Morgunblaðið - 12.10.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.10.2015, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 2. O K T Ó B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  239. tölublað  103. árgangur  MIKIL ÁHRIF HVALVEIÐA Á SAMFÉLAGIÐ JAFNTEFLIÐ GÓÐ ÁMINNING LESTRARHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 4. ÁRIÐ Í RÖÐ ÍÞRÓTTIR BÓKMENNTABORG 26BÓK EFTIR SMÁRA 9  Tæplega 43% erlendra ferða- manna sem komu hingað til lands í fyrra yfir vetrarmánuðina fóru í norðurljósaferð. Ferðamálastofa hóf nýlega könnun á vetrar- ferðavenjum ferðamanna hér á landi fyrir árið 2015 og vísbend- ingar eru um að hlutfallið sé svipað. Fjölmörg fyrirtæki bjóða upp á norðurljósaferðir og fjöldi hótela býður upp á norðurljósavakningu. Viðmælendur Morgunblaðsins voru á einu máli um að ferðirnar byrjuðu vel. Í Mývatnssveit eru gestir Sel hótelsins vaktir og skráir mikill meirihluti gesta sig í norður- ljósavakningu. Hjá ferðaþjónustu- fyrirtækinu Grey Line er norður- ljósavertíðin að byrja og bókanir lofa góðu. Þegar mest lét í fyrra fór fyrirtækið með um 1.400 manns á hverjum degi í slíkar ferðir. »6 Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Ljósadýrð Himnarnir hafa verið fallegir og margir skrá sig í norðurljósaferðir. Norðurljósaferðir skipa stóran sess í vetrarferðamennsku  Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur heldur á morgun upp- lýsingafund með hagsmunaaðilum vegna deiliskipulags á Sigtúns- reitnum. Margar athugasemdir hafa borist við auglýsta tillögu um fyrirhugaða uppbyggingu. Halla Sif Guðlaugsdóttir, íbúi í hverfinu, segir íbúa telja íbúða- magnið allt of mikið og að skýr svör skorti varðandi ýmsa innviði í hverfinu. »12 Ræða um deiliskipu- lag á Sigtúnsreit Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Ágreiningur um lífeyrismál varð til þess að í nýliðinni viku slitnaði upp úr viðræðum Salek-hópsins um við- brögð við bráðavanda vegna ólíkra launahækkana hópa á vinnumark- aði og bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Vonir standa þó til að takast muni að hefja umræður á þeim vettvangi á ný fyrr en síðar. Hópurinn, sem samanstóð af fulltrúum ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, SA, ríkisins og sveitarfélaga, hafði m.a. útfært hugmynd, til að tryggja öll- um hópum á vinnumarkaði sam- bærilega launaþróun, um að allir viðsemjendur skuldbyndu sig til að sjá til þess að launakostnaðarhækk- anir, sem samið er um hjá hverjum hópi um sig, að lífeyrisframlögum meðtöldum, yrðu sambærilegar hjá öllum hópunum. Út frá því var gengið að kostnaðurinn hækkaði um 32% frá upphafi til loka tíma- bilsins frá nóvember 2013 til sama mánaðar árið 2018. Þeir sem eiga ósamið myndu fylgja þessu. Ef launaskrið ætti sér stað á al- menna markaðinum umfram þró- unina á opinbera markaðinum gætu opinberir starfsmenn fengið það bætt upp með launaskriðstrygg- ingu. Til að jafna lífeyrisréttindi var gert ráð fyrir að framlag launa- greiðenda hjá almennu lífeyrissjóð- unum hækkaði um 3,5%. »2 Slitnaði vegna lífeyrismála Morgunblaðið/Golli Vinnumarkaður Reynt var að ná samstöðu um samræmdar hækkanir.  