Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.10.2015, Blaðsíða 34
Tíska AFP *Gúmmístígvél voru áberandi á sumarsýningufranska tískuhússins Saint Laurent sem haldin var íParís í vikunni. Hedi Slimane, yfirhönnuður tísku-hússins, sem þekktur er fyrir afar rokkaðan stíl,paraði saman nokkuð hefðbundin upphá gúmmí-stígvél við galakjóla og feldi. Skemmtilegt og áhuga-vert trend sem á sennilega eftir að pluma sig vel næsta sumar. Gúmmístígvél á tískupöllunum H vernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa stílnum mínum sem mjög einföldum og klassískum. Ég vill getað notað flíkurnar lengur en í nokkra mánuði og geta notað þær á marga vegu. Ég er líka mjög örugg í fatavali, ég vill ekki hafa hlutina of flókna. Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut? Já, ég á nokkrar enda er mjög erf- itt að velja bara eitthvað eitt. Leðurjakkinn minn frá Asos er í miklu uppáhaldi enda er hann gullfallegur og tímalaus. Í augnablikinu er ég svo mjög hrifin af nýju svörtu kápunni minni frá Zöru og Bianco x Camilla Pihl skónum mínum. Hvaða þekkta andlit finnst þér með flottan stíl? Mér finnst Kendall Jenner alltaf sjúklega flott - annars er ég hrifnari af tískubloggurum frekar en þekktum ein- staklingum þegar það kemur að tísku. Það er mun auðveldara að tengja við þá og er ég sérstaklega hrifin af Kenzu Zouiten, Angelicu Blick og Eirin Kristiansen. Hvaða vetrartrend ætlar þú að tileinka þér? Ég er ekki mikið fyrir að fylgja trendum en eitt trend sem ég elska og er búið að vera frekar áberandi upp á síðkastið er rúskinnsstígvél sem ná upp á læri. Ég á eitt þannig par og mun nota þau mikið í vetur! Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þeg- ar kemur að fatakaupum? Alltaf kaupa gæðaflíkur sem þú munt nota og aldrei kaupa neitt úr akrýl. Þegar ég kaupi mér föt þá reyni ég að ímynda mér í huganum hvernig ég mun klæðast þeim og ef þú er í vafa, slepptu því. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Elie Saab mun alltaf vera uppáhalds fatahönnuðurinn minn. Ég vildi að ég ætti eitt stykki kjól eftir hann. Hvar kaupir þú helst föt? Ég kaupi mikið á net- inu, þá sérstaklega af Asos og Missguided. Hér heima er ég dugleg að versla í Vila, Vero Moda, Zöru og Lin- dex. Hvað er nauðsynlegt í snyrtitöskuna? Gott raka- krem er algjör nauðsyn, sér- staklega núna í kuldanum. Ég er að nota Intense Moisture Glow frá YSL í augnablik- inu og er að elska það. Svo get ég ekki lifað án NARS hyljarans og Brow Wiz frá Anastasia Beverly Hills. Hver hafa verið bestu fatakaupin þín? Asos leðurjakkinn, án efa! Ég ætlaði fyrst ekki að þora að kaupa mér hann þar sem hann var ekki inni í þægindarrammanum mínum, en bestu kaupin mín hingað til. Hvaða tískublöð eða blogg eru í uppáhaldi? Mér finnst mjög gaman að skoða íslensk tísku- blöð, og þá er Nýtt Líf og Nude Magazine í uppáhaldi. Uppáhalds tískubloggin mín eru Kenza Zouiten, Angelica Blick, Eirin Kristiansen, Camilla Pihl og Lisa Olsson. LEÐURJAKKINN FRÁ ASOS BESTU KAUPIN Morgunblaðið/Eggert Örugg í fatavali ALEXSANDRA BERNHARÐ GUÐMUNDSDÓTTIR, VIÐSKIPTA- FRÆÐINEMI OG FLUGFREYJA HJÁ ICELANDAIR, HELDUR ÚTI SKEMMTILEGU TÍSKUBLOGGI, SHADES-OF-STYLE.COM. ALEXSANDRA KAUPIR MIKIÐ Á NETINU OG SEGIR FATASTÍL SINN EINKENNAST AF EINFALDLEIKA OG KLASSÍK. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Íslensku tískublöðin Nýtt Líf og Nude Ma- gazine eru í uppáhaldi. Upphá rúskins- stígvél frá Asos. Nýja kremið frá Yves Saint Laurent, Intense Moisture Glow, í uppá- haldi hjá Alexsöndru. Kjóll frá Elie Saab er of- arlega á óska- listanum. Alexsandra Bern- harð fylgist vel með því sem er að gerast á tískubloggum. Kendall Jenner er alltaf smart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.