Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 Minning F yrir ári færði Eggert Hauksson, við- skiptafræðingur og fróðleiksmaður af húnvetnskum ættum, mér upp- lýsingar úr dagblöðum og tímaritum um vesturíslenska konu, Pearl Pálmason, sem lengi var frægur fiðluleikari í Kanada, og lék lengst af með Sinfóníu- hljómsveit Toronto og var um skeið annar konsertmeistari hljómsveitarinnar. Eggert hafði haft spurnir af því að Pearl Pálmason væri skyld mér og ég hefði hitt hana bæði hér á landi og í Kanada og kynni á henni nokkur skil. Við Pearl vorum að öðrum og þriðja að frændsemi. Faðir hennar var Sveinn Pálmason, bróðir Ingvars Pálmasonar alþingis- manns, afa míns. Þeir bræður voru Húnvetn- ingar og ólust mest upp á Ysta Gili í Langadal. Foreldrar þeirra voru Pálmi Sigurðsson af Skeggstaðaætt og Guðrún Björg Sveinsdóttir frá Ysta Gili. Þau hjón bjuggu allvíða en á Ysta Gili lentu þau í hremmingum á harðinda- og grasleysisárunum milli 1880 og 1890. Auk þess hafði Pálmi lengi verið heilsulaus og lést 1884, liðlega fertugur að aldri. Þá hófst hrakningasaga Guðrúnar, sem ég fjalla ekki um hér, en hef skrifað um þá sögu og ævi hennar alla, þótt ekki hafi það birst á prenti. Við þessar aðstæður var bót í máli að elstu synir þeirra hjóna, Pálmi Sveinn og Erlendur, voru komnir um tvítugt og því fulltíða menn að kalla, þótt önnur börnin væru yngri, þar á meðal Ingvar 11 ára og Sveinn 7 ára. Móðir þeirra gat ekki haldið fjölskyldunni saman, enda eignalaus og skuldug. Sveinn sonur henn- ar, yngsta barnið, fylgdi henni hvert sem hún fór, þar til hún andaðist södd lífdaga 1894, 55 ára gömul. Hún var þá flutt austur á Norðfjörð til sona sinna sem þangað höfðu flust og urðu þar velmegandi. Erlendur Pálmason, næst- elstur barna Guðrúnar Bjargar, fæddur 1864, fluttist nýkvæntur til Kanada árið 1887, kom sér þar vel fyrir, en dó á besta aldri, en á all- stóran niðjahóp í Kanada og Bandaríkjunum. Auk sona Ysta Gils-hjóna, sem nefndir hafa verið, var Jónas, fæddur 1870, en fjögur af níu börnum þeirra hjóna höfðu dáið í frumbernsku. Jónas Pálmason var sá eini bræðranna sem ávallt átti heima í Húnavatnssýslu, bóndi í Við- vík og á Kálfshamri, en lést á besta aldri árið 1908. Má með sanni segja að ekki hafi verið mulið undir langömmu mína um það er lauk. En nú liggur leið frásagnar minnar vestur um haf. Vesturför Sveins Pálmasonar Sveinn Pálmason var tæplega 17 ára þegar móðir hans dó. Nokkur vandi hefur mér reynst að rekja ævi hans síðustu misserin sem hann var á Íslandi. Ekkert hef ég í höndum sem bendir til að hann hafi farið til Norðfjarðar með móður sinni. Það hef ég frá dætrum hans að hann hafi verið fáorður um för sína til Kan- ada annað en það, að hann gaf í skyn, að hann hefði fyrst flust til Noregs, slegist í för með norskum útflytjendum til Kanada. Víst er að nafn hans finnst ekki í íslenskri útflytj- endaskrá. Ekki er óhugsandi að hann hafi lagt leið sína til Seyðisfjarðar um það bil sem móðir hans fluttist til Norðfjarðar. Frá Seyðisfirði voru tíðar skipaferðir til Noregs á þessum ár- um og algengt að Íslendingar notfærðu sér það. En svo mikið er víst að Sveinn Pálmason frá Ysta Gili er kominn til Winnipeg ekki síðar en 1895, þá á 18. ári, fæddur 9. október 1877. Honum hefur ekki verið fisjað saman þessum húnvetnska unglingi sem einn í för gekk þá slóð sem hann gerði. Ekki kann ég að segja frá því hvernig Sveini reiddi í fyrstu af þar vestra, hvernig hann sá sér farborða. Hins vegar vitum við frændfólk hans sitthvað um æviferil hans. Sveinn og Ingvar á Ekru, afi minn, skrifuðust á og kynn- in héldust þannig allvel. Ruby Sveinsdóttir sagði mér margt af ævi föður síns og þeirra hjóna. Af Sveini er það að segja að hann gerð- ist húsasmiður og verktaki í húsbyggingum og húsateiknari, forsmiður eins og Hörður Ágústsson nefndi byggingameistara, sem að hálfu og heilu unnu sem arkitektar. Verktaka- starfsemi hans gekk ekki