Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 44
* Þetta er áherslanalmennt í Evrópu;hvernig á að nýta þekk-
inguna sem að sjálfsögðu
verður þá að vera til
staðar. Þetta er ný nálgun
fyrir flesta.
Kannski mætti hugsa A sem 9,4 og yfir
Ég er ekki upptekin af því hvort einkunn-irnar verða gefnar í tölu- eða bók-stöfum. Mér finnst aðalmálið að við
horfum til þess sem við erum að meta og mér
finnst mjög jákvætt að tíundubekkingar út-
skrifist með einkunn sem byggist á hæfni en
ekki bara þekkingu,“ segir Guðlaug Stur-
laugsdóttir, skólastjóri Grunnskóla Seltjarn-
arness.
Hún segir að þó sé ýmislegt að athuga við
einstök hæfnisviðmið í aðalnámskrá, mörg séu
góð en önnur þurfi að endurskoða. Það sama
eigi við um matsviðmiðin. Í nýja einkunna-
kvarðanum fylgir hverri einkunn lýsing sem
kallast matsviðmið.
„Í heild er hugsunin og ásetningurinn mjög
góður. En ásamt endurskoðun þurfum við að
styðja miklu betur við starfsfólkið í innleið-
ingu á svona nýjum verkefnum, betur en gert
hefur verið. Og við þurfum að horfast í augu
við það að skólarnir eru ekki komnir það langt
í þessu ferli að þeir verði allir samanburðar-
hæfir samkvæmt matsviðmiðunum næsta vor
hvað varðar einkunnir tíundubekkinga við út-
skrift.“
Guðlaug segir að matsviðmiðin þurfi að end-
urspegla þau hæfniviðmið í aðalnámskrá
grunnskóla sem sett voru í upphafi. Til dæmis
þurfi að laga matsviðmiðin í samfélagsfræð-
inni því þau endurspegli ekki nógu vel hæfni-
viðmiðin.
„En það þarf líka að hafa í huga að það er
ekkert sem verður fullkomið í fyrstu atrennu
og nauðsynleg endurskoðun bíður ráðuneyt-
isins og nýrrar Menntamálastofnunar. Ég
held að þessi vinna geti í heild leitt til heilmik-
illar skólaþróunar og að við förum að horfa
öðruvísi á skólastarfið.
Að mörgu leyti standa háskólarnir okkur til
dæmis framar í þessu. Mér er minnisstætt
viðtal við ungan mann sem
útskrifaðist úr Harvard-
háskóla þar sem hann lýsti
því hvernig honum var gert
að nýta hæfni sína, þ.e. bæði
þekkingu og leikni, þar sem
hann átti t.d. að nýta náms-
bækurnar í prófum. Þetta er
áherslan almennt í Evrópu; hvernig á að nýta
þekkinguna sem að sjálfsögðu verður þá að
vera til staðar. Þetta er ný nálgun fyrir
flesta.“
Guðlaug segir að skiljanlega séu margir tí-
undubekkingar óöruggir varðandi nýja
fyrirkomulagið; að taka upp framandi fyrir-
komulag á lokaári þeirra í grunnskóla er þeim
erfitt. Það hefði jafnvel verið skynsamlegra að
byrja á að leyfa áttundubekkingum að fara í
gegnum nýja einkunnakerfið og þróa það svo
upp úr.
En vita nemendur í þessu nýja fyrir-
komulagi til hvers er ætlast af þeim? Sumir
velta því fyrir sér hvernig þeir fái A?
„Það verða ekki margir sem fá A, einungis
lítill hluti nemenda sem ber af, býr yfir mjög
mikilli hæfni. Kannski mætti hugsa sér að það
að fá A sé svipað og fá 9,4 og yfir í gamla kerf-
inu, samt er það illa samanburðarhæft. Það er
mjög mikilvægt að nemendur viti hvað liggur
til grundvallar matinu; þau þurfa að vita hvað
á að meta og hvernig þau verða metin. Við
megum ekki setja þau í próf eð láta þau vinna
verkefni án þess að þau viti til hvers er ætlast,
alls ekki láta það koma þeim á óvart. Ein-
hverjir vilja fresta því að meta eftir þessu
kerfi en ég held að það verði ekki aftur snúið
héðan af. Það er búið að setja þetta á, margir
skólar komnir af stað og við verðum að gera
það besta úr þessu í vetur. Það gengur ekki að
sumir gefi bókstafi og aðrir tölustafi“
Guðlaug segir að lokum að það sé mikilvægt
að framhaldsskólarnir hugsi sína nálgun á inn-
ritun nýnema upp á nýtt.
