Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 45

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Qupperneq 45
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45 B lýsir góðri hæfni. Í aðal- námskrá er sagt að þorri nemenda eigi að geta fengið einkunnina B miðað við markmið með aðalnámskrá. B Ekki eru sett viðmið fyrir D, því sá vitnisburður er notaður þegar nemandi uppfyllir ekki kröfur sem gerðar eru í C-viðmiðum. Skóli gerir þá sérstaka grein fyr- ir hæfni viðkomandi nemanda. D NÝTT EINKUNNA- KERFI GRUNN- SKÓLANNA A Yfirskrift yfir bókstafina: Ekki er lengur stuðst við hinn hefðbundna einkunna- skala í tölustöfunum 1-10 við lokamat grunnskólans. Hugs- unin er ekki að hægt verði að umreikna gamla skalann yfir á þann nýja með því til dæmis að hugsa sér að B jafngildi 6-8, C samsvari 4-6 og svo fram- vegis. Hvert matsviðmið er al- menn lýsing á hæfni nemanda. Við lokamat skiptir mestu að kennarar meti það sem til var ætlast samkvæmt hæfni- viðmiðum og fullvissi sig um að matsniðurstöður séu byggðar á traustum gögnum. A fá þeir sem sýna fram- úrskarandi hæfni. Nemandi hefur getað leyst þau verkefni eða prófhluta sem kölluðu á flóknari hæfni en hin. Sumir kennarar hafa talað um þetta sem einkunnina 11-12. Einn skólastjóri segir að það mætti hugsa sér B sem ein- kunn yfir 9,4 í gamla kerfinu. Ekki eru sérstök matsviðmið fyrir þessa viðbót heldur gildir það að sá sem hefur náð meginþorra B-mats- viðmiða og náð einstökum þáttum í A getur fengið B+. B+ Sá sem hefur náð meginþorra C-matsviðmiða og einstökum þáttum í B getur fengið C+. C+ C lýsir sæmilegri hæfni og þeir sem standast ekki fylli- lega þær kröfur sem gerðar eru í B-viðmiðum. C Gagnrýni á að meiri tíma hefði þurft í inn-leiðingu á nýju námsmati að baki nýrrieinkunnagjöf við lok grunnskóla kemur mér satt að segja mjög á óvart. Þetta hefur legið fyrir í fjögur ár, þegar grunnurinn að breytingum á námsmati, bókstafseinkunnum og nýju mats- kerfi var lagður með nýrri aðalnámskrá grunn- skóla árið 2011. Innleiðingarferlið hófst þá strax með kynningum og fundum um allt land fyrir for- eldra, kennara og skólastjórnendur og hefur stað- ið síðan,“ segir Illugi Gunnarsson mennta- málaráðherra. „Ég verð að segja að það kemur mér á óvart að menn séu að vakna núna upp við það að þetta sé raunveruleikinn þegar þetta hefur legið lengi fyrir og verið kynnt á alla kanta og með margvíslegu móti.“ Í bókun Félags grunnskólakennara, Kennara- félags Reykjavíkur og Skólastjórafélags Reykja- víkur á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir um viku stendur meðal annars að það sé áhyggjuefni að verið sé að innleiða allt á sama tíma; nýja námskrá í skólum landsins, nýtt vinnu- mat grunnskólakennara og einnig breyta ein- kunnagjöf nemenda. Illugi segir að hann muni skoða og kalla til forsvarsmenn félaganna til að fara yfir málið. „Það er óumflýjanlegt að þessir þættir séu samofnir. Það er ekki hægt að aðskilja einstaka þætti í þessu ferli, þetta helst allt í hend- ur því nýtt einkunnakerfi byggist á nýjum hæfni- viðmiðum og þarf því að liggja til grundvallar í allri kennslu. Einhvern tímann þarf að taka þetta skref og jafnvel hef ég verið gagnrýndur fyrir að fresta þessari innleiðingu um eitt ár eins og ákveðið var en upphaflega var stefnt að því að þetta yrði að veruleika á síðasta skólaári.