Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 Ég er ekki heimsins mesti hófsemdarmaður.Fjarri því. Þó finnst mér hófsemi eftirsókn-arverð. Ekki síst fyrir litla þjóð í litlu landi. Vandi Íslendinga er að vera aldrei alveg vissir um hvort þeir eru 330 þúsund eða 330 milljónir. Hallast heldur að hinu síðara og vilja vera bestir í heimi og stærstir. En gæti verið að það sé gott að búa í litlu, fallegu og fámennu landi. Ég er á því. Heyri hins vegar marga tala í gagnstæða átt. Jafnvel að Íslendingar geti ekki orðið þjóð á meðal þjóða fyrr en þeir eru orðnir að minnsta kosti milljón talsins. Á fundi í Hörpu heyrði ég einu sinni erlenda hag- fræðinga gera upp efnahagshrunið. Einn þeirra sagði að Íslendingar hefðu verið dæmdir til mistaka vegna fámennis. Við gætum varla átt margt fólk með viti, þjóð álíka fjölmenn og sveitarfélagið Cov- entry í Bretlandi. Ekki man ég hvaðan þessi hag- fræðingur kom, en sennilega frá stað þar sem stutt er á milli húsa og sjónarhornið þröngt. Og í hag- fræðinni sinni var hann greinilega vanur að hugsa samkvæmt reikniformúlum og líkindareikningi. Síður í sprengikrafti aðstæðna sem geti framkallað það besta í fólki og gert hinn áhugalausa og sljóa veranda að áhugasömum og vakandi geranda. Fámenni getur verið gott og jafnvel lúxus. Lítið samfélag, sem þó er sjálfbært, á að geta hleypt mörgum að, virkjað hlutfallslega fleiri þegna sína en fjölmennt samfélag er fært um að gera. En þetta getur verið vandasamt. Á sama hátt og það er vandasamt að passa upp á viðkvæmt land þar sem aðdráttaraflið er víðernið og – viti menn, fámenni. Ég er í hópi þeirra sem fagna auknum straumi ferðamanna til Íslands. Að sýna gestum landið okkar og kynna fyrir þeim menningu okkar, örvar okkur til að vilja fara vel með land og náttúru og leggja rækt við það besta í menningu okkar. Fyrir bragðið verðum við glöggskyggnari á hið góða og eftirsóknarverða sem við búum yfir. En þá komum við aftur að hófseminni. Við þurf- um að fara hægt í sakirnar, líka í ferðamennskunni. Gleyma því ekki hvað þar er sem heillar, aðkomu- menn ekkert síður en okkur sem hér búum. Ég hef oft glaðst yfir því hve ferðaþjónustan er að þroskast, bjóða upp á sífellt fjölbreyttara og vandaðra val. Innanum er að sjálfsögðu fúskið og græðgin og hraðinn. Ég hef samúð með sveit- arfélögum sem óar við byggingu sífellt stærri hót- ela í sinni heimabyggð. Nú loksins þegar núverandi hótel og bændagisting eru að byrja að borga sig er hætt við að risahótelin ryðji hinni smágerðari flóru úr vegi. Varla getur það talist eftirsóknarvert. Ég sendi því stuðningskveðjur til sveitarfélaga og skipuleggjenda sem vilja fara varlega í sakirnar og ekki gerast of ginnkeypt fyrir stórum glanshót- elum. Þótt ég fagni vaxandi ferðamennsku óttast ég að við ætlum okkur um of. Hvernig væri að slökkva á auglýsingaskiltunum um stund og láta land íss og elda sjálft um að auglýsa sig? Við getum orðið eft- irsóknarverð og öflug ef við aðeins kunnum fótum okkar forráð, kunnum að flýta okkur hægt – festina lente eins og Rómverjar orðuðu gamalt grískt heil- ræði. Hófsemi er góð. Festina lente * Þótt ég fagni vaxandiferðamennsku óttast égað við ætlum okkur um of. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Margir féllu fyrir gervisíðu fast- eignasala á Facebook, sem sagðist ætla að gefa nýjustu gerð af iPhone. Baggalútur hafði svar við því: „Við erum að spá í að vera með léttan og skemmtilegan leik og gefa nokkrum heppnum vinum okkar fasteignasala.