„Við viljum hugsa um öll börnin – koma
þeim öllum áfram, ekki bara fleyta rjómann
ofan af og láta hin sitja eftir. Þrautseigir
krakkar sem náðu kannski ekki hæstu grunn-
skólaeinkunnunum enda oft á því að spjara sig
best þegar upp í mennta- og háskólann kem-
ur. Við erum með grunnskóla án aðgreiningar
og það er spurning hvað menntaskólarnir vilja
gera. Við hljótum að geta fundið leið til að
hugsa jafnvel um alla.“
GUÐLAUG STURLAUGSDÓTTIR, SKÓLASTJÓRI GRUNNSKÓLA SELTJARNARNESS
Úttekt
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015
Grunnhugmyndin á bak við nýja aðal-námskrá fyrir grunnskóla er aðbeina athyglinni að hæfni nemend-
anna og það er gott og jákvætt. En mér finnst
menn hafa annars vegar tekið allt of stór
skref í að sniðganga lýsingu á þekking-
aratriðum og ennfremur tel ég mörg af hæfni-
viðmiðum námskrárinnar allt of háleit. Þar að
auki virðast mér matsviðmið einkunnanna
vera of lík og grunar að erfitt geti orðið fyrir
kennara að úrskurða af hverju til dæmis eigi
að gefa B en ekki A,“ segir Hilmar Hilm-
arsson, fyrrverandi skólastjóri Réttarholts-
skóla.
Þótt nokkuð sé síðan Hilmar setti fram
gagnrýni á aðalnámskrá grunnskóla og svo-
kölluð hæfniviðmið sem liggja til grundvallar
nýjum hæfnieinkunnum, meðal annars í blaða-
skrifum, er gagnrýni hans og fleiri í skólakerf-
inu eitthvað sem fleiri eru að velta fyrir sér nú
í ár en kannski áður þar sem þetta nýja fyr-
irkomulag við útskrift 10. bekkinga er að kom-
ast í framkvæmd og verða að veruleika nú í
vor.
„Útfærslan á annars góðri hugmynd; að
leggja rækt við það hvernig nemendur geti
nýtt sér þekkingu sína, dregið ályktanir, rök-
stutt mál sitt, og svo framvegis; er ekki nógu
góð í þessari námskrá. Í fyrsta lagi finnst mér
hæfniviðmiðin ganga allt of langt í að snið-
ganga þekkingu og hugtök og vitneskja sem
menn eiga að kunna skil á er ekki nægilega
vel skilgreind.
Ég er ekki að tala um að þetta hefði átt
vera eins og í gömlu námskránni en hér er
gengið mun lengra en gert er til dæmis í
sænsku og finnsku námskránum. Taka má
samfélagsfræðina sem dæmi þar sem
ákveðnir meginþættir í sögu Finnlands eru
sérstaklega tíndir til. Í ís-
lensku námskránni er talað
mjög óskýrt í þessum efnum;
landnámið, sjálfstæðisbar-
áttan og fleira; það er hvergi
minnst á það. Þannig að það
er engin trygging fyrir því að
það verði samræmi í þekk-
ingu milli nemenda á veiga-
miklum atriðum.“
Hilmar segir að þar sem þó sé talað um
þekkingu sé orðalagið oft ónákvæmt. „Á ein-
um stað stendur til dæmis að í málfræði eigi
nemendur að kunna skil á helstu málfræði-
hugtökum án þess að nefna hver þau eru. Það
getur verið mikill munur á því hvaða mál-
fræðihugtök kennarar telja til þeirra helstu og
mikilvægustu. Málfræði hefur að margra áliti
verið of fyrirferðarmikil í íslenskukennslu og
hér hefði verið gott að kveða skýrar að orði.“
Annað sem Hilmar hefur gagnrýnt er
óraunhæfar kröfur sem hæfniviðmiðin gera að
hans mati til barnanna. „Þau eru mjög
hátimbruð á köflum og oft afar stórfengleg
hæfni sem krakkarnir eiga að geta sýnt. Stór-
karlalegustu dæmin er að finna í viðmiðum
fyrir dans og leiklist. Þar er lýst hæfni sem
ómögulegt er að sjá hvernig skólarnir eiga að
hafa mannskap, tíma og getu til að þróa hjá
nemendum sínum.“
Hver skóli má túlka og aðlaga aðalnámskrá
að einhverju leyti. Hilmar segir að um leið sé
henni ætlað það hlutverk að samræma það
starf sem fer fram í skólum.
