Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 HEIMURINN SÝRLAND Rússar rlandi muni geta stloftárásir þeirra í Sý ánuði, að sögn áhrifamikilsyfir í þrjá til fjóra m vu á föstudag. Sjálfirþingmanns í Mosk ásirnar beinist aðallegasegja Rússar að ár is íslams, IS, en vestrænir hegegn sveitum Rík n segja að ist einkum vera aðrir hóparskotmörkin virð ppreisnarmanna sem Bashar al-Assad ý Rússar styðja. afa um hhBandaríkjamenn og Frakkar á IS-liða í ra ogða gnandi. Nú óttast margira til árekst andi.na flugl bardaga milli vestræ BANDA WASHIN O ki ðist á fimmtudag ð s a á fó Umpquca-háskóla u cer t upHann er talinn hafa t i.3.000 nemendur eru . Bsinn síðan í ágúst að g u hn yrforseti hvatti til þes KKM O T jSt órnvöld í að badag vera að íhuga dinja í lanænskra fyrirtæk a við sjálfs ahara er sunn uðlindir.gur að Atlantshafi eirraeru liðlega hálf m eftkó lagði landið u kurðaðn íadó amtakaVop SVÍÞJÓÐ STOKKHÓLMI skirSæn m stvísindamenn hafa ko aðað þeirra niðurstöðu líkamshæð skipti mikl a ámáli varðandi hættun fá krabbamein. Könn n mæld.Varvoru gögn um 5,5 mill niðurstaða a sem bættustn að fyrir h við hæð ju 11% hjá körlum og kirorsa krabbamei di eftirvísl einstakling kil áhrif líkam Alls búa 215 manns í Gallifa í Katalóníu en þeir lýstu yfir sjálfstæði frá Spáni fyrir nokkrum árum. Þáverandi bæjarstjóri, Jordi Fornas, af- henti Katalóníu skatttekjur þorpsins, um 1600 evrur, ekki stjórnvöldum í Madrid. Þau svöruðu m.a. með því að rifja upp gömul lög og krefjast þess að spænski fáninn, ekki sá kata- lónski, yrði látinn blakta í Gallifa. Fornas lét þá hengja up fána á stærð við lítinn farsíma. „Lögin segja ekkert um stærð- ina,“ sagði hann. Hugmyndin um þjóðríkið erfjarri því að vera dauð,það hljóta flestir að viður- kenna núna. Skoskir sjálfstæðis- sinnar töpuðu að vísu atkvæða- greiðslunni í fyrra en mikill árangur þeirra varð vatn á myllu margra annarra slíkra í Evrópu. Vonir kviknuðu. Of sterkt er sennilega að nota orðið skelfingu til að lýsa viðbrögðum margra ráðamanna í álfunni við auknum krafti sem hlaupinn er í sjálfstæð- iskröfur einstakra héraða, en margir hafa áhyggjur. Rifjað er upp að öfgafull og herská þjóð- ernisstefna hefur stundum kveikt í gömlu og hálfgleymdu tundri. Hér verður ekki einu sinni reynt að skilgreina hvað sé þjóð og hvað ekki þjóð. En sjálfstæðishreyfingar í Evrópu eru um margt ólíkar. Sumar eru aðallega skipaðar vinstrisinnum og bera þess keim, aðrar hægrisinnum. Hjá sumum er kveikjan krafa um aukið lýðræði innan Evrópusambandsins. Andlit- in eru mörg, sum frjálslynd, um- burðarlynd, önnur boða ákafa þjóðrembu og jafnvel rasisma. Og inn í þetta allt spilar svo tíðarandi uppreisnar þar sem hefðbundnir stjórnmálaflokkar fá á baukinn. Og minnstu munaði að meiri- hluti Katalóna á Spáni greiddi flokkum sjálfstæðissinna atkvæði sitt nýverið. Stjórnvöld í Madrid hafa brugðist við sjálfstæðisþrá margra Baska með því að láta þá hafa aukið sjálfsforræði í eigin málum. Minna ber því á þessum kröfum núna og hryðjuverka- samtökin alræmdu, ETA, eru að mestu hætt að sprengja. En sjálf- stæðishreyfingar starfa líka í Gal- isíu og jafnvel Andalúsíu. Ótti manna í Madrid við að Spánn gæti klofnað í mörg brot er ekki ástæðulaus. Sumir vilja sameinast öðru ríki. Transdnéstría er að- allega byggð Rússum og íbúarnir vilja