Víkurfréttir - 19.12.1985, Side 26
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
rlprg^irl
Vestur-þýsk fullkomnun.
Grossag á að baki 120 ára sögu í
framleiðslu heimilistækja.
í dag væri Grossag ekki til nema
vegna þess að gæðin hafa alltaf verið sett
á oddinn. Svo er enn.
~\ r
Einnar, tveggja og þriggja
hæða galdragrill, úti- og inni-
grill. Nú taka gestirnir þátt í
matseldinni og allir fá matinn
samtímis, hver og einn eftir s(n-
um smekk. Gerir matmálstímann
að ógleymanlegri skemmtun.
Hraðsuðukanna. Eldsnögg að
ná upp suðu. Hefur alla eiginleika
venjulegs hraösuðuketils og fjöl-
marga aðra. Ekki aðeins til að
sjóða vatn heldur líka egg o.m.fl.
Sléttur botn - auðveld þrif.
Djúpsteikingarpottur.
Loksins rétt stærð og lögun; pott-
ur sem lítið fer fyrir í eldhúsinu.
Fullkomnun I tæknibúnaði og
hönnun. Sjálfvirk hitastilling sem
útilokar eldhættu. Vestur-þýsk
verðlaunahönnun.
/ N
f.y “
*'
V j
Sjáltvirk kaffivél. Engin venju-
leg kaffivéll Með nútímatækni er
séð til þess að I þessari 15 bolla
vél sé kaffið nýtt til hins ítrasta.
Ein af örfáum vélum með sér-
stakt tesigti.
S jón er sögu ríkarí.
RAFBUÐ R.O.
Hafnargötu 44 Keflavik Sími 3337
LINDIN
- Alltaf í leiðinni -
Minnum á okkar margrómaða
jólakonfekt og annað góðgæti.
Hjá okkur er konfektið alltaf nýtt.
LINDIN
Hafnargötu 39 - Keflavík - Sími 1569
Almennar bílaviögerðir
Mótorstillingar - Hjólastillingar
M. Guðbergsson
Vinnusími: 7139
Heimasími: 7185
Orðvar skrifar:
Jóla hvað?
Árið er bara liðið og aftur
komin jól. Húsmæðuráöll-
um aldri eru byrjaðar að
bera út húsgögnin, berja
þau og lemja, svo undir tek-
ur í húsunum í kring. Ná-
grannarnir þyrpast út í
glugga til að láta í ljós aðdá-
un sína á myndarskapnum.
Allt er þvegið og málað;
sumir skipta um eldhúsinn-
réttingar og teppi en aðrir
láta sér nægja nýtt sófasett,
eða annað smávegis. Eftir
viku Ajaxæði um íbúðina
hefst svo jólabaksturinn.
Hvergi er hægt að leggja
neitt frá sér fyrir deigi og
kökuboxum, sem eru á öll-
um ólíklegustu stöðum um
íbúðina. Baksturinn stend-
ur líka yfir í viku, þá er
snarl í öll mál og síminn
upptekinn allan tímann við
að skiptast á uppskriftum.
Þegar fyrri hreingern-
ingu og bakstri er lokið,
hefst búðarrápið. Það geta
hæglega farið 4-5 dagar í að
kanna vöruverð og gæði,
nema hjá þeim veraldar-
vanari, sem versla aðeins
erlendis fyrir jól og páska.
Eftir að hafa borið saman
bækur sínar og náð sam-
komulagi um hvað hver á
að fá, fer öll fjölskyldan af
stað. Venjulegast ræður
konan ferðinni, hinir elta.
Sá sem er svo heppinn að
vera væntanlegur þiggjandi
fær að bíða útí bíl meðan
kaupin fara fram. Oft er
það hátíðlegasta stundin í
öllu þessu standi, þegar
meirihluti fjölskyldunnar
kemur með gjöfina fyrir
aftan bak og setur hana í
farangursgeymsluna.
Meira má alls ekki kaupa í
þeirri ferð, allir heim, losað
úr bílnum og látið á þann
stað heima, þar sem vænt-
anlegur eigandi rekst ekki á
það. Svona endurtekur
sagan sig, þangað til búið er
að kaupa fyrirallt heimilis-
fólkið, þá loksins fer öll
fjölskyldan saman í að
kaupa fyrir afa og ömmu
og fíeiri.
Kauptíðin stendur alltaf
fram á hádegi á aðfanga-
dag, sama hvað byrjað er
snemma í desember. Sumir
heimilisfeður eru jafnvel
svo erfiðir, að það verður að
hella þá fulla á Þorláks-
messukvöld, til að kaupin
gangi fyrir jól.
Aðfangadagur er mesti
bónusdagur ársins. Þá er
seinni hreingerning, skipt á
öllum rúmum, sparifötin
dregin fram og pressuð,
hárgreiðsla og farið einu
sinni enn yfir jólaseríuna.
Venjulega er einn á stans-
lausum hlaupum útí búð,
því alltaf vantar eitthvað,
jafnvel kerti í bílinn, sem er
alveg að gefast upp á öllu
saman, enda veit hann ekki
að það eru að koma jól. Um
hádegið færist ró yfir
mannskapinn en það er að-
eins í örfáar mínútur. Þaðá
eftir að keyra út gjöfunum
og öllum kortunum, eigin-
menn og yngstu börnin eru
að jafnaði notuð í það. Þeg-
ar þau koma heim um fjög-
urleytið, útkeyrð og skjálf-
andi úr kulda, kemur í ljós
að gleymst hefur að skrifa
nokkur kort. Þau eru skrif-
uð í hvelli og tekinn annar
rúntur. Þrátt fyrir allan
þennan hamagang er mat-
arlyktin og jólaóskir til
sjómanna á hafi úti í út-
varpinu smám saman að
koma öllum í jólaskap.
Hárréttur tími til að birtast
aftur heima er kl. 5, þá eru
sendlarnir reknir í bað og
höfð fataskipti. Rétt fyrir
kl. 6 stendur öll fjölskyldan
prúðbúin og bíður bara eft-
ir að útvarpið hringi inn jól-
in, þá loksins eru jólin
komin.
Jólasteikin, sem hús-
móðirin hefur lagt allt sitt
stolt í síðustu 3-4 tímana
hverfur ofaní mannskap-
inn á 10-15 mínútum.
Venjulegast hjálpast allir
við uppvaskið, í eina skiptið
á árinu. Um níuleytið eru
allir búnir að fá gjafírnar og
mamman steinsofnuð í sóf-
anum. Þá ryðjast börnin út
til vina sinna til að bera
saman eftirtekjuna. I mess-
unni um miðnætti eru flest-
ir búnir að ná sæmilegu
andlegu jafnvægi, sem rugl-
ast svo aftur í kossaveseni í
lokin, þegar jólastemming-
in nær hámarki. Gleðileg
jól.
Orðvar