Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 19.12.1985, Blaðsíða 16
JÓLABLAÐ 1985 VÍKUR-fréttir fóC, j-a^æKt (zomandí áx. cÞökk um uibi.izLf2.tLn á á’iLnu i£.m ex ab Ccb a. Borðlampar og loftljós BÚSTOÐ Tjarnargötu 2 - Keflavík - Sími 3377 Til styrktar Sjúkrahúsinu nymynD Hafnargötu 26 - Keflavík Sími 1016 „Takmarkið náðist“ - segir Olafur Róbertsson, „Knattspyrnumaður Víðis 1985“ í tilefni af því að Ólafur Róbertsson var kosinn besti leikmaður 1. deildar- liðs Víðis árið 1985 tókum við hann tali. Ólafur lék í öllum yngri flokkunum með ÍBK og varð meðal annarra íslandsmeistari þegar hann var í 3. fl. Eftir að hann kom upp úr 2. flokki gifti hann sig og fluttist út í Garð. Þar hóf hann að leika með Víði í 3. deild. Eins og flestir vita leika Víðismenn ekki lengur í 3. deild heldur þeirri fyrstu. Við spurðum því Ólaf út í muninn á 1., 2. og 3. deild: „Fótboltinn í 1. deild-- inni er agaðri og þar er leik- ið af meiri hraða en í hinum deildunum. Baráttan er svipuð í þeim öllum, þó er hún sínu mest í 1. deild því að þá eru allir í sviðsljós- inu.“ Hvernig fannst þér síð- asta keppnistímabil? „Það var ágætt og endir- inn var mjög svo skemmti- legur. Okkur tókst það sem við ætluðum okkur. Það var númer eitt, tvö og þrjú að halda sér í deildinni og það tókst.“ Hver er svo eftirminni- legasti leikurinn? „Það er síðasti leikurinn sem við spiluðum í deild- inni í ár, þegar við unnum Þróttara 3:2 og héldum þar með sæti okkar í deildinni. Svo auðvitað leikurinn þegar við unnum Njarðvík og komumst upp í 1. deild. Það var æðislegt hreint út sagt.“ Hvert er svo stefnt næsta sumar og hvernig er liðs- andinn? „Það er stefnt á toppinn og ekkert annað, eða skul- um við segja allavega Evr- ópusæti. Liðsandinn er mjög góður. Það var Þessar ungmeyjar sem sjást á myndinni voru svo myndarlegar í sér að þær héldu hlutaveltu. Þír söfnuðu 500 kr. og gáfu þær Sjúkra- húsi Keflavíkurlæknishéraðs. Þær heita, talið f.v.: Sigríður Alda, Ellen Dóra og Kristín María. „Það er ekkert mál að taka Ragga Margeirs . . . “ kannski feimni nýju leik- mannanna og hinna sem fyrir voru sem splundraði þessu til að byrja með en síðan small þetta saman. Við erum þekktir fyrir að vera alltaf eins og ein fjöl- skylda, en þó að við missum menn, eins og núna, þá kemur alltaf maðurí manns stað.“ En hvað viltu segja um þá þjálfara sem þú hefurhaft í gegnum tíðina? „Þeir hafa verið mjög óðir. Haukur Hafsteins er ó sá besti og af honum hef ég lært mest. Sá árangur sem nú er að nást er að miklu leyti frá Hauki kom- inn. Það sem hann hefur byggt upp er nú að koma í ljós. Marteinn var líka mjög góður, en ekki eins mikill ræðumaður og sálfræðing- ur í sér og Haukur.“ En svo við snúum okkur að sjálfum þér. Áttir þú von á þessari útnefningu? „Nei, síður en svo, og þetta kom mér mjög á óvart. Það höfðu allir möguleika á þessu og við vorum jafnir, ég, Einar og Gísli. Eg var síðan kosinn og er mjög ánægður með þennan titil.“ En svona að lokum, hver er erfiðasti mótherji sem þú hefur lent í og hver er sá auðveldasti? „Guðmundur Steinsson, Frammari, er mjög erfiður og það var erfitt að hafa ætur á honum í sumar. En að er ekkert mál að taka Ragga Margeirs. (Hvað skyldi Raggi segja?). Maður þekkir hann frá því í yngri flokkunum og veit því hvernig hann leikur“ sagði Ólafur Róbertsson að lok- um. gæi/ghj
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.