Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 57
VIKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
Draumur Dóra litla
eftir Margréti Jónsdóttur
óri litli á Brekku var búinn
að missa mömmu sina.
Hún hafði dáið skömmu fyrir vetur-
nætur og nú var komið fast að jól-
um. Dóri var aðeins 9 ára gamall,
og honum hafði tekist furðanlega
að saetta sig við móðurmissinn.
En nú, þegar jólin voru komin,
rifjaðist allt upp fyrir honum að
nýju.
Hann hafði verið sendur inn á dal
og var á heimleið. Það var aðfanga-
dagur jóla og'tekið að rökkva. —
Jólahelgin nálgaðist. — Hvlt fann-
breiða lá yfir öllu, og stjörnurnar
voru nýbúnar að opna blikandi aug-
un sln.
Dóri fór sér ofur hægt. Hafði hon-
um þó verið sagt að flýta sér, svo
að hann gæti verið búinn að hafa
fataskipti I tæka tið.
Hann leit upp hliðina. Skógar-
hrlslurnar stóðu á kafi I snjó, og
það litla, sem I þær sást, var bert
og nakið og dökkleitt, svo að það
minnti á litinn á likkistunni hennar
mömmu. Og snjórinn, öll þessi
mjöll, hún var eins og llkklæðið,
sem hann mundi svo vel eftlr.
Hvemig stóð á þvf, að hin börn-
in á bænum áttu bæði mömmu og
pabba. Hann hafði aldrei séð pabba
sinn, og Guð tók mömmu hans frá
honum. Ailir sögðu að mamma hans
væri hjá Guði, og að henni liðl
fjarska vel. •— En hvers vegna gat
hún þá aldrei komið til Dóra, og
hvernig gat henni liðið vel, þegar
Dóri var ekki hjá henni.
Um allt þetta var Dóri að hugsa,
þar sem hann labbaði heimleiðis.
Og hugsanirnar urðu æ þyngri.
Það var ekki Dóri hennar mömmu,
sem rölti heim túnið á Brekku, það
var þroskaður unglingur, sem
gllmdi við gátur tilverunnar.
Heima á bænum var allt á tjá og
tundri. Fólkið var á þönum úti og
inni, og allir voru venju fremur glað-
ir i bragði. En Dóra litla var svo
þungt fyrir brjósti, að hann vissi
ekki, hvað hann átti af sér að gera.
Hann læddist fram á stofuloft. Þar
var rúmfleti eitt, er stundum var not-
að um sláttinn, þegar flest var fólk-
ið. Einhverjir fataræflar voru I rúm-
inu. Dóri grúfði sig niður I fatalepp-
ana og grét þungum ekka. — Og
það var gott að gráta. —
Þunginn hvarf smátt og smátt, og
raunahugsanirnar hurfu á braut.
Það var alveg eins og mamma
væri að klappa ofan á hann og
hann heyrði rödd hennar í fjarska.
Sofðu Ijúfi sveinninn minn
sit ég hér við stokkinn þinn.
Þó að úti þjóti hrlð,
þér skal vera hvlldin blið.
Ró, ró og bíum bl.
Ró, ró og blum bl, -
bráðum kemur vor á ný.
Úti lifna broshýr blóm,
börnin syngja glöðum róm.
Ró, ró og blum bl.
Sofðu góði sveinninn minn,
sástu hvlta engilinn,
laut hann niður hægt og hljótt,
hvlslaði að þér, góða nótt.
Ró, ró og blum bl.
VÍKUR-
fréttir
Jólabókin
í ár.
Dóri litli leit upp. Á loftskörinni
stóð skinandi bjartur engill. Hann
var svo stór, að hann náði nærri
þvl upp I mæni. Vængirnir fagrir
og hvítir og lágu aftur á bakið og
sló á þá gullslit. Hárið bylgjaðist
eins og norðurljósasveipur og lék
um engilinn alian.