“ Illugi segir að víða sé starf þetta vel á veg kom- ið. Það sé mikilvægt að horfast í augu við nýjan veruleika og ný námskrá sé tæki sem verið sé að nota í fremstu menntakerfum heims til að skila nemendum hæfari í frekara framhaldsnám og fjölbreyttari störf nútímans, með meiri áherslu á hæfni en eldri námskrár sem byggðust fyrst og fremst á þekkingu gerðu. Búa þurfi nemendur undir það að geta nýtt þekkinguna. En er ekki of mikið hopað frá þekkingunni í hæfniviðmiðum námskrár? „Það tel ég ekki. Vissulega er þekkingin mikil- væg og kröfur um hana eru líka hluti af námskrá. En fagfólk eins og kennarar þarf ekki nákvæma upptalningu á einstökum þekkingaratriðum sem nemendur eigi að kunna. Námskráin eins og hún er núna gefur þeim meira frelsi til að þróa kennsluna með sínum áherslum til að koma til móts við einstaklinginn og skila honum þannig áfram að hann sé tilbúinn til að taka næstu skref í lífinu. Nemendur verða metnir á fjölbreyttari hátt en áður. Og tilgangurinn með þessum breytingum er að koma til móts við breyttan veruleika sem ungt fólk stendur frammi fyrir. Það er staðreynd að 30 prósent grunnskólanemenda hafa ekki verið hæf til að takast á við framhaldsnám þegar úr grunnskóla er komið. Gagnrýni á einstök hæfni- viðmið er alveg réttmæt, sumt er orðað þannig að það má setja spurningarmerki við það, en skólar hafa líka frelsi til að aðlaga aðalnámskrána að sín- um þörfum. Ég hef ekki áhyggjur af því að kennarar lands- ins geti ekki metið nemendur eftir námskránni á sanngjarnan og huglægan hátt. Þetta er ný hugs- un en þetta er það sem er að gerast um allan heim og íslenska skólakerfið þarf að aðlaga sig að breyttum veruleika, margir segja að það sé ekki seinna vænna.“ Er það áhyggjuefni að skólameistarar nokk- urra framhaldsskóla, þar sem samkeppni er með- al nemenda um námspláss, telji sig ekki hafa nægilegar upplýsingar um námsstöðu nemenda til að gæta jafnræðis við inntöku og vilji því nýta sér forprófun við inntöku nemenda næsta vor? „Nei, það tel ég ekki vera því slíku prófi, ef að því yrði, yrði stýrt af hálfu Menntamálastofnunar og þau myndu líka aldrei byggjast á öðru en þeim sömu hæfniviðmiðum og eru til grundvallar í lokaprófum 10. bekkjar. En eins og ég segi; það hefur ekkert verið ákveðið um það og það er bara í skoðun.“ ILLUGI GUNNARSSON MENNTAMÁLARÁÐHERRA Það sem er að gerast um allan heim * Ég verð að segja að þaðkemur mér á óvart aðmenn séu að vakna núna upp við það að þetta sé raun- veruleikinn þegar þetta hefur legið lengi fyrir og verið kynnt á alla kanta og með marg- víslegu móti. * Gagnrýni á einstökhæfniviðmið er alvegréttmæt, sumt er orðað þannig að það má setja spurningarmerki við það, en skólar hafa líka frelsi til að að- laga aðalnámskrána að sínum þörfum. * Ég hef ekki áhyggjur afþví að kennarar landsinsgeti ekki metið nemendur eftir námskránni á sann- gjarnan og huglægan hátt. Ég hef ekki fengið fullnægjandi skýringar áog rök fyrir því hvers vegna það var taliðnauðsynlegt að skipta út tölustöfum fyrir bókstafi. Og ég held raunar að ef menn vilji þá sé auðvelt að