Víkurfréttir - 19.12.1985, Page 42
JÓLABLAÐ 1985
VÍKUR-fréttir
„Verð þeirri stundu
fegnastur þegar ég
hætti að elda kjöt“
- segir Rúnar Marvinsson, Sandgerðingur og
hóteleigandi að Búðum á Snæfellsnesi
Ögmundur Rúnar Marvinsson er Sandgerðingur, fæddur árið 1945.
Hann hóf sinn atvinnuferil á venjulegan hátt og fór á sjóinn ungur að árum,
eins og margir Suðurnesjamenn. Þar byrjaði hann að búa til mat og enn
þann dag í dag, um 20 árum síðar, er hann enn að. Ögmundur Rúnar, eða
bara Rúnar, eins og hann er kallaður, er einn af eigendum hótelsins að
Búðum á Snæfellsnesi. Búðir hafa fengið afburða góða dóma hjá fólki og
ekki síst hjá matargerðar-ritstjóra DV, Jónasi Kristjánssyni, sem segir
Búðir vera næst besta veitingastað á Islandi. Og eins og kannski margir
kannast við, þarf bara þó nokkuð meira en nokkuð gott til að fá góða dóma
hjá ritstjóranum.
Okkur lék forvitni á að vita um hagi Rúnars, sem flutti snemma frá
heimahögum og er nú yfirkokkur á Búðum, stað í sveitinni, sem gerir það
gott og er aðeins opinn 4-5 mánuði á ári. Við spurðum Rúnar fyrst um æsku
og uppeldisár:
,,Ég er fæddur og
uppalinn í Sandgerði og
dvaldist þar til um tvítugt.
Þá flutti ég til Keflavíkur
sem var draumaborgin á
þessum tíma, því Sandgerði
var nújítið þorp á þessum
árum. I Keflavík bjó ég í ein
3-4 ár. Síðan hef ég verið á
hinum ýmsu stöðum“.
Hvar þá?
„Ég bjó í Ólafsvík í 5-6 ár
og á Eskifirði var ég svo-
lítinn tíma og síðan í
Reykjavík. Þar á ég nú
íbúð“.
Hvað hefurðu verið að
bardúsa?
. ,,Ég hef verið í mat-
reiðslu og byrjaði snemma
sem kokkur til sjós. Ég
mátti ekki vera að því að
vera í skóla og hætti, 14 ára
pjakkur. Og af því ég var
svo lélegur að fiska á hand-
færunum þá var ég skikkað-
ur til að kokka. Ög ég sem
kunni ekki einu sinni að
sjóða vatn, hvað þá meira.
Ég man alltaf eftir orðum
Braga Björnssonar skip-
stjóra, er hann sagði svo oft
eftir matinn: „Komdu svo
með kaffi til að ná óbragð-
inu úr munninum".
Varstu áfram á sjó?
„Já, ég var það þó ég
flytti til Keflavíkur. Ég
kom þó aðeins við á Vell-
inum en kunni illa við mig
þar og hætti fljótt“.
Af hverju?
„Ég var á móti hernum,
ekki Ameríkönunum sjálf-
um, heldur bara hernum.
Annars var ég mest á sjó,
alveg fram til 1970.
En hvað kom til að þú
fluttir?
„Ég man nú ekki ástæð-
una. Ætli ég sé ekki bara
flakkari í eðli mínu“.
Er þér eitthvað minnis-
stætt úr Sandgerði frá
æskuárunum?
„Það er nú ýmislegt. Eitt
er nú kannski sem situr í
mér. Það er þegar við lékum
okkur svo stundum skipti
með kassavörubíla, sem við
smíðuðum sjálfir. Við
útbjug^um vegi um allt, þá
voru náttúrlega malarvegir
um allt, svo gerðum við
þetta í mikilli alvöru og fór-
um í alvöru bílaleik. Einn
var stöðvarstjóri og sendi
hina með mjólk til Reykja-
víkur. Mjólkinni, sem voru
kökudropaglös, var svo
raðað á pallinn og svo fékk
maður útborgað í happ-
drættismiðum. Þeir voru
skrautlegir á þessum árum
og þóttu mjög heppilegir í
Verka
kvennafélag
Keflavíkur
og Njarövíkur
sendir félagsmönnum sínum
og öðrum Suðurnesjabúum
bestu óskir um gleðileg jól,
gott og farsœlt komandi ár,
og þakkar samstarfið á árinu
sem er að líða.
