Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 11
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11 arbylgju og hafði því notið þæginda rafmagnsins í nær þrjá áratugi þeg- ar raflína var loks lögð í Grýtu- bakkahrepp árið 1956 en stórátak var gert í rafvæðingu dreifbýlisins á sjötta áratug tuttugustu ald- arinnar,“ segir Jóhann. Virkjað í þriðja sinn Þegar börn Skírnis og Hjördísar Sigurbjörnsdóttur keyptu jörðina af foreldrum sínum 2003 hafði raf- stöðin verið ónothæf í nokkur ár en þau töldu þó rétt að leggja í þann kostnað og þá gríðarlegu vinnu sem nauðsynleg var til að koma rafstöð- inni aftur í gang, „enda raforka til kyndingar afar dýr í dreifbýlinu þrátt fyrir niðurgreiðslu ríkisins til heimila á svokölluðum köldum svæðum,“ segir Jóhann. „Nokkru áður höfðu verið sett lög þess efnis að raforka frá einkarafstöðvum skyldi njóta niðurgreiðslu til jafns við aðra. Þessi lagabreyting gerði það beinlínis fýsilegt að leggja í það verk að koma rafstöðinni aftur í gang. Hún myndi þá bæði framleiða afar ódýrt rafmagn og um leið skapa ofurlitlar tekjur í gegnum niðurgreiðslur ríkisins,“ segir Jó- hann Skírnisson. Eftir gríðarmikla vinnu fjölda fólks vorið og sumarið 2003 var vél- búnaði Skarðsárvirkjunar II aftur komið í nothæft ástand og er hann nú í ágætis lagi og notaður til vara fyrir Skarðsárvirkjun III. Þegar Norðurorka hafði lagt hitaveitu frá Reykjum í Fnjóskadal til Grenivíkur taldist Skarð ekki lengur á „köldu svæði“ og féllu nið- urgreiðslurnar vegna raforku frá Skarðsárvirkjun II því niður. „Við skoðuðum möguleika á að taka inn hitaveitu en kostnaður við inntak, heimæð og breytingar á íbúðarhúsi var verulegur auk þess sem gera þurfti ráð fyrir langtíma- kostnaði vegna kaupa á heitu vatni. Niðurstaðan var því sú að hag- kvæmara yrði að verja þessum fjámunum í nýja virkjun sem bæði væri áreiðanlegri og gæfi meira afl en Skarðsárvirkjun II,“ segir Jó- hann. Vorið 2009 var vélbúnaði þriðju virkjunarinnar komið fyrir í stöðv- arhúsi Skarðsárvirkjunar II og hún tekin í notkun síðar sama ár. Nú búa systkinin frá Skarði, sem eiga jörðina og dvelja þar oft, svo vel vegna heimatilbúins rafmagns úr ánni góðu, að fleiri ofnum eða ljósaperum verður vart komið fyrir í húsum á jörðinni! Húsið frá 1959 hýsti Skarðsvirkjun II og nú III. Horft heim að Skarði frá Skuggabjörgum, handan Fnjóskár. Skarðsáin, sem liðast niður gilið, hefur verið virkjuð til heimabrúks í tæpa öld. Lið Þórs/KA/Hamranna á Akureyri varð um síðustu helgi bikarmeistari í 2. aldursflokki í fótbolta. Liðið sigr- aði þá nýkrýnda Íslandsmeistara FH 2:1 í framlengingu í hörku- úrslitaleik sem fram fór á Þórsvell- inum nyrðra. Svo skemmtilega vill til að hver einasti leikmaður bikarmeistaraliðs- ins er, eða hefur verið, nemandi í Menntaskólanum á Akureyri, utan ein stúlkan sem enn er í 10. bekk grunnskóla. Bikarmeistararnir eru sigri hrós- andi á myndinni. Aftari röð frá vinstri: Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari, Rut Matthíasdóttir, Birta María Aðalsteinsdóttir, Elva Rún Evertsdóttir, Lára Einarsdóttir (sem útskrifaðist úr MA í vor sem leið), Harpa Lind Þrastardóttir, Æsa Skúladóttir, Harpa Jóhanns- dóttir, Ragnhildur Inga Aðalbjarg- ardóttir, Júlíana Mist Jóhannsdóttir og Ágústa Kristinsdóttir liðsstjóri, sem varð stúdent frá MA í fyrra. Fremri röð frá vinstri: Oddný Karol- ína Hafsteinsdóttir, Lillý Rut Hlyns- dóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Hulda Björg Hannesdóttir (sem er í 10. bekk Giljaskóla), Karen Sif Jóns- dóttir, Anna Rakel Pétursdóttir, Sara Skaptadóttir, Agnes Birta Stefánsdóttir, Saga Líf Sigurðar- dóttir, Margrét Árnadóttir og Sara Mjöll Jóhannsdóttir. AKUREYRI Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bikarmeistarar úr MA „Við systkinin ólumst upp við miklar bollaleggingar um frekari virkjun Skarðsár. Má því segja að ákvörðun um þriðju virkjunina hafi að miklu leyti komið af sjálfu sér,“ segir Jóhann Skírnisson. „Skörðungar gera oft grín að sjálfum sér og segja að rökræður og ákvarðanir um mikilvæg mál á Skarði fari jafnan þannig fram að fjöldi fólks situr við eldhús- borðið og talar hátt, allir tala í einu og enginn um það sama, og sá sem hefur hæst er svo oftast talinn hafa haft rétt fyrir sér,“ segir Jóhann og hefur gaman af. Vert er að geta þess að alla tíð var gert ráð fyrir að smíða sem mest úr notuðu og ódýru efni við virkjun númer þrjú. Gott dæmi: Nokkrir flugvélarfarmar af krossviði komu frá Sødalen í óbyggðum Austur-Grænlands. „Krossviðurinn, sem átti að brenna, hafði verið utanum bún- að vísindamanna sem þar voru við rannsóknir,“ segir Jóhann. Hann var þá flugstjóri á Twin Ot- ter Flugfélags Íslands og vélin oftast tóm á leiðinni heim. SKARÐSVIRKJUN Krossviður með flugi … Bláskógabyggð gefur grænt ljós á lagfæringar á Kjal- vegi, norðan Hvítárbrúr við Bláfell. Þar var spotti byggður upp í fyrra og nú verður haldið áfram með 2,9 km kafla í átt að sæluhúsinu Árbúðum. Kjalvegur Hafinn er undirbúningur næstu áfanga við ofanflóðavarnir í Neskaupstað. Fyrirhuguð eru tvö verkefni, það er undir Nes- og Bakkagili og við Urðarbotn og Sniðgil. Fram- kvæmdasvæðið er talið geta orðið meira en 5 hektarar. Neskaupstaður Ármúla 24 • S: 585 2800 Úrval af LED lýsingu Opið virka daga 10 -18, laugardaga 11- 16. – www.rafkaup.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.