Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 D aði býður mér inn í húsakynni RVX þar sem unnið er hörð- um höndum að tæknibrellum fyrir kvikmyndir. Hann er afslappaður í fasi og klæðaburði og laus við alla stæla. Hann hefur nýlokið vinnu við stórmyndina Everest í leik- stjórn Baltasars Kormáks sem trónir á toppnum í kvikmynda- húsum hérlendis og erlendis og vakið hefur mikla eftirtekt. Í myndinni eru mörg hundruð skot sem unnin eru að stórum hluta í tölvu. Senur sem virðast svo raun- verulegar að áhorfandinn sýpur hveljur. Erfitt er að skilja hvað býr að baki slíkri vinnu. Ég kom til að skyggnast bak við tjöldin og hitta manninn sem vinnur þar. Hann gæti kannski útskýrt eitt og annað. Við fáum okkur kaffi og mér er boðið inn í lítinn bíósal til að skoða á stórum skjá ýmis skot sem Daði og hans fólk hafa gert í gegnum árin. Á skjánum birtast kunnugleg atriði úr nokkrum þeim kvikmynda sem RVX hefur unnið að. Þyrlan í 2 Guns, annarri stórmynd eftir Baltasar, hrapar ekki í raun heldur er atriðið tölvugert og leikarnir Denzel Washington og Mark Wa- hlberg voru aldrei í sama herbergi og nautgripirnir sem ógnuðu lífi þeirra á eftirminnilegan hátt. Og þegar áhorfendur fengu í hnén af lofthræðslu þegar gengið var yfir álstiga sem lá yfir jökulsprungu í Everest voru leikarar í raun inni í stúdíói. Tölvutæknin í þessum bransa er svo góð að áhorfendur sjá aldrei mun á alvöru og hinu tölvugerða. Þeir eiga að minnsta kosti ekki að sjá mun, en til þess þarf reynslu og fagmennsku, sem þau uppfylla hér hjá RVX ásamt bunka af hæfileikum. Móðirin fyrirmyndin Daði var ekki hár í loftinu þegar hann fór að heillast af skjánum og því sem hreyfist þar en móðir hans Helga Egilson vann við teikni- myndagerð í London. „Ég ólst upp í þessum heimi. Mamma lærði í London Film School og vann við teiknimyndagerð, gerði t.d. Roger Rabbit og Space Jam og fleiri stór- ar teiknimyndir. Ég var með annan fótinn í stúdíói hjá mömmu sem krakki og svo vann hún líka mikið heima,“ segir hann. „Ég var alltaf teiknandi og það stefndi alltaf í að ég færi í eitthvað svipað.“ Á þessum árum voru engar tölv- ur til að létta fólki lífið. En svo urðu vatnaskil í þessum bransa með tilkomu tölvutækninnar á þeim tíma sem Daði var að komast til vits og ára. „Ég rambaði inn í þetta, þó svo að ég hafi kannski ekki markvisst ætlað mér það. Ég lærði grafíska hönnun í London og þá voru tölvur aðeins að komast inn í námið, en samt var ég að brjóta um textann,“ segir hann. Ótrúlegt tækifæri hjá OZ „En þegar ég klára skólann eru vinir mínir hérna heima að stofna OZ og ég byrja aðeins að fikta með þeim þarna sumarið fyrir lokaárið mitt í skólanum. Þeirra sterka hlið var að grúska og forrita en þeir vildu gefa mér aðgang að þessu til að fá listrænu hliðina á þessu,“ segir Daði sem hóf störf hjá OZ að loknu námi árið 1992. Hann starf- aði þar í fimm ár og segir það hafa verið ótrúlegt tækifæri. „Ég fékk að grúska í rándýrum tölvum og hugbúnaði sem voru fáránleg for- réttindi. Að fá að læra á þetta og prófa sig áfram. Við Aron Hjart- arson vinur minn vorum í „visual effects“. Við byrjuðum að bjóða auglýsingastofum vinnu okkar, að sýna þeim fram á að þeir gætu notað tölvuvinnu, t.d. fljúgandi lógó eða „animation“. Þetta var alger- lega splunkunýtt á þessum tíma. Þessi bransi varð bara til þarna, þrívíddartölvu-animation. Þetta var ótrúlegur tími og heppni að detta inn í þennan hóp á þessum tíma með þessi tækifæri,“ segir Daði. Langaði alltaf í kvikmyndir Daði hefur unnið síðustu ár við tæknibrellur í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Hann segir að þó að hann hafi farið í nám í grafískri hönnun og síðan í vinnu hjá OZ, hafi hugurinn alltaf stefnt á kvik- myndir. „Hjartað var alltaf í kvik- myndunum. Á þessum tíma sem þessi bransi er að verða til voru það stórar myndir eins og Jurassic Park sem komu fram og var það rosalega spennandi. Við í OZ byrj- uðum aðeins í þessu en hægt og rólega á tíunda áratugnum verður stefnubreyting í OZ sem fór þá út í að vera tæknifyrirtæki. Internetið er að verða til þarna og verður OZ þá dot.com fyrirbæri. Leiðir okkar skildi því mig langaði að halda áfram og fara lengra í þessum bíó- pælingum,“ segir Daði en hann flutti þá til London þar sem hann fékk vinnu hjá fyrirtækinu The Mill í auglýsingadeildinni. Þaðan