Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 33

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 33
VIKUR-fréttir JÓLABLAÐ 1985 Úr leikritinu „Barn í garðinum". Aftan við Hönnu Maríu stendur Þorsteinn Gunn- arsson og fjær sést í Steindór Hjörieifsson. sendu þeir mig til Washing- ton og þar var ég í þrjú ár og þrjá mánuði, upp á dag.“ Hvers vegna fluttir þú burt? „Eg ætlaði mér að kom- ast út og sótti því um hjá utanríkisráðuneytinu, með það í huga og tókst það.“ En hvernig orsakaðist það að þú gerðist alvöruleikari og hvernig hafa málin þróast síðan? „Þetta var alltaf í undir- meðvitundinni og hafði ég oft hugsað til þess er ég sá kvikmyndir á yngri árum að gaman væri að leika svona vel. Svo var það þeg- ar ég var úti í Ameríku í sendiráðinu, að ég sótti um kvöldskóla á leiklistar- braut. Var ég kominn með öll gögn til að fara í þenn- an skóla, er ég gugnaði og þorði ekki. Þá fór ég að hugsa um það hvort ég hefði einhverja hæfileika í þetta. Þegar ég kom heim frá Bandaríkjunum, fór ég að vinna aftur í utanríkisráðu- neytinu. Þá sá ég auglýs- ingu frá SAL-skólanum og hringdi þá í formann Leik- félags Keflavíkur, sem þá var Jónína Kristjánsdóttir, og spurði hana að því hvort ég hefði eitthvað að gera í þetta, hvort ég ætti að þora og hvað ég ætti að gera. Hún benti mér á að hringja í ágæta konu, sem þá hafði verið að kenna á námskeið- um og kenndi í þessum skóla. Lét ég tilleiðast; veit þó ekki hvernig ég þorði því, með þennan lemjandi hjartslátt, en hringdi samt í þessa blá ókunnugu konu, Helgu Hjörvar, sem reynd- ar er nú skólastjóri Leik- listarskóla Islands. Svar hennar var: Ekkert mál, það er fundur annað kvöld, skólinn er að byrja núna eftir nokkrar vikur og komdu á þennan fund. Og ég fór, skíthrædd, þar sem ég þekkti engan og fannst ég vera voða lítil og vesæl. Það varð svo úr að ég fór fyrst á smá námskeið sem haldið var og svo í þennan SAL-skóla, en kennt var á Hótel Vík. Er þetta sá skemmtilegasti vetur sem ég hefi nokkurn tíma upp- lifað á ævi minni. Þennan tíma vann ég í ráðuneytinu kl. 9-17 og fór þá niður á Hótel Vík eftir undirbúning til kl. 7 á kvöldin en skólinn byrjaði þá og stóð til miðnættis og stundum lengur. SAL-skól- inn var stofnaður þegar hvorki Þjóðleikhúsið eða Iðnó ráku leiklistarskóla. Varð þarna 5-6 ára bil sem enginn leiklistarskóli var starfandi og því gat í þess- ari fræðslu. Voru það þá krakkar sem höfðu áhuga fyrir þessu, sem stofnuðu þennan skóla og starfaði hann í 3 ár og náði ég síð- asta árinu. Síðan var Leik- listarskóli Islands stofnað- ur og þá fór ég í hann og út- skrifaðist þar 1978 eftir fjögurra ára nám, þ.e. árið í Bæjarstjórn Keflavíkur sendir Kefluíkingum og öðrum Suðurnesjabúum hugheilar óskir um gleðileg jól, gott og farsœlt nýtt ár. Sendum öllum íbúum Miðneshrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir Sueitarstjórn Miðneshrepps Sendum öllum íbúum Gerðahrepps, suo og öðrum Suðurnesjamönnum bestu jóla- og nýársóskir Hreppsnefnd Gerðahrepps
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.