áfallalaust og lauk um síðir. Að því loknu vann hann verslunar- og kaupsýslustörf, rak m.a. matvöruverslun í fé- lagi við aðra á góðum stað í Winnipeg og átti góð viðskipti við landa sína sem þar bjuggu. Árið 1907 kvæntist Sveinn Pálmason Gróu Sveinsdóttur frá Kletti í Reykholtsdal. Hún var þá 25 ára, Sveinn þrítugur. Hún lést árið 1951, 69 ára að aldri. Sveinn andaðist þremur árum síðar, 77 ára gamall. Hjónaband þeirra var far- sælt. Gróa var af þekktum borgfirskum ættum. Ræktu þær systur, Ruby og Pearl, vel borgfirska frænd- semi sína og gerðu sér títt um móðurætt sína. Í minningargrein í Lögbergi 31. maí 1951 um Gróu segir að hún hafi flust til Kanada 1899, 17 ára gömul, en ekki er getið ástæðu þeirrar ferðar til svo fjarlægs lands né hvort hún var þar í venslamannahópi. Gróu er svo lýst að hún hafi verið fríð kona, björt á hár og hörund og glæsileg, glaðvær og félagslynd. Einhver sagði mér, að Gróa hefði verið snör í snúningum og talsvert farið fyrir henni, en maður hennar rólyndismaður í dag- fari og hvorki datt af honum né draup. Því var bætt við í mín eyru að Gróa hefði elskað mann sinn heitt og vissi engan honum fremri. Heyrði ég af vörum fólks vestra, sem þekkti Svein og Gróu, að þau höfðu á sér gott orð og börn þeirra talin afbragðsfólk að gáfum og mynd- arskap. Gróa Sveinsdóttir og Sveinn Pálmason eign- uðust fjögur börn. Elstur var Pálmi fiðluleikari og tónlistarkennari í Winnipeg, næstelst var Valgerður Ruby, kona Arthurs Dawson námuverkfræðings í Calgary. Þriðja barnið var Guðrún Pearl, fiðlusnillingur, sem hér kemur mest við sögu, og loks Stefán Douglas, læknanemi, sem féll í Evrópu í heims- styrjöldinni síðari, rúmlega tvítugur að aldri. Íslenska var lengst af heimilismál Gróu og Sveins. En enska var fjölskyldunni jafntöm, ekki síst börnunum, og ráðandi tungumál flestra þegar fram í sótti. Þegar ég hitti Pearl fyrst 12 ára drengur á Norðfirði 1938, talaði hún við okkur frændfólk sitt á íslensku svo að í engu skeikaði. Löngu síðar þegar fundum okk- ar bar saman vestra, hafði hún mjög týnt niður íslenskunni. Hið sama átti við um Ruby. Þær skildu íslensku, en treystu sér ekki til að tala málið, enda eru fáir til lengdar tvítyngdir í eig- inlegum skilningi. En málkunningjar mínir í Winnipeg höfðu á orði um Pálma Sveinsson að hann hefði alla tíð verið vel mæltur á íslensku og allra manna skemmtilegastur þegar hann sagði gamansögur á Winnipeg-íslensku. Hann var fjölgáfaður og mikill húmoristi sem náði hljóði úr hvers manns barka. Þetta voru nokkur orð um ættir og uppruna Guðrúnar Pearl Sveinsdóttur, sem fædd var í Winnipeg af íslensku foreldri 2. október 1915, en verður hér nefnd Pearl Pálmason. Hún var ósvikinn Íslendingur að ætt, en var vitaskuld kanadískur borgari og bar kanadískt nafn sitt og nafnfrægð með rentu. Tónlistarferill Pearl Pálmason Líf Pearl Pálmason frá ungum aldri var helgað tónlist með markvissu námi í fiðluleik frá því heima hjá Pálma bróður sínum. Hann var nokkrum árum eldri og lagði stund á fiðlunám og var kominn vel á veg þegar hann fór að segja 9 ára systur sinni til. Pearl sýndi þegar framúrskarandi næmi á tónlist og færni í fiðlu- leik. Þegar á forskóla- aldri naut hún almennr- ar tónlistarfræðslu hjá Ólafi Þorsteinssyni, vin- sælum tónlistarmanni í Manitoba, sem þekkt- astur er fyrir lag sitt Gimlivalsinn, sem enn er sunginn við ýmis tækifæri vestra, enda söngvænt lag. Pearl var kært að minnast þessara fyrstu tónlistarkenn- ara sinna sem lögðu grunn að því sem hún varð. Ellefu ára hnáta lék hún fyrst á opinberum tónleikum með Pálma. Varð mörgum þá ljóst að þar var á ferð efni í góðan fiðluleikara. Ári síðar hlaut hún sérstök silfurverðlaun á loka- tónleikum fornáms síns í Winnipeg. Þessi verð- launaveiting var sérstakur heiður, sem aðeins útvöldum hlotnaðist og var vegabréf til lang- skólanáms í hljóðfæraleik, enda stóð ekki á því að sú braut lægi henni opin. Í stuttu máli