“ Mikil umræða skapaðist um slæman aðbúnað svína á Facebook. Börkur Gunn- arsson kvik- myndagerð- armaður ritaði: „Utanríkismála- og innkaupanefnd heimilisins ákvað að taka upp sína eigin sniðgöngu og setja viðskiptabann á svínakjöt. Ég gekkst undir það, kærastan mín er einráð í þessari nefnd og mitt hlut- verk aðeins að samþykkja. Þetta var auðvelt enda kaupi ég aldrei grísa- eða svínakjöt, kaupi eiginlega allar aðrar kjötvörur en það. Þetta var fullkomið viðskiptabann sem hvorki skaðaði mig né þann sem bannið beindist gegn. Svona eiga viðskiptabönn að vera. Þangað til ég fattaði að þetta næði líka til beikons.“ Bragi Valdi- mar Skúlason skrifaði: „Iss. Þessi svín ættu að prófa millilandaflug.“ Eva Einars- dóttir tjáði sig: „Ég hef verið grænmetisæta örugg- lega í 13 ár og hef frekar þurft að verja mitt val en hitt. Við fjöl- skyldan erum öll mjög hraust svo ekki er fæðið að fara illa með okk- ur. Það er staðreynd í dag ef allir myndu alla vega minnka sína kjöt- neyslu, að þá væri það betra fyrir vistsporið sem við mannfólk dúndrum á umhverfið. Ég virði al- gjörlega að fólk hafi val og borði það sem þeim hentar. Þess vegna hef ég lítið sem ekkert tjáð mig um þetta hér. En árið er 2015 og nú er það ykkar neytenda að láta í ykkur heyra. Þetta er bara ógeðslegt.“ AF NETINU Leikkonunni Amy Schumer gengur allt í haginn þessa dagana en nú hefur hún skrifað undir útgáfu- samning við forlagið Simon & Schuster. Ekki er búið að gefa upp virði samningsins en þeir sem þekkja til segja að hann sé upp á átta milljónir bandaríkjadala, eða um milljarð íslenskra króna, að sögn Vanity Fair. Bókin verður samansafn gaman- sagna. Schumer hefur áður gert út- gáfusamning, árið 2013, áður en þáttur hennar sló í gegn og hún kynntist Judd Apatow og varð besta vinkona Jennifer Lawrence. Fyrri samningurinn var uppá millj- ón dali, eða um 128 milljónir króna, að sögn New York Times, og var við HarperCollins. Eftir að þátturinn Inside Amy Schumer fór í loftið í fyrra hætti grínistinn við og greiddi fyrirfram- greiðsluna til baka með vöxtum. Hún ætti að vera ánægð með það enda mun eftirsóttari nú og verður spennandi að sjá hvaða viðtökur bókin fær. Sló met Tinu Fey Hún fær meira borgað en Lena Dunham fékk í fyrirframgreiðslu fyrir bók sína sem var 3,5 milljónir dala og meira en Tina Fey fékk fyr- ir Bossypants (6 milljónir dala) árið 2008. „Árum saman hafa allir umboðs- menn í bænum notað fyrirfram- greiðsluna sem Tina Fey fékk sem viðmið fyrir stjörnurnar sínar en núna hefur Amy hækkað viðmiðið,“ sagði Michael Morrison útgáfustjóri HarperCollins. Tímasetning skiptir öllu, í bóka- útgáfu rétt eins og í gríni. Tilkynnt var um samninginn skömmu eftir að Schumer fékk Emmy fyrir grín- þátt sinn. Einnig er ekki langt síðan að fyrsta Hollywood-mynd hennar var frumsýnd, gamanmyndin Train- wreck, sem hún skrifaði og Apatow leikstýrði. Myndin hefur halað inn meira en átján milljarða króna á heimsvísu. Hér er handritshöfundurinn og leikkonan Amy Schumer með Emmy-verðlaun sín fyrir gamanþáttinn Inside Amy Schumer en þau voru afhent í september. AFP Schumer landaði risa- stórum útgáfusamningi Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.