Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 29
Fyllt grænmeti Það snérist allt meira og minna um fyllingar á 8. áratugnum. Pönnukök- ur, lambalæri, kjúklingur og alls kyns grænmeti var fyllt. Þetta á sér sterka endurkomu um þessar mundir. Árið 1979 gaf Sölufélag garð- yrkjumanna út grænmetisbækling með þessari ljúffengu uppskrift að fylltum paprikum: 4 paprikur 2 laukar meðalstórir 100 g sveppir 2 msk. smjörlíki 300 g nautahakk 1-2 dl soðin hrísgrjón 2 msk. fínt skorin steinselja 2 msk.chilisósa salt pipar basilíka cayennepipar Skerið kollinn af paprikunni og takið kjarnann úr. Snöggsjóðið paprikuna í 3-5 mínútur og látið vatnið renna af. Fínsaxið lauk og sveppi. Hitið smjörlíki á pönnu, setjið síðan laukinn, sveppina og hakkið á pönnuna og brúnið vel. Hrærið stöðugt í á meðan svo allt brúnist jafnt. Bætið hrísgrjónunum út í. Bragðbætið með steinselju, chilisósu og kryddi. Varist að setja of mikið af kryddi út í réttinn í einu því hægara er að bæta við en taka af. Setjið fyllinguna í paprikuna. Lát- ið paprikuna í smurt eldfast mót, þannig að sá endi sem opinn er snúi niður í mótinu. Setjið lok eða málmpappír yfir mótið. Bakið í ofni við 200°C í 20 mínútur. Getty Images 4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 Smjördeig á upp á pallborðið og ef einhverjum þykir mikið um alls kyns smjördeigsuppskriftir er það ekkert miðað við 8. áratuginn. Í bökufyllingarnar var gjarnan sett ein hvers konar kjöt; nautahakk og skinka, grænmeti, góðir ostar og egg. Þá má ekki gleyma að koníak varð einhverra hluta vegna vinsælt „aukahráefni“ í bæði grænmetisrétti, kjúkling, súpur og fleira til. Hér er ein bökuuppskrift sem birtist í Morg- unblaðinu í kringum 1975: OSTABAKA MEÐ TÓMÖTUM OG SVEPPUM Smjördeig 2 dl hveiti 75 g smjörlíki 2 msk. vatn Myljið smjörlíkið í hveitið, hnoðið saman með vatninu og setjið á kaldan stað áður en það er flatt út. Þegar það hefur verið flatt út er því þrýst ofan í hringlaga tertuform eða eld- fast mót. Pikkið með gaffli í botninn. Bakið þá deigið í 10 mínútur í 225° heitum ofni og kæl- ið dálítið. Fylling 2 dl rjómi 2 eggjarauður 200 g rifinn ostur 2 msk. hveiti salt, paprikukrydd og cayennapipar eftir smekk 1 msk. konjak nokkrir sveppir Þeytið rjómann og blandið eggjarauðunum, niðurskornum sveppum, osti og hveiti og kryddi saman við. Setjið deigfyllinguna síðan í deigformið sem áður var hálfbakað. Raðið tómötunum ofan á, skornum í sneiðar eftir smekk. Bakið ostabökuna áfram við 225° í ca. 10 mínútur. Smjördeig og koníak LÍKJÖRAR, SMJÖRDEIG OG FYLLINGAR VÍÐA Í MATARUMFJÖLLUNUM ER FJALLAÐ UM ENDURKOMU 8. ÁRA- TUGARINS. Í VIKUNNI BIRTIST Í THE TELEGRAPH GREIN ÞAR SEM VAR FULLYRT AÐ ALLT ÞAÐ SEM VARÐ VINSÆLT Á ÁRUNUM 1970-1979 VÆRI AÐ BIRTAST AFTUR Á ÖLLUM HELSTU MATARBLOGGUM. ÞAÐ ER ÞVÍ VERT AÐ RIFJA UPP HVAÐ VAR VINSÆLT HÉRLENDIS Á ÞEIM TÍMA OG SKOÐA HVORT ÞETTA SÉ RÉTT. Júlía Margrét Alexand- ersdóttir julia@mbl.is 8. áratugur- inn var að hringja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.