Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Blaðsíða 29
Fyllt grænmeti
Það snérist allt meira og minna um
fyllingar á 8. áratugnum. Pönnukök-
ur, lambalæri, kjúklingur og alls kyns
grænmeti var fyllt. Þetta á sér
sterka endurkomu um þessar
mundir.
Árið 1979 gaf Sölufélag garð-
yrkjumanna út grænmetisbækling
með þessari ljúffengu uppskrift að
fylltum paprikum:
4 paprikur
2 laukar meðalstórir
100 g sveppir
2 msk. smjörlíki
300 g nautahakk
1-2 dl soðin hrísgrjón
2 msk. fínt skorin steinselja
2 msk.chilisósa
salt
pipar
basilíka
cayennepipar
Skerið kollinn af paprikunni og
takið kjarnann úr. Snöggsjóðið
paprikuna í 3-5 mínútur og látið
vatnið renna af. Fínsaxið lauk og
sveppi. Hitið smjörlíki á pönnu,
setjið síðan laukinn, sveppina og
hakkið á pönnuna og brúnið vel.
Hrærið stöðugt í á meðan svo allt
brúnist jafnt. Bætið hrísgrjónunum
út í. Bragðbætið með steinselju,
chilisósu og kryddi. Varist að setja
of mikið af kryddi út í réttinn í einu
því hægara er að bæta við en taka
af. Setjið fyllinguna í paprikuna. Lát-
ið paprikuna í smurt eldfast mót,
þannig að sá endi sem opinn er snúi
niður í mótinu. Setjið lok eða
málmpappír yfir mótið. Bakið í ofni
við 200°C í 20 mínútur.
Getty Images
4.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Smjördeig á upp á pallborðið og ef einhverjum
þykir mikið um alls kyns smjördeigsuppskriftir
er það ekkert miðað við 8. áratuginn.
Í bökufyllingarnar var gjarnan sett ein hvers
konar kjöt; nautahakk og skinka, grænmeti,
góðir ostar og egg. Þá má ekki gleyma að
koníak varð einhverra hluta vegna vinsælt
„aukahráefni“ í bæði grænmetisrétti, kjúkling,
súpur og fleira til.
Hér er ein bökuuppskrift sem birtist í Morg-
unblaðinu í kringum 1975:
OSTABAKA MEÐ TÓMÖTUM OG
SVEPPUM
Smjördeig
2 dl hveiti
75 g smjörlíki
2 msk. vatn
Myljið smjörlíkið í hveitið, hnoðið saman
með vatninu og setjið á kaldan stað áður en
það er flatt út. Þegar það hefur verið flatt út
er því þrýst ofan í hringlaga tertuform eða eld-
fast mót. Pikkið með gaffli í botninn. Bakið þá
deigið í 10 mínútur í 225° heitum ofni og kæl-
ið dálítið.
Fylling
2 dl rjómi
2 eggjarauður
200 g rifinn ostur
2 msk. hveiti
salt, paprikukrydd og cayennapipar eftir
smekk
1 msk. konjak
nokkrir sveppir
Þeytið rjómann og blandið eggjarauðunum,
niðurskornum sveppum, osti og hveiti og
kryddi saman við. Setjið deigfyllinguna síðan í
deigformið sem áður var hálfbakað. Raðið
tómötunum ofan á, skornum í sneiðar eftir
smekk.
Bakið ostabökuna áfram við 225° í ca. 10
mínútur.
Smjördeig og koníak
LÍKJÖRAR, SMJÖRDEIG OG FYLLINGAR
VÍÐA Í MATARUMFJÖLLUNUM ER
FJALLAÐ UM ENDURKOMU 8. ÁRA-
TUGARINS. Í VIKUNNI BIRTIST Í THE
TELEGRAPH GREIN ÞAR SEM VAR FULLYRT
AÐ ALLT ÞAÐ SEM VARÐ VINSÆLT
Á ÁRUNUM 1970-1979 VÆRI AÐ
BIRTAST AFTUR Á ÖLLUM
HELSTU MATARBLOGGUM.
ÞAÐ ER ÞVÍ VERT AÐ
RIFJA UPP HVAÐ VAR
VINSÆLT HÉRLENDIS
Á ÞEIM TÍMA OG
SKOÐA HVORT
ÞETTA SÉ RÉTT.
Júlía Margrét Alexand-
ersdóttir julia@mbl.is
8. áratugur-
inn var að
hringja