Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 28
CREPES MEÐ RÆKJU- OG SVEPPA- FYLLINGU Fylltar pönnukökur voru líkt og hjá nágranna- þjóðum okkar kallaðar Crepes á 8. áratugn- um þegar þær urðu vinsælar. Ýmsar fyllingar voru settar inn í ósætar pönnukökur og yfirleitt bakaðar í ofni. Þessi uppskrift er úr Vikunni árið 1975. Deig 3 egg 1 tsk. salt 3 dl hveiti 6 dl undanrenna ½ dl bráðið smjörlíki Búnar eru til pönnukökur á venjulegan hátt og látnar kólna. Fylling 3 msk. smjör 3 msk. hveiti 2 dl mjólk 2 dl rjómi ½ dl. rækjusoð 1-2 dl sveppasoð 1 msk. chilisósa 2-3 msk. majónes 200 g sveppir ca. ½ kg af óhreinsuðum rækjum, þær soðnar í 3 dl af vatni og soðið síað. Bakið upp jafning og þynnið með vökv- anum. Blandið saman sneiddum sveppunum og að síðustu rækjunum, en látið krauma í ca 7 mínútur, áður en rækjurnar eru settar úti. Setjið síðan jafninginn á pönnukökurnar og rúllið þeim saman. Raðið þeim á eldfast fat og setjið smjörbita á hverja pönnuköku. Bak- ið við 250°C í 15-20 mínútur. Þegar pönnukökur urðu matur Í hverri einustu uppskriftabók, tímariti og dag- blaði sem fjallaði um mat var nær alltaf gefin uppskrift að kartöflusalalti. Matarbloggarar þessa lands hafa verið iðnir síðustu misserin við að gefa uppskriftir að slíku kjarnameðlæti. Hér er uppskrift sem birtist í Vikunni árið 1976: 8 kartöflur 2 dl sýrður rjómi ½ dl majónes 2-3 tsk. sinnep 2 msk. kaperskorn 1 msk. fínt saxaður laukur 1-2 litla radísur, skornar í þunnar sneiðar smávegis steinselja, fínt skorin Sjóðið kartöflurnar og kælið vel. Skerið í sneiðar þegar þær eru orðnar kaldar. Blandið sýrða rjómanum, majónesinu og sinnepinu vel saman í skál. Bætið kartöflunum, kaperskornunum, lauk, radísum og steinselju varlega saman við. Einkar gott með kótelettum að sögn vikublaðsins. Endurkoma kartöflusalatanna 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 Matur og drykkir Ananas varð vinsæll ávöxtur á 8. ára- tugnum og í íslensku dagblaði var fólki kennt hvernig átti að skera hann, þræða upp á spjót með rækjum, baka ananaskökur og búa til ananassalat. Sérlega spennandi þótti fólki að bæta ananasnum í alls kyns pott- og kjötrétti. Hér er uppskrift að súr- sætu svínakjöti sem birtist í Heim- ilistímanum árið 1976: 600 g magurt svínakjöt 2 msk. hvítvín 6 msk. sojasósa, 2 msk. hveiti 2 msk. maísenamjöl 2 rauðar paprikur 125 g laukur 1 stk. 150 g ananas, 4 msk. olía engifer eftir smekk 150 g rækjur 5 msk. sykur 3 msk. edik 1 msk. tómatsósa, 1¼ dl vatn Skerið svínakjötið í teninga og veltið þeim upp úr blöndu af 1 msk. hvítvíni, 2 msk. sojasósu, 2 msk. hveiti og 1 msk. maísenamjöli. Látið kjötbitana liggja í þessari blöndu í ½ klst. Á meðan skerið þið papriku, lauk, gulrót og ananas í litla bita. Harðsteikið kjötið í 2 msk. olíu, takið það af pönnunni og haldið því heitu. Látið grænmetið og ananasinn malla í afganginum af olíunni. Stráið engiferinu yfir og setjið baunirnar í. Hrærið sykurinn saman við afganginn af sojasósunni, hvítvín- inu, edikinu og tómatsósunni. Hellið þessari blöndu yfir grænmetið í pott- inum og látið allt malla í 15-20 mín- útur. Hrærið afganginn af maísena- mjölinu út í 1½ dl vatn og hellið út í pottinn. Setjið kjötið í seinast. Bragðbætið réttinn með salti og breið fram með soðnum hrís- grjónum. Ananas í kjötréttum Á 8. áratugnum gat ekkert heimili kallað sig slíkt nema eiga tartalettur í búrskápnum til að skella afgöngum hátíðanna ofan í. En einnig voru útbúnar fyllingar sem voru sér- staklega ætlaðar fyrir tartaletturnar. Og eins og í öðrum 8. áratugar uppskriftum var stundum örlítil sletta af sjerrí eða koníaki. TARTALETTUR MEÐ OSTAKREMI OG RÆKJUM Fylling 12 tartalettur 150 g gráðostur 75 g smjör cayennapipar á hnífsoddi 2 msk. koníak Skreyting 1-2 rækjur ofan á hverju Merjið ost og smjör hrærið vel. Kryddið með koníaki og cayennapipar. Sprautið osta- kreminu í tartaletturnar og skreytið með 1-2 rækjum eða öðru sem vill. Ostakremið má búa til með fyrirvara en því ætti ekki að sprauta fyrr en í mesta lagi klukkustund áð- ur en tartaletturnar eru bornar fram. Tartaletturnar teknar fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.