Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 10
* Já ok, við erum sem sagt hætt við að vera fjármála-miðstöð eins og Sviss en ætlum að vera efnahags-legur máttarstólpi eins og Dúbaí. Hvaða ár er aftur? Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 UM ALLT LAND FLJÓTSDALSHÉRAÐ Bæjarráð hefur ákveðið að semja við Rafey varðandi ek Sv vin að t við l sem við i ÁRBORG Biðskýlum á stoppistöðvum strætó í Árborg fjölgaði um tvö í vikunni þegar framkvæmda- og veitusvið Árborgar kom fyrir biðskýlum á tveimur stöðum, annars vegar við Tryggvagötuna, á móts við Fjölbrautask Suður en h in AKRANES Fyrr á þessu ári flutti Bifr nýtt og glæsilegt húsnæði miðjuvelli á Akranesi. Skessuhorn se á því að nú hafi nýja flutningamiðstöð gið n Hvítanes, í minningu hjóna Þórðarsonar og Sigríðar G Þau bjuggu á Hvítanesi við á Akranesi og stofnuðu fy 1927. Húsið er 1.690 ferm og var fullbúið í apríl.Afko og Sigríðar í beinan karlle bifreiðastöðina í dag. HÓLAR Í HJALTADAL Hinn landskunni hestamað hrossarækt, Kristinn Huga áðinn forstöðumaður Sögusetur Verkefni Kristins verður fy a. að vinna að framtíðarstefnumótun fyri tjið, afla styrk a il að tryggja reksturinn til fra Sérstök áhersla verður á að undirbúa aðko etursins að landsmóti hestamanna á Hólum 2016 g g gnna við reinin u o flokkun á ljósmyndasafni s rursins sem er mikið að vöxtum og þa koma í varanlega geymslu. Nýting vatnsafls á sér langasögu á bænum Skarði íDalsmynni, nyrst í Fnjóskadal fyrir norðan. Jóhann Bessason bóndi þar hófst handa ár- ið 1875 við gerð mikillar áveitu úr lindunum norðan við bæinn, rafstöð var fyrst byggð árið 1929 og er stöðvarhús hennar elsta mannvirki sem enn stendur á bænum. Önnur slík var byggð 1959 og er enn í notkun. Áveita Jóhanns náði að lokum til allra túna á bænum og var hún án efa mikilvæg forsenda fyrir hinu mikla búi sem hann hafði á þeim tíma, að sögn afkomenda hans. Kornmylla „Langafi byggði kornmyllu við áveitulækinn og markar sú fram- kvæmd upphaf nýtingar vatnsorku á Skarði. Ekki er vitað hvaða ár myllan var byggð en líklegast hefur það verið um 1890,“ segir Jóhann Skírnisson flugstjóri, langafabarn nafna síns. Jón bóndi Jóhannsson, Bessasonar, byggði rafstöðina í Skarðsá 1929 með það að markmiði að raflýsa bæinn auk þess að fá orku til eldunar og upphitunar. Skírnir sonur hans, sem fæddur var á Skarði árið 1928 og bjó þar allan sinn aldur, sagði börnum sínum, sem nú eiga jörðina, að slík ofurtrú hefði verið á rafmagninu að föður hans var sagt að öll eldstæði, hvort heldur var til upphitunar eða eld- unar, yrðu óþörf þegar rafmagnið kæmi. „Stór kolaeldavél sem var í eld- húsinu og jafnframt notuð til upp- hitunar í framhúsinu svokallaða sem byggt var 1893-94 var því fjar- lægð áður en reynsla var komin á rafmagnið,“ segir Jóhann Skírn- isson. Rafmagnið reyndist síðan bæði ótryggt og lítið, aðeins 5 kW en líklega hafa menn gert ráð fyrir um 8 kW sem var stærð rafalsins. Kolaeldavélin var því fljótlega sett á sinn stað aftur og þá við hlið nýju rafmagnseldavélarinnar. Var upp- hitun á Skarði því með þessum hætti þar til byggt var nýtt hús 1939. „Það hús var frá upphafi með bæði rafhitun og kolakyntri mið- stöðvarhitun,“ segir Jóhann. Vatnsvegurinn forsendan Skírnir, sem lést 2007, sagði svo frá að veituskurðurinn sem afi hans hlóð á sínum tíma; í daglegu tali kallaður Vatnsvegurinn, hefði í raun verið forsendan fyrir því að hag- kvæmt þótti að virkja Skarðsá árið 1929. Hann varð þá veituskurður að inntaki virkjunarinnar sem enn stendur í Gilinu. Vélbúnaður virkjunarinnar kom með skipi til Akureyrar. Sigþór bróðir Jóns starfaði hjá Rafveitu Akureyrar, hann tók rafalinn í sundur þvoði hann og hreinsaði svo vandlega að hann var enn í fínu lagi um 1963 þegar hann var seldur í Háls í Öxnadal. Ekki var gangráður á þessum fyrstu rafstöðvum og var spennunni því handstýrt eftir stórum mælum í eldhúsinu á þann hátt að hafður var stór vatnspottur á eldavélinni og þá ýmist hækkað eða lækkað undir pottinum eftir því sem notkunin breyttist! Kynntist húsfreyjan þá fyrst þeim lúxus að hafa ávallt að- gang að heitu vatni í eldhúsinu. Rafmagnið hafði gríðarleg áhrif á líf fólksins og markaði skörp skil á milli þeirra sem þess nutu og hinna sem urðu að láta sér nægja draum- inn um upplýsta tilveru, ef þannig má taka til orða. Jóhann Skírnisson segir að ein- hverju sinni hafi unglingur á heim- ilinu spurt ömmuna, Sigrúnu Guð- mundsdóttur, eiginkonu Jóns Jóhannssonar, þá háaldraða; og hafði hún lifað alla tæknibyltingu 20. aldarinnar, hvað henni þætti nú merkilegast hafa gerst í tækni á hennar ævi. Ungmennið átti von á að amma minntist á flugvélar, sjón- varpið eða traktora en sú gamla svaraði án umhugsunar: „Það var þegar rafmagnið kom, þá fékk ég hrein ljós og heitt vatn,“ og segir Jóhann að amma hans eigi þar við þegar rafljósið kom í stað olíu- lampanna. Rafmagnið færði fókinu birtu og yl í híbýlin, heitt vatn og fréttir samdægurs eftir að útvarpið kom til sögunnar. Heimarafstöðvar voru upphafs- stig rafvæðingar sveitanna. „Skarð var framarlega í þeirri rafvæðing- FNJÓSKADALUR Upplýst tilvera í sveitinni ÞEIR SEM EKKI ÞEKKJA ANNAÐ EN OFGNÓTT RAFMAGNS EIGA EFLAUST ERFITT MEÐ AÐ GERA SÉR Í HUGARLUND HVÍLÍK BYLTING VARÐ ÞEGAR HEIMARAFSTÖÐVAR VORU BYGGÐAR TIL SVEITA Á FYRRIHLUTA 20. ALDARINNAR. BÆRINN SKARÐ Í DALSMYNNI ER GOTT DÆMI UM ÞAÐ. Skírnir heitinn Jónsson, bóndi á Skarði í Dalsmynni, og Gamli rauður, eins og traktorinn var jafnan kallaður af heimafólki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.