Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 16
Heilsa og hreyfing Þær bestu og þeir bestu *Bækur á íslensku um erlendar knattspyrnuhetjur hafa notið vin-sælda hér á landi. Til eru bækur um Messi, Neymar og fleiri. Bæk-urnar eru skrifaðar af Illuga Jökulssyni og Birni Þór Sigurbjörns-syni en það er bókaútgáfan Sögur sem staðið hefur að útgáfunni.Út eru komnar tvær fótboltabækur til viðbótar. Önnur heitir Fót-bolti – Bestu konurnar og hin Fótbolti – Bestu karlarnir. Þær hafaað geyma ýmsan fróðleik og skemmtilegar staðreyndir um valda leikmenn, þá og þær sem talin eru skara fram úr í heimi fótboltans um þessar mundir. E ymundur Eymundsson, ráðgjafi í Grófinni, geð- verndarmiðstöð á Ak- ureyri, glímdi við mikinn kvíða frá því hann var í 1. bekk grunnskóla. Nokkrum árum seinna hafði kvíðinn þróast í fé- lagsfælni en hann þorði ekki að tala um það við nokkurn mann; óttaðist að verða skammaður. Eymundur glímir við slitgigt og var þess vegna á endurhæf- ingardeild Sjúkrahússins á Ak- ureyri í Kristnesi árið 2005. Þar sá hann fyrst bæklinga um kvíða, félagsfælni og þunglyndi. „Ég fór að grenja þegar ég las um sjálfan mig í þremur bækl- ingum. Þarna sé ég í fyrsta skipti ástæðuna fyrir því hvern- ig mér hafði liðið síðan ég var krakki,“ segir hann við Morg- unblaðið. Eymundur segist hafa hugsað um dauðann nánast daglega síð- an hann var 12 ára og það hafi alls ekki verið sjálfsagt mál að hann var á lífi þegar þarna var komið sögu. „Ég hafði bara ekki kjarkinn til að taka eigið líf – sem betur fer.“ Þennan dag í Kristnesi tók lífið nýja stefnu. Eymundur skynjaði að hann ætti von og ákvað að leita sér aðstoðar. „Það er ekki hægt að lýsa því hve vonin er mikilvæg.“ Enginn áttaði sig á því hve Eymundi leið illa. „Ég var góður leikari og faldi vanlíðanina með trúðslátum.“ Hann hóf samtalsmeðferð hjá heimilislækni sínum. Vildi alls ekki fara á geðdeild; segist hafa verið haldinn fordómum um þann stað. Eymundur hóf að taka lyf en ekki leið á löngu þar til hann fór að drekka ofan í þau. „Frá 16 ára aldri hafði ég notað áfengi til að geta verið með félögunum; þorði það ekki annars. En þarna áttaði ég mig á því að þetta gekk ekki og fór í áfengismeðferð á Vog. Þegar þangað kom gerðist eitthvað; Guð talaði til mín og sagði: Þú getur eignast líf en verður að vinna fyrir því. Nú hef ég ekki snert áfengi í níu ár og það er grunnurinn að því að ég eign- aðist líf.“ Eymundur fór út á vinnumark- aðinn strax að loknum grunn- skóla. Sjálfsvirðingin var engin og hann taldi sjálfum sér trú um að hann hefði ekkert í fram- haldsskóla að gera. Eftir að hann fékk hjálp og lífið tók nýja stefnu fór hann í almennt nám hjá Starfsendurhæfingu Norður- lands, síðar í Ráðgjafaskólann og er nú í félagsliðanámi. Þegar hann lagðist inn á geð- deild í fyrsta skipti áttaði Ey- mundur sig loks á því að engu máli skiptir hvað aðrir halda, að- eins það sem hver og einn gerir sjálfur. „Þegar ég var í fé- lagskvíðahópi á geðdeildinni þáði ég alla leiðsögn sem var í boði. Þá gerði ég t.d. þrennt sem ég hafði ekki gert síðan ég var krakki: fór niður í bæ, fór í strætó og fór í bíó. Það var stórmál fyrir mig en það tókst,“ segir hann. Eymundur kynntist Hugarafli í Reykjavík 2009. „Ég hafði lesið um þá hugmyndafræði að hægt væri að fá bata með valdeflingu,“ segir hann og hreifst af. Eftir að Eymundur flutti aftur til Ak- ureyrar tók hann þátt í stofnun Grófarinnar, þangað sem koma nú um 20 manns daglega og starfið gengur afar vel, að sögn Eymundar. Þar er einmitt unnið með valdeflingu. ALÞJÓÐA GEÐHEILBRIGÐISDAGURINN ER 10.OKTÓBER Hva, þetta eru bæklingar um mig! Frá 12 ára aldri hugsaði ég nánast daglega um dauðann en hafði ekki kjark til að taka eigið líf, segir Eymundur. