Morgunblaðið - 12.10.2015, Page 4

Morgunblaðið - 12.10.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Skógarhlíð 18 • Sími 595 1000 www.heimsferdir.is B irt m eð fy rir va ra um p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja sé r ré tt til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th .a ð ve rð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Frá kr.99.900 m/hálfu fæði Netverð á mann frá kr. 99.900 á Tulip Inn m.v. 2 í herbergi. Agadir 26. okt í 10 nætur 47.950 Flugsætifrá kr. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Fjórða skrúfuþotan í flota Flug- félagsins Ernis bætist við síðar í mánuðinum. Mikil fjölgun farþega til og frá Húsavík og Vest- mannaeyjum, þangað sem félagið er með daglegar ferðir, ræður þessu og hafa flugvélakaupin verið í deiglu um nokkurt skeið. Vélin nýja er sömu gerðar og þær þrjár sem Ernir eiga fyrir, það er Jet Stream 32 sem tekur 19 farþega. Jet Stream vélin væntanlega hef- ur verið í eigu tyrknesks flugvéls og reynst vel. Um þessar mundir eru nokkrir Ernismenn í Tyrklandi að yfirfara gripinn og taka út. Allt hefur geng- ið að óskum og reiknar Ásgeir Örn Þorsteinsson sölu- og markaðsstjóri Ernis með að flugvélin nýja komi til landsins eftir um tvær vikur. Virkjanir og hvalaskoðun „Þetta er talsverð fjárfesting. Við þurfum hins vegar að bregðast við aðstæðum, því nú er mikið að gera í fluginu,“ segir Ásgeir Örn um verkefnið. Hann vekur athygli á því að í fyrra hafi farþegar í Húsa- víkurflugi Ernis verið um 11.000 á ári. Ferðirnar í viku hverri voru 8 en nú eru þær orðnar 16 og áætlað er að farþegar á næsta ári verði alls um 15 þúsund. Helgast þetta meðal annars af virkjunarframkvæmdum á Þeistareykjum og byggingu iðju- vers á Bakka. Þá velja æ fleiri dags- ferðir til Húsavíkur með flugi, með- al annars í tengslum við hvalaskoðun. Um Vestmannaeyja- flugið er svipaða sögu að segja; ferðamönnum fjölgar og mikið er umleikis í útgerðinni. Þá þykir flugið á stundum öruggasti ferða- mátinn, enda ekki alltaf á vísan að róa með siglingar Herjólfs. Leiguverkefni af ýmsum toga Auk tveggja framangreindra staða flýgur Ernir reglulega til Bíldudals, á Gjögur og til Hafnar í Hornafirði. Þá sinnir félagið einnig leiguverkefnum sem eru af ýmsum toga. Sérstaklega má þó nefna sjúkraflug til útlanda, einkum þá Gautaborgar í Svíþjóð, með líf- færaþega, og eru þær ferðir að jafnaði ein til tvær í mánuði. Ernir fá fjórðu flugvélina í flotann  Mikil fjölgun farþega í Húsavík- urfluginu  Úr 8 ferðum í 16 á viku Morgunblaðið/Sigurður Bogi Ernir Jet Stream eru vélar sem hafa reynst vel í útgerð flugfélagsins. Í gær var búið að vigta og skrá 3.717 lundapysj- ur hjá Pysjueft- irlitinu í Sæ- heimum í Vestmanna- eyjum. Pysju- fjöldinn er því orðinn meira en tvöfalt meiri en hann varð haust- ið 2012, sem var besta pysjuárið frá hruni sand- sílastofnsins. Haustið 2012 voru vigtaðar 1.830 lundapysjur. Í gær kom 51 pysja á vigtina og víst að fleiri munu bætast við. Lundapysja Enn bætist við. 3.717 pysjur Sigurður Bogi Sævarson sbs@mbl.is Takmarkað framboð á raforku setur atvinnuuppbyggingu út um land miklar skorður. Segja má að Suður- land og svæðið á Bakka við Húsavík séu einu svæðin á landinu þar sem hægt er að útvega orku í takti við það sem markaðurinn kallar eftir. Annars staðar er þröng, enda fáir virkjunar- kostir eða þá flutningsmannvirki ekki til staðar. Þetta segir Harðar Arn- arsonar, forstjóri Landsvirkjunar. Þar á bæ er margt í deiglunni um þessar mundir og efst á baugi er stækkun Búrfellsvirkjunar. Málin detta upp fyrir