lá leiðin í fyrirtæki sem heitir Fram- estore sem er mjög framarlega í tæknibrellubransanum. „Ég var að vinna í sjónvarpsmyndum með þeim og þaðan fór ég yfir í Harry Potter og var þá kominn í bíódeild- ina. Þá var ég kominn á þá braut sem ég vildi vera á,“ segir hann. Fluttu ört á milli landa Á þessum tíma ákvaðu þau hjónin að flytja til New York, en kona hans er Ingibjörg Agnes Jónsdóttir innanhúsarkitekt. The Mill, fyrsta fyrirtækið sem Daði vann hjá í London var þá að opna skrifstofu í New York og bauð honum starf þar. Þar bjuggu þau í fjögur ár. „Ef maður fær einhvern tímann tækifæri til að búa í New York, þá held ég að það sé best að taka því,“ segir hann og brosir. Eftir það ævintýri fór hann aftur til Framestore í London þar sem hann stýrði tölvuvinnu fyrir bíó- myndina The Golden Compass en þar var hann yfirmaður með um- sjón yfir nokkrum deildum. Á þess- um tíma áttu þau hjónin eitt barn og bjó fjölskyldan á Íslandi. „Ég flaug út á mánudögum og heim á föstudögum. Ég gerði það hátt í tvö ár. Ég kláraði þessa mynd en fannst þetta of mikið álag á fjöl- skylduna og vildi vera heima á Ís- landi en þeir vildu halda mér innan fyrirtækisins og kom þá upp sú hugmynd að stofna hér útibú. Þá verður til Framestore Reykjavík sumarið 2008, korter í hrun. Það svo sem breytti ekki öllu fyrir okk- ur. Við rákum þetta í fjögur ár en þá tók ég yfir reksturinn og keypti þá út og Baltasar kom inn sem meðeigandi. Við breyttum þá nafn- inu í RVX,“ segir Daði. Hugsar í árum Daði segist ekki geta lýst dæmi- gerðum vinnudegi. Hann hugsar vinnu sína í árum. Hann vill frekar útskýra ferlið. „Þetta er oft alveg tveggja ára kafli eins og með Eve- rest. Mitt fyrsta hlutverk er að lesa handritið og gerist það mjög snemma. Ég er með þeim fyrstu á eftir leikstjóra og framleiðanda. Þá vilja menn gera sér grein fyrir hvað sé hægt að gera í tæknibrell- um og hvað þyrfi að skjóta og svo fljótlega þarf að sjá hvað þetta kostar,“ segir hann. „Það þarf að brjóta niður verkefnin og koma með verð eða tilboð.“ Daði segir að hann þurfi að sjá fyrir sér hvað þurfi að skjóta og hvað þurfi að vinna í tölvu. „Við gáfum okkur það að ekki væri hægt að skjóta í Himalajafjöll- unum,“ segir hann og útskýrir að margt komi til. „Það er ekki til gistirými fyrir allt starfsfólkið til dæmis. Það er engin sem myndi tryggja okkur þarna. Maður þarf að gefa sér að sumt er ekki hægt að skjóta. Kannski er það hægt en það er ótrúlega oft að þetta sem maður hélt í upphafi er á endanum oft lygilega nálægt lokaútgáfunni,“ segir hann. Vinnan við Everest-myndina tók um það bil þrjú ár. Daði segir að hann hafi strax heillast af verkefn- inu og litist mjög vel á handritið. „Sagan grípur mann og handritið var magnað. Svo sá ég strax að þetta var stórt tækifæri til metn- aðarfullrar vinnu. Það voru senur eins og við jöklasprungurnar og þyrlusenan sem maður veit að ekki er hægt að ná nema með stór- felldri vinnu,“ segir hann. Everest mesta ábyrgðin Ég spyr hvort Everest hafi verið það flóknasta sem þau hafi unnið að. „Þetta er ekki það flóknasta sem ég hef tekið þátt í en þetta er mesta ábyrgð sem hefur stoppað á mér,“ segir Daði sem unnið hefur að öðrum stórmyndum. „Í mynd- inni The Golden Compass sem var 250 milljón dollara mynd var gríð- arlega mikið af tæknibrellum, og líka í Harry Potter-myndunum,“ segir hann. Daði vann við Óskarsverðlauna- myndina Gravity en sú mynd skartaði stórstjörnunum Söndru Bullock og George Clooney. Mynd- Daði segist vera gríðarlega þakk- látur að viðtökurnar á Everest séu svona góðar en að baki liggur margra ára þrotlaus vinna. Hjartað var alltaf í kvikmyndum DAÐI EINARSSON ER MAÐURINN Á BAK VIÐ TÆKNIBRELLURNAR Í KVIKMYNDINNI EVEREST. HANN ER LISTRÆNN STJÓRNANDI HJÁ RVX SEM UNNIÐ HEFUR AÐ GERÐ MARGRA STÓRMYNDA. HANN ER HÓGVÆR OG DREYMIR EKKI UM ÓSKARINN Í HILLU HJÁ SÉR EN SEGIR NÓG AÐ VERA ORÐAÐUR VIÐ ÞESSA FRÆGU STYTTU. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is * Tilgangur myndarinnar var aðsegja þessa sögu en nálgunin varupplifunin. Að fólkið myndi finna fyrir því að vera þarna, myndi átta sig á stærðinni á fjallinu og umhverfinu. Þeg- ar við Balti vorum þarna fljúgandi um Everest í þyrlu sat það í okkur og við hugsuðum, Jesús, hvað þetta er stórt! Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.