram á við er ógnvænleg. Franska liðið er miklu
betra en það enska. Þetta verður erfiðasta verkefni lands-
liðsins undir stjórn Lars og Heimis. Það er klárt.
Frábær blanda
hjá frábæru liði
Heimamenn í franska landsliðinu taka á móti
strákunum okkar á Stade de France á sunnudaginn en
margir spá Frökkum Evrópumeistaratitlinum.
Frakkar eru með marga góða
leikmenn í sínu liði en fáir, þó
eflaust einhverjir, myndu mót-
mæla því að Paul Pogba beri
af í franska liðinu. Þessi 23 ára
gamli miðjumaður og fjórfaldi
Ítalíumeistari er mótorinn á
miðjunni hjá franska liðinu en
gríðarlegar væntingar eru gerðar
til hans. Franskur blaðamaður
sagði við Fréttablaðið að hann
væri einfaldlega með þjóðina á
herðunum.
Frakkar hafa mikið dálæti á
Pogba en stundum ætlast þeir til
of mikils af honum. Það gleymist
stundum að þótt hann skori
falleg mörk með bylmingsskot-
um og hafi fengið viðurnefnið
Pog-boom er hann ekki framherji.
Þótt hann eigi frábæran leik fyrir
franska liðið er hann oft gagn-
rýndur fyrir að skora ekki þó að
það sé ekki hans aðalhlut-
verk. Hans hlutverk er að
vinna boltann, koma
honum í spil og taka
sín víðfrægu hlaup
fram völlinn og
þannig þreyta mót-
herjann.
Pogba getur allt.
Hann getur legið
aftar á vellinum
og dreift bolt-
anum kanta á
milli. Hann getur
spilað framar
á miðjunni og
verið í
barn-
ingi og
unnið
skalla-
bolta. Hann
getur líka
spilað enn
framar og
komið sér
í hættuleg
skotfæri.
Dele Alli er
afskaplega
spennandi
miðjumaður
sem stóð sig frábærlega
í ensku úrvalsdeildinni á
síðustu leiktíð. Hann hafði
þó ekkert að gera í varnar-
leik strákanna okkar. Pogba,
aftur á móti, er ekki að spila
í sömu deild þegar kemur
að hæfileikum og ungstirni
Englendinga. Þetta er
fullmótaður tarfur sem
ætlar sér sigur á heima-
velli.
0
2
-0
7
-2
0
1
6
0
4
:1
5
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
9
E
4
-9
9
3
C
1
9
E
4
-9
8
0
0
1
9
E
4
-9
6
C
4
1
9
E
4
-9
5
8
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
8
8
s
_
1
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K