„Ég var svo lélegur á handfærunum, að ég var skikkaður til að
kokka, - og ég sem kunni ekki einu sinni að sjóða vatn ..."
stað peninga. Þetta var
svakalega gaman. Að þessu
undanskildu var aðal sport-
ið að fara í sundlaugina í
Keflavík og að því loknu að
fara í Alþyðubrauðgerðina
og fá sér vínarbrauð og litla
kók“.
En snúum okkur að
alvörunni. Nú ertu kokk-
ur á Hótel Búðum á Snæ-
fellsnesi. Ritsjóri DV,
einn helsti gagnrýnandi á
sviði matargerðar, segir
Búðir vera næst besta
veitingastað á Islandi?
„Já, hann segir það“.
Er það rétt?
„Þetta hefur gengið von-
um framar. Annars segi ég
nú bara eins og Lási kokk-
ur, sem landsfrægur er,
je^ar hann var spurður að
dvi hvort hann væri góður
tokkur: „Ég, elskan mín,
tef aldrei misst mann“.
Lási kokkur var frægur
maður og sagði margar
fleygar setningar“.
Segðu okkur meira frá
Búðum. Ertu eigandi
þarna?
„Við erum sjö saman
sem eigum þetta. Þetta er
gistihús og matsölustaður
með gistirými fyrir 40
manns og ýmsilegt í krin^-
um það. Við höfum t.d. bat
til að afla fanga á. Meining-
in er að setjast þarna að, en
við höfum hingað til aðeins
haft opið frá vori og fram á
haust“.
Hvenær byrjaði þetta
ævintýri?
„Við tókum við þessu
árið 1979, en þá hafði stað-
urinn verið lokaður í tvö ár
og húsið orðið ansi sjúsk-
að. Við tókum þetta á leigu
og voru margir hissa á því
og þótti þetta feigðarflan,
þar sem aðrir höfðu gefist
upp á þessu. En þetta
tokst“.
Og þú „brasar“ því nú
á Búðum?
> Já, já“.
Hefurðu brasað ofan í
Jónas Kristjánsson?
„Ég hef brasað ofan í
Íónas, ég er nú hræddur um
að“.
Var það meira spenn-
andi?
„Ja, ég veit ekki. Það er
náttúrlega voða gaman að
fá góða umfjöllun.
Vandaðirðu þig meira
en venjulega?
„Ég veit ekki hvort ég
vandaði mig meira, alla
vega ekki minna“.
Leggurðu meiri áherslu
á fiskrétti en kjöt?
^,,Já, ég hef lagt fyrir mig
sérstakan stíl, ákveðna mat-
argerð, getum við sagt. Er
mjög hrifinn af fiski og hér
er auðvelt að fá ferskan fisk.
Bæði veiðum við hann
sjálfir og svo er auðvelt að
fá nýjan fisk frá Ólafsvík og
Grundarfirði. Við fáum
mikið af fiski þaðan. Nú,
svo hefur áhugi minn fyrir
grænmetisfæði aukist
mikið. En ég verð þeirri
stund fegnastur þegar ég
hætti að elda kiöt. Mér
leiðist kjöt, mér finnst við
ekkert þurfa að éta kjöt“
En eldar samt kjöt?
„Já, ég elda auðvitað
hvað sem er“.
Er kannski hægt að fá
vínarbrauð eins og úr
Alþýðubrauðgerðinni?
„Já, auðvitað, og litla
kók með“.
Koma Suðurnesjamenn
í heimsókn að Búðum?
„Það koma margir Suð-