Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 18
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
„Stórkostlegt að geta
stundað áhugamálið og
fá borgað fyrir það“
- segir Þorsteinn Bjarnason,
„Knattspyrnumaður ÍBK 1985“
Hvenær ert þú fæddur,
Þorsteinn?
„Ég er fæddur 22. mars
1959 og var 6 merkur þegar
kom í heiminn. I Kefla-
vik er ég fæddur og upp-
alinn og nef alltaf búið hér,
að frátöldum tveimur ár-
um, en þá var ég í Belgíu“.
Hvenær byrjaði ferill
þinn sem knattspyrnu-
maður?
,,Ja, ég man ekki ná-
kvæmlega hvenar það var.
Ég byrjaði að spila fótbolta
sem gutti, þá spiluðum við
hérna niðri á Jónsmiðum,
síðan álpaðist maður á æf-
ingar. Ég byrjaði nú að spila
,,fúlbak“ á æfingum. Það er
auðvitað skemmtilegasta
staðan^ fyrir þá sem ekkert
geta. Ég var alltaf í marki
niðri á Jónsmiðum. Nú,
þetta kom síðan allt smám
mrná ÚRVAL ÚRA
ipjli1 Seiko - Orient
S5I Citizen - Adec
Swatch
Úr og skartgripir - Hafnargötu 49 - Keflavik - Sími 1557
SIEMENS
heimilistæki í miklu úrvali.
LJÓSBOGINN
Baldursgötu 14 - Keflavík - Simi 1535 og 1521
saman og ég var settur í
markið hjá Hóbba. Síðan
hef ég verið í markinu“.
Nú varst þú varamark-
maður Þorsteins Olafs
þegar hann var upp á sitt
besta. Hvernig var það?
„Maður leit auðvitað
upp til Þorsteins. Ég kem
inn í liðið sem varamark-
maður 17 ára. Þetta var
auðvitað ofsa spennandi og
ég var auðvitað alveg í skýj-
unum. Nú, síðan skeður
það tveimur árum seinna að
Steini Ólafs fer til Svíþjóð-
ar, þannig að þetta passaði
alveg mjög vel fyrir mig“.
En var ekki erfitt að
vera varamaður leik-
manns sem þú áttir litla
möguleika á að „slá út?
„Nei, ég leit aldrei
þannig á þetta, é| var alltaf í
keppni við hann á hverri æf-
ingu. Ég þoldi ekki að tapa
og var alítaf í því að reyna
að vinna, alveg sama í
hverju það var, því ég
ætlaði mér að slá hann út úr
liðinu, sama hvað allir aðrir
segðu. Síðan skeðinúýmis-
legt, árið sem Steini átti að
fara til Svíþjóðar. Það var
kannski fyrir frekju f mér.
íslandsmót 3. deild:
UMFB - fBK
22:31
Keflvíkingar sigruðu
Skallagrím í Borgarnesi í sl.
viku 31:22, er liðin áttust
við i 3. deildinni. Staðan í
leikhléi 12:11 fyrir ÍBK.
Fyrri hálfleikur var mjög
slakur af hálfu Keflvíkinga
og náðu þeir sér aldrei á
strik á beim kafla.
í síðari hálfleik snerist
dæmið við og tók ÍBK þá
leikinn í sínar hendur og
náði fljótlega góðri for-
ystu, mest 10 marka mun.
Lokatölur því 31:22 fyrir
ÍBK.
Markahæstir hjá ÍBK
voru Elvar 9 (7v) og Freyr
7, aðrir minna.
Markahæstur hjá Skalla-
grími var að venju Björgvin
Björgvinsson og gerði hann
10 mörk. - ghj.
Hittumst hress
á nýja árinu,
9. jan.
VÍKUR-fréttir
Þorsteinn Bjarnason
Þannig var að það voru 3
eða 4 leikir eftir af íslands-
mótinu og staðan var þann-
ig að við gátum Jivorki
unnið né fallið. Ég var
ekkert hress með að fá ekki
tækifæri þá. Og vegna þess
að ég fékk ekki að spila, þá
mætti ég ekki á nokkrar æf-
ingar. Eg sagði þeim jafn-
framt að ég hefði ekki
áhuga á að æfa, ef ég fengi
ekki að sýna hvað ég gæti.
Eftir þetta komu þeir að
tala við mig og ég féllst á að
byrja að æfa aftur. Nú,
síðan fékk ég svo auðvitað
að spila. Það var leikur við
KR, sem við unnum 1:0“.
Og upp frá því hefur þú
verið í markinu hjá IBK?
„Ja, ekki alveg, þvi Steini
tom aftur. En maður fékk
3Ó tækifæri á að prófa
?etta. Það var síðan að ári
iðnu að ég fékk mark-
mannsstöðuna aftur. Éj*
hef verið þar síðan, eða fra
1977, að undanskildum
þessum tveimur árum sem
ég var í Belgíu“.
Hvenær byrjar ferill
þinn sem landsliðsmark-
maður?
„Það var strax fyrsta árið
sem ég spilaði í marki IBK.
Þá var ég valinn varamark-
maður landsliðsins. Síð-
an hef ég verið í landsliðinu
með einhverjum hléum
þó“.
Attu ekki uppáhalds-
leik vegna eigin frammi-
stöðu?
„Jú, það var í landsleik
við Rússa árið 1980. Þannig
var að þegar aðeins nokkrar
mínútur voru liðnar af
leiknum þá fengu Rússar
víti. Ég varði þetta víti.
Vítaspyrnan var mjög vel
tekm, boltinn fór alveg út
við stöng. Ég valdi rétt
horn og varði alveg ofsa-
lega vel. Þetta var bara einn
af þeim dögum sem allt
gengur upp hjá manni“.
Nú komst ÍBK í úrslit í
Bikarnum í sumar, auk
iess að standa sig vel í ís-
andsmótinu. Hverju
íakkar þú þennan árang-
ur?
„Ég varð fyrir vonbrigð-
um með hann að því leyti að
þegar við erum að ná há-
punkti, vinnum fjóra leiki í
röð auk þess að komast í úr-
slit í Bikarnum, síðan töp-
um við úrslitaleiknum í
Bikarnum. Þá fara leik-
menn og áhangendur liðs-
ins að leita að afsökunum
annars staðar en hjá sjálf-
um sér. Eins og t.d., ja,
þetta er búið að vera svo
stíft og við erum þreyttir.
Þegar menn fara í úrslita-
leik í bikarkeppni, skiptir
ekki máli hvað erfitt það er
búið að vera. Þú átt ekkert
að vera þreyttur. Þetta
verður auðvitað erfiðara
{>egar liðið kemst svona
angt í bikarkeppni. Ég tel
að petta hafi bara verið af-
sökun fyrir okkar eigin
aumingjaskap. Það á ekki
sífellt að leita að afsökun-
um annars ataðarfrá. Það er
mitt álit“.
Hefur þú einhvern
tíma breytt um taktík í
markinu?
„Nei, jú annars, ég
breyttist rosalega eftir að
ég kom frá Belgíu. Ég æfði
mjög grimmt þar og þá æfði
ég sem MARKMAÐUR“.
Nú varst þú atvinnu-
maður í Belgíu í tvö ár.
Hvað var það sem þér
líkaði best við atvinnu-
mennskuna?
„Já, það er auðvitað al-