Hann gekk hægt og tlgulega f
áttina til Dóra.
Dóri var sestur upp I 'rúminu og
starði á engilinn, hann kom nær
og nær, og nú brosti hann svo
undur blíðlega.
Þá þekkti Dóri bros móður sinn-
ar.
Dóri litli hrökk upp úr svefnin-
um og stökk fram á gólfið. Honum
sýndist engillinn hverfa niður af
loftsbrúninni.
,,Dóri minn, értu þarna, góði
minn? Ég er búinn að leita þln um
allan bæinn. Hvernig stendur á þér
að gera þetta b.arn?“
Það var húsmóðirin, sem kom
upp stigann.
Dóri var svo utan við sig eftir
drauminn, og varla vaknaður. Hann
hljóp I fang konunnar.
„Elsku mamma," hrópaði hann.
„Blessaður munaðarleysinginn,"
búa til jólagjafirnar og allir spurðu
þelr hvað væri langt þangað til að
það kæmi kvöld. Búálfamamma lét
þá strax hafa eitthvað að gera, svo
að tlminn væri fljótari að llða. Hún
bað þá um að fara út I kirkju og
veiða allar mýsnar þar, vesalings
litlu dýrin væru svöng og köld, það
væri ekkert ætilegt þar.
Mýsnar létu veiða sig auðveld-
lega nema ein, hún skemmti sér
svo vel við að hlaupa á nótunum á
orgelinu, en að lokum náðu þelr
henni llka. Búálfamamma læddist
niður af loftinu og setti allar mýsn-
ar inn I búrið hjá prestsfjölskyld-
unni. Hún var nú ekki alveg viss um
að fjölskyldan væri hrifin af músum,
en hvað gerðl það til þegar prest-
urinn kom aldrei I búrið og prests-
maddaman — já, hún æpti bara
plnulltið og skellti svo aftur dyr-
unum.
Mýsnar hins vegar komust þegar
I stað I reglulegt jólaskap. „Við
flytjum aldrei I kirkjuna aftur,"
sögðu þær hver við aðra, meðan
þær átu lifrarkæfuna, ostinn og
annað góðgæti. Þær völdu sér stórt
bjúga að jólatré, það var betra að
dansa I kringum það en grenitréð,
það er jú ekki hægt að éta grenl-
tré.
Loksins var komið kvöld, dásam-
legasta kvöld ársins, allir litlu bú-
átfakrakkarnir voru komnir með
magaplnu af eftirvæntingu. Las sat
og veifaði öðrum tréskónum með
stórutá, hann var eins og venjulega
glorsoltinn. En búálfamamma var
búin að sjóða mjólkurgrautinn og
búálfapabbi stóð á skörinni og tók
á móti öllum gestunum.
Þegar dyrnar voru opnaðar inn
I jólastofuna, heyrðust undrunaróp
frá öllum- búálfunum. Á jólatrénu
sátu alllr fuglar skógarins, allir
staðfuglarnir, þrestir, krákur, hrafn-
ar, músarrindlar og fleiri. Bæði fjöl-
skyldan og gestimir voru allir sam-
mála um að þetta værl fallegasta
jólaskraut, sem þeir hefðu nokkru
sinni séð. Þeir tókust I hendur og
dönsuðu kringum jólatréð og sungu
gamla jólasálma, og allir fuglarnir
sungu með nema hrafninn og krák-
an, þeir höfðu æft sig svo mlkið
fyrir kvöldið að þeir voru orðnir
þegjandi hásir.
Þegar hætt var að syngja jóla-
sálmana bar búálfamamma fram
mjólkurgrautinn og allir búálfamlr
tóku I flýti fram skeiðarnar slnar.
Las hafði skeið I sinn hvorri hendl,
þvl eins og áður er sagt er hann
alltaf svangur, en I þetta sinn sagði
búálfamamma ekki neitt, þvl nú
voru jól.