Samræmdar hækkanir og uppbætur vegna launaskriðs  „Við þurfumað keyra stans- laust á gæði og halda vöku okkar,“ segir Björn Hall- dórsson, for- maður Sam- bands íslenskra loð- dýrabænda. Félagsmenn sjá fram á þrengingar vegna verð- lækkana á heimsuppboði á loð- dýraskinnum á dögunum. Bænd- urnir vonast til að veturinn í Kína verði kaldur, því þá verði loðpelsar sem fást í verslunum þar rifnir út af fólki í góðum efnum. »6 Hvítrefur Afurð dýrs er verðmæt. Skinnaverð lækkar en gæðin verði aukin Stórhundasýningin sem haldin var í Garðheimum í Mjódd í Reykjavík um helgina var fjölsótt. Þar gafst fólki kostur á að skoða hunda af ýmsum teg- undum sem allir voru af stærri gerðinni. Einnig að kynna sér þjálfun þeirra en á því sviði er mikil þróun og nýjungar að koma fram. En fyrst og síð- ast var þetta skemmtun sem ekki síst börnin höfðu gaman af og með því að horfa beint í augu hundanna myndaðist sterk og falleg taug. Stórhundar vöktu athygli á sýningu í Garðheimum Morgunblaðið/Styrmir Kári Taug á milli barns og hunds Guðni Einarsson gudni@mbl.is Um 1.600 starfsmenn Landspítalans munu leggja niður störf verði af boðuðu verkfalli SFR, stéttarfélags í almannaþjónustu, og Sjúkraliða- félags Íslands (SLFÍ). Verkfallið á að hefjast á miðnætti á fimmtudag, 15. október. Um er að ræða tæplega þriðjung starfsmanna spítalans. Hópurinn sem stefnir í verkfall nú er ívið fjölmennari en stétt hjúkr- unarfræðinga á spítalanum. „Við erum farin að undirbúa okk- ur eins vel og við getum fyrir þær aðstæður sem koma upp ef kemur til verkfalls. Við erum því miður orðin vön því að reka spítalann í verkföllum,“ sagði Sigríður Gunn- arsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkr- unar á Landspítalanum. „Við vonum enn að menn nái saman svo það verði hægt að afstýra verkfalli.“ Hún sagði að á verkfallstímum á spítalanum á undanförnum árum hefði verið kappkostað að standa vörð um bráðastarfsemina. Það yrði áfram gert. Sigríður benti á að nú stefndi í að fjöldi starfsmanna á ólíkum sviðum spítalans legði niður störf. Viðbrögðin tækju mið af því við hvað þetta fólk starfaði. Hún sagði alveg ljóst að verkfallsaðgerð- ir SFR og SLFÍ myndu koma veru- lega niður á starfsemi spítalans. „Það er ljóst að við getum ekki gegnt okkar hlutverki til fulls ef að- eins hluti starfsfólksins er í vinnu,“ sagði Sigríður. Hún sagði að einhver störf væru á undanþágulistum. Sigríður sagði að á spítalanum, líkt og almennt í heilbrigðisþjónustu, starfaði teymi við umönnun sjúklinga. Störf ým- issa fagstétta gætu mögulega skar- ast á stundum. Almenna reglan væri þó sú að ekki væri gengið í störf annarra fagstétta. „Það er stundum hægt að láta hlutina ganga með öðrum í teyminu, en það verða ekki stunduð verkfallsbrot. Það er alveg víst. Ef ekki eru undanþágur verður að bregðast við því með því að draga starfsemina saman,“ sagði Sigríður. Búa spítalann undir verkfall  Um 1.600 starfsmenn Landspítalans eru í SFR og Sjúkraliðafélaginu  Verkfall boðað næstkomandi fimmtudag  Hefur mikil áhrif á starf spítalans  Kappkostað að standa vörð um bráðastarfsemina Verkfall SFR og SLFÍ » SFR og Sjúkraliðafélagið (SLFÍ) hafa boðað sértækar verkfallsaðgerðir á Landspítala (LSH) og fleiri stofnunum. » Vinnustöðvun SFR, sem hefst 15. október, er ótíma- bundin á LSH. SLFÍ byrjar á tveggja sólarhringa verkfalli, svo fjölgar verkfallsdögum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.