Víkurfréttir - 19.12.1985, Síða 33
VIKUR-fréttir
JÓLABLAÐ 1985
Úr leikritinu „Barn í garðinum". Aftan við Hönnu Maríu stendur Þorsteinn Gunn-
arsson og fjær sést í Steindór Hjörieifsson.
sendu þeir mig til Washing-
ton og þar var ég í þrjú ár
og þrjá mánuði, upp á
dag.“
Hvers vegna fluttir þú burt?
„Eg ætlaði mér að kom-
ast út og sótti því um hjá
utanríkisráðuneytinu, með
það í huga og tókst það.“
En hvernig orsakaðist það
að þú gerðist alvöruleikari
og hvernig hafa málin þróast
síðan?
„Þetta var alltaf í undir-
meðvitundinni og hafði ég
oft hugsað til þess er ég sá
kvikmyndir á yngri árum
að gaman væri að leika
svona vel. Svo var það þeg-
ar ég var úti í Ameríku í
sendiráðinu, að ég sótti um
kvöldskóla á leiklistar-
braut. Var ég kominn með
öll gögn til að fara í þenn-
an skóla, er ég gugnaði og
þorði ekki. Þá fór ég að
hugsa um það hvort ég
hefði einhverja hæfileika í
þetta.
Þegar ég kom heim frá
Bandaríkjunum, fór ég að
vinna aftur í utanríkisráðu-
neytinu. Þá sá ég auglýs-
ingu frá SAL-skólanum og
hringdi þá í formann Leik-
félags Keflavíkur, sem þá
var Jónína Kristjánsdóttir,
og spurði hana að því hvort
ég hefði eitthvað að gera í
þetta, hvort ég ætti að þora
og hvað ég ætti að gera.
Hún benti mér á að hringja
í ágæta konu, sem þá hafði
verið að kenna á námskeið-
um og kenndi í þessum
skóla. Lét ég tilleiðast; veit
þó ekki hvernig ég þorði
því, með þennan lemjandi
hjartslátt, en hringdi samt í
þessa blá ókunnugu konu,
Helgu Hjörvar, sem reynd-
ar er nú skólastjóri Leik-
listarskóla Islands.
Svar hennar var: Ekkert
mál, það er fundur annað
kvöld, skólinn er að byrja
núna eftir nokkrar vikur og
komdu á þennan fund. Og
ég fór, skíthrædd, þar sem
ég þekkti engan og fannst
ég vera voða lítil og vesæl.
Það varð svo úr að ég fór
fyrst á smá námskeið sem
haldið var og svo í þennan
SAL-skóla, en kennt var á
Hótel Vík. Er þetta sá
skemmtilegasti vetur sem
ég hefi nokkurn tíma upp-
lifað á ævi minni.
Þennan tíma vann ég í
ráðuneytinu kl. 9-17 og fór
þá niður á Hótel Vík eftir
undirbúning til kl. 7 á
kvöldin en skólinn byrjaði
þá og stóð til miðnættis og
stundum lengur. SAL-skól-
inn var stofnaður þegar
hvorki Þjóðleikhúsið eða
Iðnó ráku leiklistarskóla.
Varð þarna 5-6 ára bil sem
enginn leiklistarskóli var
starfandi og því gat í þess-
ari fræðslu. Voru það þá
krakkar sem höfðu áhuga
fyrir þessu, sem stofnuðu
þennan skóla og starfaði
hann í 3 ár og náði ég síð-
asta árinu. Síðan var Leik-
listarskóli Islands stofnað-
ur og þá fór ég í hann og út-
skrifaðist þar 1978 eftir
fjögurra ára nám, þ.e. árið í
Bæjarstjórn
Keflavíkur
sendir Kefluíkingum og
öðrum Suðurnesjabúum
hugheilar óskir um gleðileg jól,
gott og farsœlt nýtt ár.
Sendum öllum íbúum
Miðneshrepps,
suo og öðrum
Suðurnesjamönnum
bestu jóla- og nýársóskir
Sueitarstjórn
Miðneshrepps
Sendum öllum íbúum
Gerðahrepps,
suo og öðrum
Suðurnesjamönnum
bestu jóla- og nýársóskir
Hreppsnefnd
Gerðahrepps