snúa því við. Ég sé raunar ekki hvaða máli það skiptir – hvaða tákn er notað sem loka- niðurstaða. Og mér finnst skipta máli að það sé ekki hyldýpi skapað milli einkunnakerfis í grunn- og framhaldsskóla eins og nú á að gera. Nú á að gefa einkunnir í bókstöfum í grunnskólum ef þetta gengur eftir en tölustafi aftur í framhalds- skólum og háskólum. Það er einfaldara fyrir alla, almenning og foreldra, til að skilja hvað hlutirnir tákna að það sé ekki verið að hafa viðmið eitt á einu stigi og allt annað á öðru,“ segir Ingvar Sig- urgeirsson, prófessor við kennaradeild Háskóla Íslands. „Það er raunar mjög auðvelt að breyta þessu bókstafakerfi í tölur. A getur merkt einkunnina 10 og B+ 9 og B 8 og þannig áfram niður. Það skipt- ir ekki máli hvaða tákn eða tölustafur er notaður til að tákna lokaniðurstöðuna og þess vegna skil ég ekki af hverju þetta máttu ekki vera tölustafir áfram. Ég veit af reynslunni af öðrum einkunna- kerfum að þetta ruglar til dæmis foreldra mjög í ríminu. Námsmat er svo miklu meira en lokanið- urstaðan – og það sem mestu skiptir er allt ferlið, ekki síst uppbyggjandi endurgjöf.“ Ingvar tekur fram að hann sé hins vegar ánægður með margt í nýrri aðalnámskrá, þar sé margar góðar meginhugmyndir að finna þó þær séu oft settar í óþarfa orðskrúð. „En það sem hefur mistekist er framsetning á þessum hæfni- viðmiðum. Kröfur í mörgum námsviðum eru í allt of mörgum atriðum fullkomlega óraunhæfar. Og ef það á að leggja þetta til grundvallar sé ég ekki hvernig þetta gengur upp. Þetta eru einfaldlega of háleit markmið í allt of mörgum tilvikum. Ég hef stund- um gantast með það að þetta séu markmið sem eðlilegt væri að setja í háskólanámi.“ Ingvar segir að óraunhæfar kröfur eigi ekki síð- ur við þau hæfniviðmið sem sett eru fram í nám- skrá fyrir 4. og 7. bekk og segist sakna þess að það hafi ekki farið fram gagnrýnin umræða um þetta. „Meðan markmiðin eru skilgreind svona háleit – svona abstrakt – þá mun þetta aldrei skila okk- ur neinni frjórri niðurstöðu. En þetta er ekki fyrsta námskráin sem gerir óraunhæfar kröfur, þær hafa fylgt flestum námskrám sem hafa verið gefnar út en ég hef fylgst með skólamálum í 45 ár og hef kynnst fimm námskrám. En ég held að þessi verði að fá þá einkunn að vera sú þar sem óraunhæfustu markmiðin eru sett fram, því mið- ur. Það eru vissulega dæmi um raunsæ markmið – en allt of mörg eru nánast eins og upp í skýjunum. Mörg verða vissulega að teljast göfug – en það er óraunsæi að telja að þeim verði náð í grunnskóla. Þau eru óraunhæfur grundvöllur námsmats.“ INGVAR SIGURGEIRSSON, PRÓFESSOR VIÐ KENNARADEILD HÁSKÓLA ÍSLANDS * Ég hef stundum gantastmeð það að þetta séumarkmið sem eðlilegt væri að setja í háskólanámi. * Það er raunar mjög auð-velt að breyta þessu bók-stafakerfi í tölur. A getur merkt einkunnina 10 og B+ 9 og B 8 og þannig áfram niður. Það skiptir ekki máli hvaða tákn eða tölustafur er notaður til að tákna lokaniðurstöðuna og þess vegna skil ég ekki af hverju þetta máttu ekki vera tölustafir áfram. Ég veit af reynslunni af öðrum einkunna- kerfum að þetta ruglar til dæmis foreldra mjög í ríminu. Framsetning hæfnimarkmiða mistekist

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.