Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.10.2015, Side 10
* Já ok, við erum sem sagt hætt við að vera fjármála-miðstöð eins og Sviss en ætlum að vera efnahags-legur máttarstólpi eins og Dúbaí. Hvaða ár er aftur? Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Landið og miðin SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.10. 2015 UM ALLT LAND FLJÓTSDALSHÉRAÐ Bæjarráð hefur ákveðið að semja við Rafey varðandi ek Sv vin að t við l sem við i ÁRBORG Biðskýlum á stoppistöðvum strætó í Árborg fjölgaði um tvö í vikunni þegar framkvæmda- og veitusvið Árborgar kom fyrir biðskýlum á tveimur stöðum, annars vegar við Tryggvagötuna, á móts við Fjölbrautask Suður en h in AKRANES Fyrr á þessu ári flutti Bifr nýtt og glæsilegt húsnæði miðjuvelli á Akranesi. Skessuhorn se á því að nú hafi nýja flutningamiðstöð gið n Hvítanes, í minningu hjóna Þórðarsonar og Sigríðar G Þau bjuggu á Hvítanesi við á Akranesi og stofnuðu fy 1927. Húsið er 1.690 ferm og var fullbúið í apríl.Afko og Sigríðar í beinan karlle bifreiðastöðina í dag. HÓLAR Í HJALTADAL Hinn landskunni hestamað hrossarækt, Kristinn Huga áðinn forstöðumaður Sögusetur Verkefni Kristins verður fy a. að vinna að framtíðarstefnumótun fyri tjið, afla styrk a il að tryggja reksturinn til fra Sérstök áhersla verður á að undirbúa aðko etursins að landsmóti hestamanna á Hólum 2016 g g gnna við reinin u o flokkun á ljósmyndasafni s rursins sem er mikið að vöxtum og þa koma í varanlega geymslu. Nýting vatnsafls á sér langasögu á bænum Skarði íDalsmynni, nyrst í Fnjóskadal fyrir norðan. Jóhann Bessason bóndi þar hófst handa ár- ið 1875 við gerð mikillar áveitu úr lindunum norðan við bæinn, rafstöð var fyrst byggð árið 1929 og er stöðvarhús hennar elsta mannvirki sem enn stendur á bænum. Önnur slík var byggð 1959 og er enn í notkun. Áveita Jóhanns náði að lokum til allra túna á bænum og var hún án efa mikilvæg forsenda fyrir hinu mikla búi sem hann hafði á þeim tíma, að sögn afkomenda hans. Kornmylla „Langafi byggði kornmyllu við áveitulækinn og markar sú fram- kvæmd upphaf nýtingar vatnsorku á Skarði. Ekki er vitað hvaða ár myllan var byggð en líklegast hefur það verið um 1890,“ segir Jóhann Skírnisson flugstjóri, langafabarn nafna síns. Jón bóndi Jóhannsson, Bessasonar, byggði rafstöðina í Skarðsá 1929 með það að markmiði að raflýsa bæinn auk þess að fá orku til eldunar og upphitunar. Skírnir sonur hans, sem fæddur var á Skarði árið 1928 og bjó þar allan sinn aldur, sagði börnum sínum, sem nú eiga jörðina, að slík ofurtrú hefði verið á rafmagninu að föður hans var sagt að öll eldstæði, hvort heldur var til upphitunar eða eld- unar, yrðu óþörf þegar rafmagnið kæmi. „Stór kolaeldavél sem var í eld- húsinu og jafnframt notuð til upp- hitunar í framhúsinu svokallaða sem byggt var 1893-94 var því fjar- lægð áður en reynsla var komin á rafmagnið,“ segir Jóhann Skírn- isson. Rafmagnið reyndist síðan bæði ótryggt og lítið, aðeins 5 kW en líklega hafa menn gert ráð fyrir um 8 kW sem var stærð rafalsins. Kolaeldavélin var því fljótlega sett á sinn stað aftur og þá við hlið nýju rafmagnseldavélarinnar. Var upp- hitun á Skarði því með þessum hætti þar til byggt var nýtt hús 1939. „Það hús var frá upphafi með bæði rafhitun og kolakyntri mið- stöðvarhitun,“ segir Jóhann. Vatnsvegurinn forsendan Skírnir, sem lést 2007, sagði svo frá að veituskurðurinn sem afi hans hlóð á sínum tíma; í daglegu tali kallaður Vatnsvegurinn, hefði í raun verið forsendan fyrir því að hag- kvæmt þótti að virkja Skarðsá árið 1929. Hann varð þá veituskurður að inntaki virkjunarinnar sem enn stendur í Gilinu. Vélbúnaður virkjunarinnar kom með skipi til Akureyrar. Sigþór bróðir Jóns starfaði hjá Rafveitu Akureyrar, hann tók rafalinn í sundur þvoði hann og hreinsaði svo vandlega að hann var enn í fínu lagi um 1963 þegar hann var seldur í Háls í Öxnadal. Ekki var gangráður á þessum fyrstu rafstöðvum og var spennunni því handstýrt eftir stórum mælum í eldhúsinu á þann hátt að hafður var stór vatnspottur á eldavélinni og þá ýmist hækkað eða lækkað undir pottinum eftir því sem notkunin breyttist! Kynntist húsfreyjan þá fyrst þeim lúxus að hafa ávallt að- gang að heitu vatni í eldhúsinu. Rafmagnið hafði gríðarleg áhrif á líf fólksins og markaði skörp skil á milli þeirra sem þess nutu og hinna sem urðu að láta sér nægja draum- inn um upplýsta tilveru, ef þannig má taka til orða. Jóhann Skírnisson segir að ein- hverju sinni hafi unglingur á heim- ilinu spurt ömmuna, Sigrúnu Guð- mundsdóttur, eiginkonu Jóns Jóhannssonar, þá háaldraða; og hafði hún lifað alla tæknibyltingu 20. aldarinnar, hvað henni þætti nú merkilegast hafa gerst í tækni á hennar ævi. Ungmennið átti von á að amma minntist á flugvélar, sjón- varpið eða traktora en sú gamla svaraði án umhugsunar: „Það var þegar rafmagnið kom, þá fékk ég hrein ljós og heitt vatn,“ og segir Jóhann að amma hans eigi þar við þegar rafljósið kom í stað olíu- lampanna. Rafmagnið færði fókinu birtu og yl í híbýlin, heitt vatn og fréttir samdægurs eftir að útvarpið kom til sögunnar. Heimarafstöðvar voru upphafs- stig rafvæðingar sveitanna. „Skarð var framarlega í þeirri rafvæðing- FNJÓSKADALUR Upplýst tilvera í sveitinni ÞEIR SEM EKKI ÞEKKJA ANNAÐ EN OFGNÓTT RAFMAGNS EIGA EFLAUST ERFITT MEÐ AÐ GERA SÉR Í HUGARLUND HVÍLÍK BYLTING VARÐ ÞEGAR HEIMARAFSTÖÐVAR VORU BYGGÐAR TIL SVEITA Á FYRRIHLUTA 20. ALDARINNAR. BÆRINN SKARÐ Í DALSMYNNI ER GOTT DÆMI UM ÞAÐ. Skírnir heitinn Jónsson, bóndi á Skarði í Dalsmynni, og Gamli rauður, eins og traktorinn var jafnan kallaður af heimafólki.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.