beið hennar samfelldur og glæsilegur námsferill undir handleiðslu heimskunnra snillinga í To- ronto, London og New York. Snemma tók hún þátt í tónleikum víðsvegar og var henni tekið sem mikilhæfum fiðluleikara og einleikaraefni á námsárum. Því miður vant- ar mig nánari upplýsingar en Pearl kom oft fram sem einleikari á fiðlu og með samleik við aðra. Hef ég vitneskju um að þau Ragnar H. Ragnar léku saman á fiðlu og píanó á þeim ár- um, sem leiðir þeirra lágu saman vestra. Ragn- ar er kunnur sem tónlistarfrömuður á Ísafirði, en hann var einnig virkur og virtur tónlist- armaður á Íslendingaslóðum í Kanada og Bandaríkjunum meira en aldarfjórðung og mat Pearl mikils. Hitt er annað mál að Pearl ákvað snemma að keppa ekki svo mjög að einleik- arastarfi, því að hún sá fram á sífelld ferðalög stað úr stað og vildi heldur einbeita sér sem hljómsveitarfiðlari. Í samræmi við það gekk hún til liðs við Sinfóníuhljómsveit Toronto árið 1942 eftir aðalnám sitt í London og annan und- irbúning fram til þess tíma. Meginlífsstarf hennar var þá markað. Hún bast Toronto- hljómsveitinni svo náið að starf hennar þar stóð full 39 ár eða 40 starfsannir frá 1942 til 1981. Einn atburður er oft talinn hin stóra stund í lífi hennar, er hún kom fram sem einleikari í Town Hall í New York árið 1948, þá fullþroska og reyndur fiðluleikari. Sá heiður sem þetta var tengdist vafalaust því að fyrirfarandi miss- eri hafði hún verið í framhaldsnámi hjá dr. De- metriusi Dounis, sem þá var einn helsti stór- jaxlinn í tónlistarheimi New York borgar. Önnur stór stund í lífi Pearl var þegar hún lauk 40 ára starfsferli hjá Toronto-sinfóníunni með kveðjutónleikum þann 9. ágúst 1981, og uppskar langvinnt og dynjandi lófatak 10.000 þakklátra árheyrenda sem allir risu á fætur. Þá var hún hálfsjötug, en í fullu starfsfjöri. Þótt hún hætti þá störfum, gat hún unað vel við minningarnar og hið góða orð sem hún ávann sér sem framúrskarandi hljóðfæraleik- ari. Árum saman hafði hún verið annar kons- ertmeistari hljómsveitarinnar og iðulega gegnt starfi konsertmeistara. Auk þess var hún í miklum metum í listalífi Toronto og heiðruð margvíslega fyrir störf sín. Fjarri fór að Pearl settist í helgan stein að loknum nær fjórum áratugum með sinfóníu- hljómsveitinni. Hún átti enn eftir langt og merkilegt starfstímabil. Einbeitni hennar, framtakssemi og atorka fékk með sanni að njóta sín. Stofnaði hún eigin hljómsveitir, jafn- framt því sem hún gekk til liðs við starfandi hljómsveitir, stórar og smáar, á ýmsum stöð- um, leiðbeindi og kenndi. Hún stofnaði m.a. strengjatríó og strengjakvintett og nefndi eftir sínu íslenska heiti Perla tríó og Perla kvintett, svo ég noti íslenska stafsetningu út í gegn! Um tíma var hún konsertmeistari ungrar sinfóníu- hljómsveitar í Oakville, nágrannaborg Toronto. Oakville er raunar þekkt menningarborg, tölu- vert fólksfleiri en Reykjavík og dæmi um að listir geta þróast víðar en í heimsborgum. Þess er vert að minnast að Pearl Pálmason stundaði tónlistarkennslu meira og minna alla ævi og fram kemur í heimildum mínum, að hún var farin að kenna á fiðlu 15 ára gömul. Hún var ætíð virk í félagssamtökum tónlistar- manna í Toronto. Um skeið var hún formaður The Toronto Haliconian Club, sem er félag kennara sem starfa á fjölþættu sviði lista þar í borg. Yfirleitt þótti Pearl félagslynd og vin- Var allur leikur hennar myndugur FIÐLULEIKARINN PEARL PÁLMASON VAR FÆDD Í WINNIPEG AF ÍSLENSKU FORELDRI 2. OKTÓBER 1915. HÚN VAR ÓSVIKINN ÍSLENDINGUR AÐ ÆTT, EN VAR VITASKULD KANADÍSKUR BORGARI OG BAR KANADÍSKT NAFN SITT OG NAFNFRÆGÐ MEÐ RENTU. INGVAR GÍSLASON FYRRVERANDI MENNTAMÁLARÁÐ- HERRA REKUR HÉR SÖGU FIÐLULEIKARANS. Pearl Pálmason í blóma lífsins. * Fjarri fór að Pearlsettist í helgan steinað loknum nær fjórum áratugum með sinfóníu- hljómsveitinni. Hún átti enn eftir langt og merki- legt starfstímabil.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.