Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 Þ egar slegist er á markaði gilda ákveð- in lögmál, sum þeirra eru skrifuð, þá einkum í lög, reglugerðir eða tilskip- anir. Önnur byggjast á gömlum hefðum. Sumar eru hluti af víðtæk- ari reglum sem gilda almennt í mannlegum samskiptum. Iðulega gæta menn þó að- eins lágmarksskilyrða þegar þær reglur flytjast yfir á átökin á mörkuðunum. Ólíkir vellir en líkar leikreglur Fyrir löngu er sannað að gamla spakmælið um að kurteisi kosti ekki peninga heldur stundum illa. Það breytir þó ekki því, að dálítil kurteisi er flestum til framdráttar, rétt eins og lágmarks sanngirni og til- burðir til að umgangast ekki sannleikann af ófyrir- gefanlegri léttúð. Kunn dæmi eru þó til um einstaka menn, sem náð hafa sínum mesta árangri, mælt á vogarskálum velgengni, þegar þeir hunsuðu viljugir öll skilyrði af þessu tagi í einu og brutu mörg önnur gild lögmál í leiðinni. En verðum við ekki samt að líta svo á, að þau dæmi séu undantekningin sem sanni regluna. Stjórn- málamenn vilja gjarnan mála myndina þannig, að þeir séu á höttunum eftir háleitum markmiðum, leiti sífellt lausna sem séu umbjóðendum þeirra til heilla og farsældar og þeir hljóti því jafnan að horfa til þess besta í hverjum manni, líka þeim manni sem breytist í kjósanda á fárra ára fresti. En aðrir segja að stjórn- málamenn búi við áþekk skilyrði og gildi á hinum almenna markaði og nánast sömu lögmálin gildi. Þeir sanni þetta best sjálfir í aðdraganda kosninga. Þá séu rándýrar auglýsingastofur sóttar og settar á flokks- skrifstofurnar. Könnunarfyrirtæki séu látin mæla hvaða loforðategund virki best þessi misserin. Þau séu svo hönnuð með hliðsjón af því og auglýsinga- fræðingar búi þau í búning. Þá loks fái frambjóðend- urnir pakkann í hendur, þó ekki fyrr en hver og einn hefur gengið í gegnum litgreiningu og förðun, þar til hinn „fjölbreytti“ framboðslisti er orðinn jafn eins- leitur að hænsnabúin á bestu búum. Er eitthvað til í þessu? Ekki virðist mikil sanngirni í þessari lýsingu, en er hún ekki að hluta til rétt? Sumir ganga raunar enn lengra og halda því fram að almenni markaðurinn sé mun fágaðri en stjórnmálamarkaðurinn. Lög, sem eftirlitsstofnanir framfylgja, banna til að mynda að á þeim markaði sé gengið svo langt að fullyrða að vara eða þjónusta eins sé best. Engar takmarkanir séu í slíkum efnum á stjórnmálamarkaði. Auðvitað finna snillingar leið til að sniðganga slíkar reglur. Rétt eins og bjórframleiðendur sem auglýsa bjór, þótt bannað sé, í glæstum auglýsingum, en hvísla svo eða skjóta inn í auglýsinguna orðinu „léttöl“. Allir vita þó, og eru „yfirvöld“ ekki undanskilin, að ekki er verið að aug- lýsa léttöl, enda veitir sú vara ekki þann unað sem auglýsingin lofar. Í manninn fyrst, svo í boltann Á stjórnmálamarkaðnum er töluverð áhersla lögð á að ófrægja andstæðinginn og gera hann tortryggileg- an í stóru og smáu. Hann er sýndur sem keyptur eða gleyptur fulltrúi hagsmuna, jafnvel annarlegra hags- muna og gefið í skyn að honum gangi ekkert annað til en eigin frami, hvað sem fagurgala og fyrirheitum líði. Með þessu er jarðvegurinn undirbúinn og gengur undirbúningurinn fyrir baráttunni um málstaðinn. Það heyrir til þessa kafla að taka reglubundið fram að sjálfir krefjist menn þess ákveðið, að eingöngu málefnalegar skylmingar eigi sér stað á velli stjórn- málanna. Ísland er blessunarlega svo fámennt að neikvæðar auglýsingar falla enn illa í kramið hér. Þótt níð sé víða viðtekið og þá ekki síst þar sem „virkir í Það er svo hin hliðin á búpeningnum sem undirstrikar að margt sé skrítið í kýrhausnum * Þegar loforð og fyrirheit erurædd hlýtur það að vera mál-efnalegt að fara yfir hversu orðheld- inn og trúr sá, sem þau gefur, hefur verið hingað til. Sé ástæða til er sjálfsagt að rekja hversu naumt hann hefur efnt sín loforð. Reykjavíkurbréf 02.10.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.