Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 34
Tíska AFP *Hönnuðurinn Ralph Lauren, 75 ára, tilkynnti í vik-unni að hann ætlaði að segja af sér sem forstjóritískuhússins sem hann stofnaði, Ralph Lauren.Stefan Larsson, sem áður var forstjóri Old Navy,mun taka að sér stöðu Laurens. Ralph Lauren mun þó áfram sitja sem formaður og yfirmaður hönnunardeildar tískuhússins. Ralph Lauren kveður forstjórasætið H vað er það sem heillar þig við tísku? Ég hef alltaf heillast af fötum og tísku, hvernig manneskjan getur nýtt sér föt til að koma persónuleika sínum og smekk á framfæri. Það heillar mig hvað hún er fjölbreytt og kemur fram í mis- munandi myndum. Svo er líka bara mjög áhugavert fyrirbæri hvernig hún mót- ast af sögunni og því sem er í gangi í heiminum hverju sinni. Fyrir mér væri heimurinn mjög daufur án tísku. Ef þú þyrftir aldrei að kíkja á verðmiðann, hvaða flík eða fylgihlut myndirðu kaupa? Ég myndi vera sjúklega ópraktísk og kaupa mér haute couture flík, helst kjól, frá Givenchy. Sem ég myndi svo að sjálfsögðu aldrei tíma að fara út í, heldur bara standa í heima og dást að honum í speglinum. Áttu þér uppáhalds hönnuð? Ég myndi segja að það væri jafntefli á milli Phoebe Philo hjá Céline og Iris Van Herpen. Céline gæti fyllt fataskápinn minn af fötum sem ég myndi nota endalaust og Iris Van Herpen gerir ótrúlegustu hluti með öðruvísi efnum í fatnað, eins og t.d. málma sem mér finnst mjög áhugavert. Annars finnst mér líka mjög margir hérna á Íslandi gera góða og fallega hluti eins og t.d. Sigga Maija, Guð- mundur Jörundsson og Magnea. Ætlar þú að fá þér eitthvað sérstakt fyrir veturinn? Ég ætlaði að fjárfesta í stórri ullarkápu en þar sem ég er í yfirhafnakúrs í skól- anum þá ákvað ég að gera bara draumakápuna fyrir mig sjálf, svo þetta er í vinnslu. Hvað er þitt uppáhalds tískutrend þannan veturinn? Ég er ekki mik- ið fyrir að eltast við trend en veturinn er uppáhalds tíminn minn hvað varðar föt því að mér finnst ekkert betra en að vera í mörgum lögum af fallegum fötum. Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Kannski ekki beint mottó en það sem ég hef bak við eyrað varðandi fötin sem ég vel mér er frekar að kaupa sjaldnar en þá velja vandaðan og vel gerðan fatnað þegar ég splæsi. Áður fyrr var það kannski græðgi sem stýrði kaupunum hjá mér og ég keypti mér meira magn og þá oft ódýrari föt sem entust ekki lengi en í dag eru það gæðin sem skipta mig mestu máli. Hvert er þitt eftirlætis tísku-tímabil og hvers vegna? Ég á erfitt með að gera upp á milli 1970-80 og 1920-1930. 20-30 fyrir kjólana, perlurnar, fjaðr- irnar og glamúrinn sem fylgdi flapper-stílnum og 70-80 fyrir formin, rúskinnið, munstrin, blúndurnar og tónlistina. Ég er Fleetwood Mac fíkill. Hvernig myndir þú lýsa þínum fata- stíl? Það sem höfðar mest til mín í fatnaði er að hann sé vandaður og vel sniðinn, helst úr einhverjum gæðaefnum líka. Yfirleitt er litapallettan í dekkri kantinum hjá mér sjálfri en innra með mér býr litaglöð manneskja sem brýst helst fram í því sem ég hanna, þar eru litirnir. Hvað kaupir þú þér alltaf þótt þú eigir nóg af því? Það eru rúllukragabolir eða peysur. Ef það er rúllukragi á því þá eru svona 85% líkur á að ég kaupi það. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Ég myndi segja franska söng- og leikkonan Françoise Hardy, bæði á sínum yngri árum í kringum 1965 og í dag, alveg ótrúlega flott kona í alla staði. SAUMAR DRAUMAKÁPUNA SJÁLF María Nielsen velur vandaðan og vel sniðinn fatnað. Morgunblaðið/Golli Heimurinn væri daufur án tísku MARÍA NIELSEN NEMANDI Á ÖÐRU ÁRI VIÐ FATAHÖNNUNARDEILD LISTAHÁSKÓLA ÍSLANDS, HEFUR ALLA TÍÐ HEILLAST AF TÍSKU. MARÍA SEG- IR VETURINN SÍNA UPPÁHALDS ÁRSTÍÐ HVAÐ VARÐAR FÖT ÞVÍ ÞÁ GEFST HENNI FÆRI Á AÐ KLÆÐA SIG Í MÖRG LÖG AF FALLEGUM FATNAÐI. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is María heillast mikið af rúllukragabolum og peysum. María segist vera mikill Fleetwood Mac fíkill. Franska söng- konan Françoise Hardy árið 1970. María heldur upp á hönnun Phoebe Philo hjá Celine. Úr vetrarlínu Iris Van Her- pen fyrir veturinn 2015/2016.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.