Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 15
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 Jöfur KE 17: 8200 tonn á 2 mánuðum Á yfirstandandi loðnu- vertíð hefur annar minnsti báturinn í núverandi loðnu- flota, veitt átta þúsund og tvö hundruð tonn á tveim- ur mánuðum, sem er að sögn Fiskifrétta frábær ár- angur. Bátur þessi er JÖFUR KE 17, en hannber 460 tonn sem fullfermi. Þennan afla hefur Jöfur fengið á 61 degi í 19 lönd- unum, sem þýðir að sögn blaðsins, að að jafnaði hafi báturinn landað 430 tonn- um á 77 klukkustunda fresti. Fyrsta löndunin var 10. okt. sl. og frá þessu var skýrt í blaði sem út kom sl. föstudag, þannig að eitt- hvað hefur eflaust bæst við síðan. Skipstjóri á Jöfri er hinn kunni aflamaður Snorri Gestsson, en bátur- inn er í eigu þeirra bræðra Páls og Birgis Axelssona i Keflavík. epj. JÖFUR KE 17 kemur með fullfermi af loðnu til Njarðvíkur Frá kaffisölu Óðinsmanna á Þorláksmessu. Þorláksmessukaffi Lionsmanna Veisluföng Hið árlega Þorláks- messukaffi Lionsklúbbs- ins Óðins verður á boðstól- um í Verslunarmannafé- lagshúsinu á Þorláksmessu frá kl. 14. og meðan versl- anir eru opnar. Kaffisala þessi hefur undanfarin ár sett skemmti- legan svip á jólatraffíkina og því er fólki bent á að njóta veitinganna um leið og það styrkir gott málefni, því allur ágóði fertil líknar- mála. - epj. Isterta wj.m- Pralinen Freude konfekt 400 gr24900 m Hagkac' Grænar baunir, 1/4 dós 1/2 1/1 15902f3590 k, 12 Béarnaisesósa i /°° kr. ' ' HAGKAUP Hangikjötslæri m/beini, )00 ORA- rauðkál í glasi, 720 miy-^90 Njarðvík: Síðasta síðutogara Islendinga breytt Nú eru að hefjast breyt- ingar á b.v. Arnarnesi IS 42 hjá Skipasmiðjunni Herði h.f. í Njarðvík. I stórum dráttum verður skipt um Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Keflavík: 3 ný nöfn Um sl. helgi rann út fram- boðsfrestur í prófkjör Sjálf- stæðisflokksins í Keflavík nú eftir áramótin. Þrjú ný nöfn komu fram: Magni Sigurhansson, Hall- dór Levý og Stella Baldv- insdóttir. - epj. AUGLÝSENDUR ATH: Frestur til að skila auglýs- ingum í næsta blað, sem út kemur 9. janúar, rennur út kl. 14, þriðjudaginn 7. janúar. brú, byggt yfir skipið, skipt um annað mastrið og breyt- ipgar gerðar fyrir skutdrátt. Á breytingum þessum að vera lokið í apríl n.k. B.v. Arnarnes ÍS 42 hefur fram að þessu verið síðasti síðutogarinn hér á landi, en verður eftir þetta kominn í hóp skuttogara. Togari þessi var smíðað- ur í Englandi 1961 oger348 tonn að stærð. Hann komst í eigu íslendinga eftir að hafa strandað við Arnar- nes í Isafjarðardjúpi í des- ember 1966. Var hann síðan endurbyggður og fékk fyrst nafnið Rán frá Hafnarfirði, en var gerður út frá Garði af Isstöðinni h.f. undir nafninu Ingólfur GK 42 frá 1980 og þar til á síðasta ári að hann var seldur vestur á ísafjörð og hlaut þá núverandi nafn. Hefur skipið stundað rækjuveiðar og mun eiga að stunda þær áfram eftir breytingar þessar. epj.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.