Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.10. 2015 Líkamsræktarfrömuðurinn Svava Sigberts- dóttir var í forsíðuviðtali í Sunnudagsblaðinu í upphafi árs þar sem hún lýsti The Viking Met- hod æfingakerfinu sem hefur slegið í gegn í London, þar sem hún býr og starfar. Vel- gengnin heldur áfram og er The Viking Met- hod orðin mjög eftirsótt aðferð, bæði sem fjar- þjálfun og einkaþjálfun og Svava komin í samstarf við Hummel fataframleiðandann. Það voru engir galakjólar og háir hælar í opnunarteiti The Viking Method í London á miðvikudagskvöld. Þar kynnti Svava Sigberts- dóttir, yfirvíkingur, nýja heimasíðu og sér- merktan Hummel fatnað áður en hún lét blaðamenn, m.a. frá Metro, The Daily Mail og Women‘s Health, og aðra gesti taka vel á því. Allir virtust þó skemmta sér vel enda sagði Svava það lykilatriði góðrar þjálfunar. „Þjálf- unin á að vera skemmtileg og þú átt að finna fyrir framförunum, ekki reyna að sjá þær í speglinum.“ Í staðinn fyrir að bjóða kúnnum upp á þessa hefðbundnu „fyrir og eftir“ myndatöku eða mælingar á hversu mikill sentimetrafjöldi fer eftir því sem líð- ur á þjálfunina, lætur Svava alla skrá hjá sér frammistöðu sína í stuttu „stöðuprófi“ í upphafi, sem þeir svo endurtaka að fjór- um vikum liðnum og skrá að nýju frammistöðuna. „Munurinn getur verið ótrúlega mikill og það er það sem gefur fólki svo mikið. Og þetta er árangur sem þú getur ekki rifið niður. Gallinn við að fylgjast með framförunum í speglinum er að við erum bara ánægð í fimm mínútur, þá finnum við eitt- hvað annað til að gagnrýna og getum verið hrikalega grimm við okk- ur sjálf. En framfarirnar í æf- ingunum getur enginn tekið frá þér og þú verður miklu ánægðari með þig því þú veist hvað þú getur og veist hvað þú ert búin að afreka.“ Opnunarteitin var haldin í sal Jumeirah Carlton To- wer hótelsins í Knightsbridge hverfinu, þar sem Svava hóf þjálfunarferilinn og neistinn að The Viking Method kviknaði. Nýja heimasíðan, thevikingmethod.com er hin glæsilegasta, þar er mikið af stuttum myndböndum þar sem Svava sýnir dæmi um skemmtilegar æfingar sem hægt er að gera úti á víðavangi eða t.d. við bekk í almenningsgarði. Á síðunni er boðið upp á fjarþjálfun og skiptir þá engu hvar í heiminum fólk er statt, allir eiga að geta þjálfað eins og alvöru víkingar. Svava er í samstarfi við Hummel og hefur tekið þátt í auglýsingum þeirra en nú er einnig hægt að fá sérstaklega merktan Hummel íþróttafatnað hjá The Viking Method. „Rúnirnar hafa töfra- mátt, ef þú vilt fá einhvern til að elska þig áttu að rista ástarrúnina í viðarbút og lauma undir koddann hjá þeim sem þú elskar. Og það virk- ar!“ sagði Svava lymskufull á svip yfir hópinn á miðvikudagskvöld. „Ég valdi sérstaklega þrjár rúnir til að sækja styrk í, þær standa fyrir Kraft, Hugrekki og Visku. Og ég trúi því að ef þið klæðist fatnaði með þessum rúnum á, þá gefi það ykkur kraft, hugrekki og visku til að standa ykkur vel, ekki bara í þjálfuninni held- ur öllu.“ ingibjorgrosa@gmail.com Rúnirnar gefa styrk SVAVA SIGBERTSDÓTTIR KYNNTI Í VIKUNNI SAMSTARF SITT VIÐ HUMMEL UM FRAMLEIÐSLU Á ÆFINGAFATNAÐI MEÐ RÚNALETRI. Svava bauð bresku pressunni upp á íslenskt vatn og nammi um leið og hún kynnti nýja rúnaletraða æfingafatnaðinn. Þegar heilbrigðismál eru rædd opinberlegaeru oftar en ekki til umræðu einungis af-markaðir þættir eins og skortur á tiltek- inni þjónustu, fjárhagsvandi heilbrigðisstofnana eða hátt lyfjaverð svo dæmi séu nefnd. Þess vegna var hressandi að sækja í vikunni fund Frumtaka, samtaka lyfjaframleiðenda, sem bar yfirskriftina „Hver er réttur minn til heilbrigð- isþjónustu?