Fréttablaðið - 02.07.2016, Page 84

Fréttablaðið - 02.07.2016, Page 84
Ég er búin að kaupa sama snakkið fyrir alla leikina, beikonbugður og svart Doritos. Við gerðum þetta fyrir Ísland-Portúgal leikinn og ég hef eiginlega ekki þorað að hætta því eftir það. Ég ætla ekki að hugsa út í hvað mundi gerast ef ég mundi ekki kaupa snakkið. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir www.rex.no • www.markisur.is Veðrið verður ekkert vandamál Starmýri 2a 108 Rvk Nánari upplýsingar í síma 567 7773 og 893 6337 um kvöld og helgar Ísfjárfesting ehf. Viktor Bjarki Arnarsson hefur verið að vinna með forláta stráhatt með borða í fánalitunum. Upphaflega var hann þó keyptur til annarra nota og fer mjög í taug- arnar á kærustunni. Þetta fólk tryggir okkur sigurinn gegn Frökkum Það eru sumir sem geta ekki horft á leiki landsliðsins á EM án ákveðinna hefða á með- an leikurinn er í gangi. Það er augljóslega þetta fólk sem vinnur leikina fyrir okkur. Kaupir alltaf sama snakkið Hefur ekki rakað sig frá fyrsta leik Kolbrún L. Arnarsdóttir skrifaði lokaritgerð sína í þjóðfræði um hjátrú í íþróttum. „Þeir sem ég tók viðtal við voru allir à því að leikurinn gengi betur ef þeir gerðu ákveðna hluti fyrir og í leik,“ segir Kolbrún og undirstrikar þar með hve hjátrú getur spilað stóra rullu í leikjum, hvort sem er meðal þeirra sem raunverulega taka þátt í leiknum eða þeirra sem verma sófana á meðan. Brot úr ritgerð Kolbrúnar: Hjátrú má skipta í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er það klæðaburður í leik, í öðru lagi er það sem gert er fyrir leik og í þriðja lagi eru það lukku- gripir (Símon Jón Jóhannsson, 1993: 122-123). Íþróttafólk telur oft að um vana sé að ræða þegar það gerir ýmsa hluti nákvæmlega eins fyrir hvern einasta leik, til dæmis að klæða sig alltaf í hægri sokkinn á undan þeim vinstri. Slíkar aðgerðir flokkast undir hjátrú (KLA 1, 2015). Hjátrúin rannsökuð Kristjana Arnarsdóttir er búin að horfa á alla leiki Íslands á EM í sömu fötunum. Hún klæðist íslensku landsliðstreyjunni, leður- buxum og hvítum Nike-skóm. Kristjana er óhrædd við að þvo fötin á milli leikja en hún sagði að það hafi verið nauðsynlegt eftir seinasta leik. „Ég þurfti að þvo treyjuna enda fór maskari í hana eftir leikinn á móti Englandi, ég grét svo mikið. En treyjan er til- búin fyrir sunnudaginn. Ég verð að vísu í vinnunni en það er bara allt í lagi.“ Spurð út í hvað mundi gerast ef hún yrði ekki í fötunum þegar hún horfir á leikinn sparaði Kristjana ekki stóru orðin. „Það yrði katastrófía. Þetta er það sem greinir liðin í sundur. Það skiptir mig ótrúlega miklu að vera í nákvæmlega þessum fötum yfir leiknum.“ Þetta er það sem greinir liðin í sundur Það hafa allir sína hjátrú tengda kappleikjum – sumir fara kannski á klósettið og á meðan gerist annað hvort eitthvað jákvætt eða neikvætt og þá dregur sá hinn sami þá lexíu að það sé bara best að vera alltaf á kló- settinu eða þá að það sé alveg strang- lega bannað að skella sér á klósettið á meðan á leik stendur. Aðrir klæðast ákveðinni flík á meðan vel gengur og þá þarf að sjálfsögðu að vera í þeirri flík í hverjum leik til að tryggja áframhaldandi velgengni. Það má því segja að það sé manneskjunni í sokk- unum að þakka hversu vel gengur hjá íslenska landsliðinu. Ég fór á fyrsta leikinn í Frakk- landi, á móti Portúgal. Þá keypti ég mér treyju en ég tók ekki með mér nein hlý föt þegar ég fór út. Leikurinn var seint um kvöldið og ég ætlaði bara að vera í stuttbuxum en ég skipti á seinustu stundu. Einu síðbuxurnar sem ég var með mér voru þessar leður- buxur þannig að ég átti ekki annarra kosta völ. Svo þegar leikurinn fór 1-1 þá fékk ég taugaáfall og það kom ekkert annað til greina þegar ég græjaði mig fyrir næsta leik en að fara í sömu fötin. Kristjana Arnarsdóttir Lukkustráhattur Það er ekkert búið að þvo búninginn á milli leikja. Ég er búinn að vera í sömu buxunum, peysunni, treyjunni og auðvitað ekkert búinn að raka mig frá fyrsta leik. Það er allt klárt fyrir sunnudaginn en ef eins og treyjan færi óvart í vélina þá getum við kennt því um ef við töpum. Ég yrði ekki sáttur. Jóhann Pétur Jensson Það hefur alltaf loðað við okkur knattspyrnumenn að vera hjátrúarfullir þegar kemur að leikjum og er ég engin undantekning þar á. Fæ mér yfirleitt alltaf það sama að borða á leikdag og passa að vera í sömu rútínunni. Ég keypti mér svo forláta hatt fyrir sumar- hátíð í vinnunni í herrafata- verslun Kormáks og Skjaldar sem er stráhattur með borða í fánalitunum á. Í gríni. Fyrir fyrsta leik Íslands á EM mætti ég með hattinn og Íslandstrefil í matarboð þar sem allir voru að horfa saman á leikinn – meira í gríni en alvöru, og sá leikur fór vel, sællar minningar. Ég er því dæmdur til að vera með hattinn og trefilinn þegar ég horfi á leiki Íslands í þessu móti. Það hefur reynst vel hingað til, og ekki ætla ég að taka sénsinn á öðru með því að skilja hattinn eftir heima á næsta leik. Hatturinn er reyndar ekki að fara neitt sérstaklega vel í kærustuna mína … en hún verður að lúffa fyrir fótboltanum enn einu sinni. 2 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R48 l í f i ð ∙ f R É T T A B l A ð i ð Lífið 0 2 -0 7 -2 0 1 6 0 4 :1 5 F B 0 8 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 E 4 -C 0 B C 1 9 E 4 -B F 8 0 1 9 E 4 -B E 4 4 1 9 E 4 -B D 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 8 s _ 1 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.