sennilega fæstir vera hluti Moldóvu, vilja verða rússneskir borgarar þótt móðurlandið sé langt í burtu. Á Kýpur hafa tyrk- neskumælandi menn í norðurhlut- anum lýst yfir sjálfstæði frá Kýp- ur, aðeins Tyrkland viðurkennir þetta nýja ríki. Taflinu er ekki lokið í rústum gömlu Júgóslavíu. Í sumar hótuðu ráðamenn í Serbneska lýðveldinu, sem er hluti af sambandsríkinu Bosníu-Hersegóvínu, að efna til þjóðaratkvæðis um sjálfstæði. Sjálfstæði og þó … ESB var upphaflega sam- starf sjálfstæðra þjóðríkja en afstaðan gagnvart að- skilnaðarhreyfingum í einstökum aðildarríkjum hefur ávallt verið blendin. Út á við hefur verið mælt gegn þeim, ella hefðu heyrst ramakvein í London, París, Madrid og Róm. En fram- kvæmdastjórnin hefur samtímis lagt áherslu á að héraða- og sveitarstjórnir fengju beinan að- gang að kjötkötlunum í Brussel. Opinbera stefnan, nálægðarreglan svonefnda, segir að heppilegast sé að ákvarðanir sem snerta aðallega hagsmuni einstakra héraða og svæða séu teknar af íbúum þar – stefna sem getur stundum gengið þvert gegn stefnu ríkisstjórnanna. Oft er um að ræða fámenna sjálfstæðishópa. Ekki munu margir Bæjarar enn vilja að fjölmennasta sambandsríki Þýskalands skilji við ríkið en þeir eru samt til. Í Belgíu er hins vegar stærsti flokkurinn nú þjóðernisflokkur Flæmingja sem margir vilja sjálfstæði. Margir frönskumælandi Vallónar vilja líka sjálfstæði. 37% fólks á Bretaníu- skaga í Frakklandi kalla sig Bre- tóna fremur en Frakka og nær fimmti hver kjósandi valdi sjálf- stæði í könnun árið 2013. Fleiri dæmi má nefna. Bæði á Korsíku og Sardiníu eru aðskiln- aðarhreyfingar, á fyrrnefndu eyj- unni er lítill sjálfstæðishópur sem öðru hverju sprengir til að láta heyra í sér, á þeirri síðarnefndu vilja margir ríkjasamband við Sviss. Dæmi um gamalt vandamál er Suður-Tíról sem varð hluti Ítal- íu 1918 þótt nær allir íbúar væru þá þýskumælandi. Í nýlegri könnun sagðist nær helmingur Suður-Tíróla vilja að- skilnað frá Ítalíu. Efnahagsmálin hafa sín áhrif: Héraðið, sem nú hefur verulega sjálfsstjórn, er eitt af þeim auðugustu á Ítalíu. Eins og í öðrum norðlægum héruðum Ítalíu, þ. á m. Feneyjum og Lang- barðalandi, vilja margir losna úr faðmlögum við fátæk héruð í suðri. Nýjum Evr- ópuþjóðum gæti fjölgað STAÐBUNDNAR HREYFINGAR UM AUKIÐ SJÁLFSFORRÆÐI EÐA FULLT SJÁLFSTÆÐI ERU MARGAR Í EVRÓPU EN HAFA FLESTAR VERIÐ FÁMENNAR. SÍÐUSTU ÁRIN LEIKA ÞÆR HINS VEGAR MUN STÆRRA HLUTVERK, EINKUM Í SKOT- LANDI EN EINNIG Á ÍTALÍU OG SPÁNI. Jordi Fornas VAGGA SJÁLFSTÆÐIS? Sjálfstæðishreyfingar í Evrópu Skotland Bretlandi Flæmingjaland Belgíu Transdnéstría Moldóvu Abkasía Georgíu Norður-Ossetía Rússlandi Téténía Rússlandi Nagorno-Karabakh Aserbaídsjan Kúrdistan Tyrklandi, Írak & Íran Bæjaraland Þýskalandi Suður-Tíról Ítalíu Korsíka Frakklandi Sardinía Ítalíu Serbneska lýðveldið Bosníu & Hersegóvínu Hersegóvína - Bosnía Bosníu & Hersegóvínu Kósóvó &Metohía Serbíu Norður-Kýpur Tyrklandi Vallónía BelgíuBretaníaFrakklandi Galisía Spáni Baskaland Spáni Katalónía SpániAndalúsía Spáni Grunnkort: freevectormaps.com Heimild:The Guardian * Aldrei ætti að láta nokkra þjóð eða þjóðarbrot vera gegnvilja sínum þátttakandi í stjórnmálalegu samstarfi.Ludwig von Mises, austurrískur hagfræðingur.AlþjóðamálKRISTJÁN JÓNSSON kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.