“ Þar var þessi grundvallarspurning rædd út frá lögfræðilegri hlið, siðferðislegri og praktískri. Spurningunni sjálfri svara menn gjarnan með vísan til löggjafarinnar, til dæmis núgildandi laga um réttindi sjúklinga sem kveða skýrt á um það að sjúklingur eigi rétt á „fullkomnustu heilbrigð- isþjónustu sem á hverjum tíma er völ á að veita“ og „bestu þekkingu sem völ er á“. Það er ekki litlu lofað. Ætli þeir sem samþykktu þessa skil- yrðislausu skilmála hefðu gert það hefðu þeir sjálfir persónulega verið í ábyrgðum fyrir efnd- unum? Ég er ekki viss um að læknar, ekki einu sinni þeir allra kokhraustustu, myndu gefa skuld- bindandi loforð á þessa vegu hefðu þeir fjárhags- lega hagsmuna að gæta. Þegar stjórnmálamenn ákveða að einhverjum skuli veitt þjónusta þá kostar það peninga. Þessa peninga á ríkið ekki sjálft heldur eru þeir eign skattgreiðenda. Þetta fé er takmarkað og þegar af þeirri ástæðu getur ríkið ekki skuldbundið sig til þess að bjóða upp á hvers kyns heilbrigð- isþjónustu. Þetta vilja sumir ekki horfast í augu við og gera stöðugt kröfu á ríkið, ekki bara um að það beri kostnað af þjónustunni heldur veiti hana einnig. Á nefndri ráðstefnu kom fram að nokkru leyti réttmæt gagnrýni á sjúkratryggingakerfið sem slíkt. Það er ómögulegt að svara því með afger- andi hætti í hverju tryggingin sem almenningur hefur í hinu opinbera kerfi felst. Litlar takmark- anir virðast vera fyrir hendi og ljóst að allir njóta sömu tryggingarverndar án tillits til áhættu. Pabbi minn er þannig tryggður fyrir tannlækn- ingum barna og ég er tryggð fyrir stækkun í blöðruhálskirtli. Það segir sig sjálft að hvorugt okkar myndi verja fé í þessar tryggingar ef við hefðum eitthvað um það að segja. Þá eru kröfur manna til heilbrigðis afar mismunandi. Það sem einum þykir lífsins nauðsyn eða í það minnsta aukin lífsgæði þykir öðrum húmbúkk og myndi frekar kjósa að eiga milljón krónur í vasanum en að borga fyrir aðgerð til draga úr heilsubrest- inum. Þetta á að minnsta kosti við um minnihátt- ar kvilla. Í kerfi þar sem ekki er tekið tillit til þessara ólíku þarfa einstaklinganna verður alltaf um sóun að ræða á fjármunum. Möguleikar manna á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á aukast ekki við það. Miklu lofað, en hverju? * Í kerfi þar sem ekki ertekið tillit til þessaraólíku þarfa einstaklinganna verður alltaf um gríðarlega sóun að ræða á fjármunum. ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Sigríður Ásthildur Andersen sigga@sigridur.is Stefán Pálsson grínaðist að venju á Facebook: „Það er greinilega eng- inn að fatta stóra skandalinn í máli Illuga Gunnarssonar: Hvaða fábjáni kallar fyrirtækið sitt „Orka Energy“? – Hvað næst??? Dag- blaðið Newspaper? Fiskur Fish? Naan Brauð?“ Hann fékk fleiri uppástungur í athugasemdum eins og „salsa sósa“, „kemísk efni“ og „Kitchen eldhús á Laugaveginum. Svo var líka gantast með nafnið á fleiri vegu. Bergsteinn Sigurðsson sagði: „Ég stakk upp á að stytta nafnið í Orgy“ og Árni Sveinsson var með aðra túlk- un: „En eru þetta ekki bara Orkar úr LOTR?“ Stóra málið á netinu þessa vik- una var hinsvegar samfélagsmiðla- herferðin #ég er ekki tabú en þar er markmiðið að draga úr for- dómum gegn geðsjúkdómum. Það tókst heldur betur að opna umræðuna á Twitter. Sóley Tóm- asdóttir @soleytomasar skrifaði: „Vorið 2010 var ég svindlari sem hataði son minn. Með aðstoð lækna og sálfræðinga komst ég í gegnum kosningabaráttuna. #ege- rekkitabu.“ Mörgum var kostnaðurinn hug- leikinn. Gylfi Ólafsson @GylfiO- lafsson skrifaði: „#égerekkitabú minnir á að sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd af ríkinu til jafns við aðra meðferðarkosti.“ Haukur d’Or Bragason @Sentil- mennid sagði: „Þú ferð ekki með opið beinbrot í vinnuna. Hættum að kalla veikt fólk aumingja og við- urkennum og virðum geð- sjúkdóma. Respect á #égerekki- tabú.“ Salka Sól Ey- feld @salkadela- sol steig fram: „Það tók mig 12 ár að viðurkenna fyr- ir sjálfri mér að ég þyrfti aðstoð eftir einelti í æsku. Eftir það gat ég loksins verið ég sjálf #egerekkitabu.“ AF NETINU Vettvangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.