Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 22
Skemmtilega innréttuð borðstofan er samliggjandi rúmgóðu eldhúsi og þaðan er útgengt á svalir. É g hef lengi haft mikinn áhuga á fallegri hönnun og eftir að ég lauk íþróttaferli mínum í handboltanum gafst mér tími til að sinna hönn- unaráhuganum. Ég hef alltaf þurft að hafa nóg fyrir stafni og þar sem það fór alltaf meiri og meiri tími hjá mér í að liggja inni á helstu hönnunarsíðunum var bara næsta skref að opna netverslun,“ útskýrir Dagný sem rekur netverslunina www.reykjavikbutik.is ásamt tví- burasystur sinni Drífu, en versl- unin fagnar eins árs afmæli sínu um þessar mundir. Dagný segir heimilisstílinn stíl- hreinan, skandinavískan, bjartan og hlýlegan. „Ég vil hafa fáa vel valda hluti í kringum mig, enga vitleysu. Í bland við stílhreinan stíl er ég orðin veik fyrir alls kyns plöntum, mér finnst plönturnar lífga svo upp á heimilið en það er svo annað mál hversu lengi ég næ að halda þeim lifandi.“ Aðspurð hverju sé mikilvægt að huga að við innréttingu heimilisins segir Dagný lýsingu skipta miklu máli ásamt því að hafa frekar fáa vel valda hluti á heimilinu en hún sækir meðal annars innblástur á pinterest, instagram og í tímarit. „Ég er dugleg að breyta og bæta við dóti inn á heimilið, en í leiðinni næ ég að losa mig við það gamla sem ég er orðin leið á. En númer eitt tvö og þrjú er að láta þinn stíl skína í gegn,“ bætir hún við. Dagný segist aðallega versla til heimilisins í Epal og Ilvu og svo er hún mikið með vörur úr eigin net- verslun, Reykjavikbutik, á heim- ilinu. „Auk þess er einn og einn gullmoli sem ég hef tekið með mér frá útlöndum … manninum mínum til mikillar skemmtunar.“ Aðspurð hvað sé á óskalistanum inn á heimilið segir Dagný það vera sófa og fallegt málverk. „Við þurfum stóran sófa því hús- ið okkar er eins og félagsmiðstöð, okkur hjónunum til mikillar ánægju.“ Morgunblaðið/Styrmir Kári GLÆSILEGT HEIMILI Í GARÐABÆ Hlýlegur heimilisstíll DAGNÝ SKÚLADÓTTIR, FERÐARÁÐGJAFI HJÁ ICELANDAIR OG EIGANDI VEFVERSLUNAR- INNAR REYKJAVIKBUTIK.IS, BÝR ÁSAMT EGINMANNI SÍNUM OG ÞREMUR BÖRNUM Á BJÖRTU HEIMILI Í GARÐABÆ SEM EINKENNIST HELST AF SKANDINAVÍSKUM STÍL OG HLÝLEIKA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ro-hægindastóllinn frá Fritz Hansen er í sérstöku eftirlæti hjá Dagnýju og á hún þar notalegar stundir með yngstu dóttur sinni. Falleg uppröðun smáhluta í forstofunni, sem er einstaklega hlýleg. Dagný ásamt þriggja mán- aða dóttur sinni en þær mæðgur hafa það notalegt saman í fæðingarorlofi um þessar mundir. Notalegt horn í stofunni. Notknot- púðinn kemur vel út í Eames-ruggustól. Tekkstóllinn kemur vel út í notalegri forstofunni. Fallegur kertaarinn nýtur sín vel út í borðstofunni og skapar afar notalega stemningu. Heimili og hönnun Ljósmynd/Falk Kruger *5. október næstkomandi er alþjóð-legur dagur arkitektúrs og af því tilefnibýður Arkitektafélag Íslands á opinnfund frá kl. 16-18 í Hannesarholti,Grundarstíg 10, Reykjavík.Á dagskrá verða nokkur erindi umvistvæna hugsun í manngerðu um- hverfi. Þá er frítt inn og allir velkomnir. Opinn fundur á degi arkitektúrsins
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.