„En það er hins vegar svo margt í henni
sem er loðið og kallar á túlkun að það ógnar
samræminu. Börn eru skyldug til að vera í
skólum og það hvílir á herðum löggjafans með
hvaða hætti þeirri skyldu er framfylgt. Og
með hliðsjón af því finnst manni svigrúm ein-
stakra skóla og kennara ansi mikið. Fyrir
löngu boðaði ráðuneytið útgáfu leiðbeining-
arbæklings um framkvæmd námsmats í hin-
um nýja anda. Ekkert bólar á honum.“
Aðalnámskráin hefur reglugerðarígildi og
Hilmar segir að hún þurfi eins og aðrar reglu-
gerðir að vera skýr og framkvæmanleg. Sem
dæmi um óskýrt orðalag nefnir hann að í
hæfniviðmiðum fyrir náttúrugreinar standi að
nemendur eigi að geta „greint hvernig þættir
eins og tæknistig, þekking, kostnaður og
grunnkerfi samfélagsins hafa áhrif á hvaða
lausn viðfangsefna er valin hverju sinni“. Og í
næstu klausu stendur að nemendur eigi að
geta „greint stöðu mála í eigin umhverfi og
aðdraganda þess, í framhaldi skipulagt þátt-
töku í aðgerðum sem fela í sér úrbætur“.
Hilmar gerir athugasemdir við að hér sé al-
gjörlega á huldu stöðu hvaða mála er verið að
tala um. Dæmi af þessu tagi séu fleiri.
„En gott og vel. Segjum sem svo að þetta sé
góð námskrá og framkvæmanleg og til séu
svör við öllum þeim spurningum sem vakna
við lestur hennar. – En þá stendur eftir að
innleiðingu svona umfangsmikilla og vanda-
samra breytinga í heilu skólakerfi þarf að
stýra af miklu meiri festu og með miklu meiri
stuðningi við skólana en raunin hefur orðið.
Endurmenntun kennara er þar í lykilhlut-
verki. Það eru nefnilega kennarar sem breyta
skólastarfi en ekki orð á blaði. Ég endurtek að
mér finnst grunnhugmyndin góð, en þarna er
gengið of langt, ætlast er til of mikils og leið-
beiningarnar eru ónákvæmar. Ég held að
menn gerðu rétt í því að gefa sér meiri tíma
og tryggja að menn sigli saman í gegnum
þessar breytingar, sem ég er ekki vafa um að
geta orðið til góðs ef menn vanda sig betur.“
HILMAR HILMARSSON, FYRRVERANDI SKÓLASTJÓRI RÉTTARHOLTSSKÓLA
Þekking sniðgengin og beðið um óskiljanlega hæfni
* Í fyrsta lagi finnst mérhæfniviðmiðin gangaalltof langt í að sniðganga
þekkingu og hugtök og
vitneskja sem menn eiga að
kunna skil á er ekki nægi-
lega vel skilgreind.
Munurinn á matsviðmiðunum, lýs-
ingin á A og B þykir á köflum ansi
keimlík og kennarar klóra sér nú margir
hverjir í höfðinu yfir því hvernig þeir
eigi að greina á þar á milli.
Hilmar nefnir sem nokkur dæmi um
þetta þar sem skilningur manna getur
verið æði misjafn:
vinna skipulega eða að vinna skipu-
lega og fyrirhafnarlítið
hlusta eða hlusta af öryggi
skilur vel eða skilur mjög vel
gerir sér góða grein eða gerir sér
mjög góða grein
getur greint og útskýrt á sjálfstæðan
og greinagóðan hátt eða getur greint
vel
getur notað rauntölur og reiknað af
öryggi með ræðum tölum eða getur
notað rauntölur og reiknað með ræð-
um tölum
að beita hugtökum á skýran hátt eða
að beita hugtökum á greinagóðan hátt