Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 51
11.10. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51 Í heiminum heima heitir ljóða- bók eftir Einar Ólafsson sem Skrudda gefur út. Þetta er sjöunda ljóðabók Einars, en síðasta ljóðabók hans, Mánadúfur, kom út fyrir tuttugu árum. Einar skrifaði einnig bókina Brynjólfur Bjarnason, pólitísk ævisaga sem kom út 1989. Ljóðin í Í heiminum heima eru náttúrulýrík og endurlit til horfins tíma í bland við sam- félagslega gagnrýni, ádeilu á stríð og súrrealískar stemn- ingar, allt kryddað hóflegum trega. Ljóðin í bókinni eru frá ýms- um tímum, það elsta samið 1975 og það yngsta ort 2014, en Einar gerir grein fyrir tilurð ljóðanna í einskonar eftirmála. Í heiminum heima Í bókinni Norrænir guðir í nýju landi rekja þeir Heimir Pálsson og Böðvar Guðmundsson trúarbrögð þeirra sem hér námu land á níundu og tíundu öld. Þeir höfðu ekki aðeins með sér fólk og fénað þegar þeir settust hér að heldur líka trúarbrögð, en eins og kemur fram í inngangi bókarinnar, og vitnað í Landnámabók, þá aðhylltust hinir norrænu landnámsmenn einhvers konar ásatrú fyrir utan þá sem kristnast höfðu á Bretlandseyjum. Af Landnámu megi svo skilja að flestir afkomendur kristinna land- námsmanna hafi af hagkvæmnisástæðum fallið frá trúnni og gerst heiðnir. Ísland hafi því verið alheiðið tvo aldarþriðjunga, frá 930 og þar til kristni var lögtekin um árþúsundamótin. Guðir þeir sem landnámsmenn báru með sér þurftu að standa sig í nýju landi þar sem aðstæður voru um margt ger- ólíkar fyrri heimkynnum og fengu sumir nýtt hlutverk, en aðrir týndust af því að ekkert var fyrir þá að gera. Að þessu sögðu þá eru heimildir um trúarbrögðin sem landnámsmenn aðhylltust frá kristnum sagnfræðingum sem rita frásagnir sínar löngu eftir að kristni er lögtekin, flestir á tólftu og þrettándu öld. Þeir Heimir og Böðvar skipta þannig með sér verkum að Böðvar endursegir sögurnar en Heimir veltir fyrir sér annars konar heimildum og heimildaskorti um heiðnina sem hefur hugsanlega lifað hér á landi frá landnámi til kristnitöku. NORRÆNIR GUÐIR Í NÝJU LANDI Böðvar Guð- mundsson Heimir Pálsson Með mestu metsölu- bókum síðustu áratugi eru Twilight-bækur Stephenie Meyer sem síðar voru kvikmynd- aðar með látum. Þær komu út á íslensku undir heitinu Ljósa- skipti. Ljósaskiptabæk- urnar segja frá sam- bandi stúlkunnar Bellu og vampírunnar Ed- ward og var ýmsum fleinn í holdi hversu ósjálfbjarga og undirgefin Bella var – sumir gagnrýnendur bentu á að lýs- ingin á sambandi þeirra væri eins og lýsing á dæmigerðu of- beldissambandi. Þeir fá nú færi á að skoða bækurnar upp á nýtt því í tilefni þess að áratugur er liðinn frá því fyrsta bók- in kom út kemur hún út að nýju talsvert breytt því nú eru söguhetjurnar pilturinn Beau og vampíran Edythe en sagan óbreytt að mestu leyti. HÚN VERÐUR HANN Hann verður