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson EYMUNDUR EYMUNDSSON VAR ORÐINN 38 ÁRA ÞEGAR HONUM VAR FÆRT LESEFNI ÞAR SEM HANN VAR TIL MEÐHÖNDLUNAR Á KRISTNESI VEGNA SLITGIGTAR. ÞÁ ÁTTAÐI AKUREYRINGURINN SIG LOKS Á ÞVÍ HVERS VEGNA HONUM HAFÐI LIÐIÐ JAFN ILLA OG RAUN BAR VITNI FRÁ ÞVÍ HANN VAR BARN. EYMUNDUR ÁTTAÐI SIG LOKSINS Á ÞVÍ AÐ HANN ÁTTI VON: „ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ LÝSA ÞVÍ HVE VONIN ER MIKILVÆG,“ SEGIR HANN. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Eymundur og hans fólk í Grófinni, geðverndarmiðstöð á Akureyri, hefur upp á síðkastið heimsótt alla grunnskóla bæjarins og frætt kennara og annað starfsfólk um geðraskanir. Það mun í fyrsta skipti sem starfsfólk skóla hér á landi fær slíka fræðslu. Eymundur segist hafa fengið mjög góð við- brögð; skólafólkið skynji hve gríð- arlega mikilvægt er að geta áttað sig á einkennum vanlíðunar barnanna. Hugarafl í Reykjavík hefur lengi frætt grunnskólanema um geðrask- anir og það hafa þau Eymundur einnig gert nyrðra. Hefja einmitt slíkt ferðalag enn á ný í vikunni og sækja heim alla 9. bekki bæjarins. Eymundur segir viðbrögð kenn- ara og annars starfsfólks skólanna sérlega gleðileg. „Fólkið er mjög ánægt að heyra sögur okkar sem höfum glímt við geðraskanir og hve mikil áhrif það hefur haft á okkar líf. Sumum finnst við kjörkuð en geðraskanir mega ekki vera laun- ungarmál. Ég er óhræddur við að segja sögu mína ef það getur komið öðrum til góða. Þessi fræðsla auð- veldar vonandi starfsmönnum skól- anna að átta sig á því hvaða börn þurfa hjálp.“ Seinna í vetur verður foreldrum grunnskólabarna boðin fræðsla og vonast hann til að sem flestir nýti sér tækifærið. „Við getum ekki skyldað neinn til að mæta en það er mjög mikilvægt að foreldrar komi.“ Eymundur segir Akureyrarbæ að mörgu leyti standa sig vel við í að aðstoða fólk með geðraskanir. Nefnir Lautina, sem er athvarf op- ið yfir daginn, Búsetudeild bæj- arins sem vinni mjög þarft verk; Fjölsmiðjan, þar sem ungt fólk með geðraskanir getur unnið, sé einnig mikilvæg svo og Virk, starfsendurhæfing. Eymundur bendir líka á mjög ánægjulegt samstarf Grófarinnar og Háskólans á Akureyri. „Nemar í iðjuþjálfun koma til okkar og eru með hópastarf. Það er mjög gott fyrir okkur og mikilvæg reynsla fyrir nemendurna sjálfa.“ Dagdeild geðdeildar Sjúrakhúss- ins á Akureyri var hins vegar lögð niður fyrir nokkrum árum vegna niðurskurðar. „Við reynum að fylla upp í það skarð sem þá myndaðist en félögin fyrir sunnan fá meiri peninga en við. Okkur finnst við á landsbyggðinni vera svolítið út undan hjá ríkinu, sem er slæmt mál. Geðraskanir eru nefnilega líka úti á landi, þó stundum mætti halda að fólk átti sig ekki á því.“ Eymundur segist vita að góðir hlutir gerist hægt, en starfsemin í Grófinni sanni hve mikilvægt er að fólk fái aðstoð. „Til dæmis finnst mér mjög nauðsynlegt að sálfræð- ingar komi til starfa í skólum. Það kostar eins og allt annað en ég veit að það getur sparað mikla peninga til framtíðar.“ Eymundi líst frábærlega á það sem yfirvöld heilbrigðismála stefna að, að allir unglingar á landinu verði skimaðir fyrir þunglyndi og kvíða. „Ef ég væri í 9. bekk í dag og heyrði það sem við höfum verið að segja í skólunum myndi það örugglega skipta sköpum. Það munar miklu að átta sig á því 15 ára eða 38 ára hvað amar að, eins og í mínu tilfelli; að tækifæri sé til að eignast framtíð!“ Kennurum finnst gott að heyra reynslusögur okkar sem höfum glímt við geð- raskanir, segir Eymundur Eymundsson. um heimsóknir í skóla á Akureyri. Morgunblaðið/Kristinn Geðraskanir úti á landi líka ... MIKILVÆGT ER AÐ STARFSFÓLK SKÓLA ÞEKKI EINKENNI VANLÍÐUNAR BARNANNA. FRÆÐSLA FYRIR STARFSMENN GRUNNSKÓLANNA FELLUR Í GÓÐAN JARÐVEG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.