hún - úr Twilight.. Kristín Katla biður vinkonur sínar um að gefa sér peninga í afmælisgjöf á tíu ára afmælinu, enda ætlar hún að kaupa sér dúkku í Leikfangabúðinni. Pétur Uni, tvíburabróðir Kristínar, gerir grín að henni og móðir hennar spyr hana hvort hún sé ekki of gömul fyrir dúkkur, en þetta er ekki dúkka fyrir litlar stelpur og allar vin- konur Kristínar eru vitlausar í einmitt svona dúkkur. Fljótlega kemur svo í ljós að dúkkan, sem fær nafnið Draumey, er engin venjuleg dúkka. Sagan af Kristínu Kötlu og dúkkunni hennar er rakin í bókinni Dúkka eftir Gerði Kristnýju, en Dúkka er saga fyrir börn frá átta ára aldri sem fær hárin til að rísa. Linda Ólafsdóttir myndskreytti bók- ina, Mál og menning gefur út. Dúkkan hennar Krist- ínar Kötlu Gerður Kristný Íslensk ljóð og íslenskar barnabækur NÝTT OG GAMALT ÞAÐ ER FJÖR Í ÍSLENSKRI LJÓÐAGERÐ, SEM SANNAST Á FJÖLDA ÚTGEFINNA LJÓÐABÓKA Á ÞESSU HAUSTI, NÝRRA HÖFUNDA OG REYND- ARI, EN ÚTGÁFA Á ÍSLENSKUM BARNABÓKUM ER LÍKA LÍFLEG UM ÞESSAR MUNDIR. SEM BETUR FER. SVO ER HÆGT AÐ GLUGGA Í GAMLAN SIÐ, JAFNVEL HEIÐINN SIÐ. Bókaútgáfan Óþurft hefur gefið út bókina Ógnaröld sem hefur að geyma myndsasögur Kristjáns Jóns Guðnasonar. Á kápu segir að bókin geymi sögur fyrir alla þar sem stelpur séu aðalsöguhetjurnar, en sög- urnar séu um venjulegt fólk, en ekki um ofurhetjur. Þetta er ellefta bók Kristjáns og tíunda myndasag- an sem hann sendir frá sér. Myndasögur um venjulegt fólk Vinabókin heitir bók eftir þær Jónu Val- borgu Árnadóttur og Elsu Nielsen og er sjálfstætt framhald Brosbókarinnar og Knúsbókarinnar . Mál og menning gefur út. Í Vinabókinni segir frá hnátunni Sólu, sem er orðin leið á því hvað pabba hennar finnst hún vera lítil, enda kallar hann hana alltaf Pínu Pons. Eitt sinn þegar Sóla er ein úti ákveður hún að byggja sér kofa og þegar skyndilega birtist óvæntur vinur smíða þau kofann í sameiningu Jóna Valborg er höfundur texta, en Elsa gerir myndir. Sóla og Skorri verða vinir BÓKSALA 01.-07. OKTÓBER Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 HrellirinnLars Kepler 2 Íslensk litadýrð-Colorful IcelandElsa Nielsen 3 Þarmar með sjarmaGiulia Enders 4 Stúlkan í trénuJussi Adler-Olsen 5 Café SigrúnSigrún Þorsteinsdóttir 6 Undir fíkjutréAnna Lára Steindal 7 Konan í lestinniPaula Hawkins 8 Hugmyndir: Andvirði hundraðmilljónir Halldór Halldórsson 9 Enchanted ForestJohanna Basford 10 Secret GardenJohanna Basford Barnabækur 1 Grimmi tannlæknirinnDavid Walliams 2 Strákurinn í kjólnumDavid Walliams 3 Skúli skelfir og múmíanFrancesca Simon 4 Óvættaför 20 - EkvínusAdam Blade 5 Lára fer í flugvélBirgitta Haukdal 6 Lára lærir að hjólaBirgitta Haukdal 7 SmákonKarl Jóhann Jónsson 8 Lubbi finnur málbeinEyrún Í. Gísladóttir/ Þóra Másdóttir/ Þórarinn Eldjárn 9 Tikk og Takk - Klukkubók 10 Leitin mikla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.