Viðbótarorka frá Búrfelli er ekki eyrnamerkt ákveðnum kaupanda, eins og stundum þegar nýjar virkj- anir eru reistar. „Eftirspurnin núna er helst hjá viðskiptavinum sem þurfa kannski 5 til 10 MW af orku og þar getum við nefnt gagnaver og fiski- mjölsverksmiðjur,“ segir Hörður og heldur áfram: „Oft byrja nýir kaupendur með samningum um kaup á kannski 1 MW en þurfa meira síðar. Í dag getum við ekki sinnt slíku og því þarf að virkja meira. Á hverjum tíma eru uppi ýms- ar hugmyndir um atvinnuuppbygg- ingu úti á landi. Fjárfestar skoða möguleika gjarnan í samvinnu við heimamenn en þegar ekki fæst raf- magn detta málin upp fyrir.“ Framkvæmdir við byggingu Þeistareykjavirkjunar eru nú í há- marki. Áætlað er að 45 MW virkjun þar verði gangsett eftir tvö ár. Í fram- haldinu er horft til stækkunar um helming, það er meðal annars til að útvega orku fyrir iðnað á Bakka við Húsavík. Suður- og SV-land eru í raun eini staðurinn á landinu þar sem auðvelt er að afhenda nýjum kaup- endum raforku. Annars staðar eru hindranir, svo sem á Eyjafjarðarsvæðinu. Til að mæta orkuþörf þar hefur verið horft til Blönduvirkjunar, það er að byggja nýjar virkjanir á veituleið virkjunar- innar, það er frá uppistöðulóni að afl- stöð. Það mál er í biðstöðu sem stend- ur vegna deilna um stæði háspennu- lína yfir Skagafjörð. Hvammsvirkjun á gulu ljósi Járnin sem Landsvirkjunarmenn hafa í eldinum um þessar mundir eru fleiri. Bygging þriggja virkjana í neðri hluta Þjórsár hefur lengi verið í deiglu og nú er verkefnið að hluta komið á gult ljós, ef svo má segja. Hvammsvirkjun, sem verður efst þessara stöðva, hefur verið færð úr bið- í nýtingarflokk rammaáætlunar. Mat á umhverfisáhrifum Hvamms- virkjunar lá fyrir árið 2003. Verði hins vegar ekki ráðist í framkvæmdir inn- an tíu ára þarf að meta hvort nýjar uplýsingar hafi komið fram þannig að endurtaka þurfi umhverfismatið að hluta eða öllu leyti. Nú, tólf árum síð- ar, er þess þá beðið að Skipulags- stofnun úrskurði hvort umhverfis- matið gildi enn. Ætti úrskurður stofnunarinnar um það að liggja fyrir mjög fljótlega, segja Landsvirkjunar- menn. Markaðurinn kallar á meira rafmagn  Aðeins hægt að sinna nýjum kaupendum sunnanlands Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þjórsá Fremst á myndinni er lónstæði væntanlegrar Hvammsvirkjunar. Innar sést Búrfell, þar sem hefja á byggingu nýs orkuvers á næsta ári. Vel viðraði í höfuðborginni um helgina og margir nýttu sólarstundirnar til útivistar. Margir fóru í göngur og sem endranær busluðu margir í Nauthólsvíkinni. Þar er góð aðstaða til sjósunds, sem margir stunda og telja gera sér gott. Og þeir hinir sömu geta áfram verið í sportinu, því veðurspáin fyrir næstu daga er ágæt. Blíðuveður var í borginni um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjósund í sólskini að hausti Fjórir Íslendingar eru í hópi ellefu manna sem lögregla á Spáni hand- tók um helgina í tengslum við fíkni- efnamál í bænum Molina de Segura sem er í suðausturhluta landins. Þar í bæ fannst stórt gróðurhús með háþróuðum búnaði til kanna- bisræktunar. Húsið hefur nú verið tekið ofan, en verðmæti ræktunar og starfseminnar þar er talið mega virða til einnar milljónar evra, eða 136 milljóna íslenskra króna. Alls um 6000 plöntur fundust í gróð- urhúsinu, en farið var að kanna að- stæður þar þegar óvenjulegar sveiflur í rafmagnsnotkun þar komu fram á mælum. Fyrst voru átta manns, sjö Hol- lendingar og einn Íslendingur, handteknir í tengslum við málið og samkvæmt grein spænska dag- blaðsins La Opinión de Murcia tengjast mennirnir skipulagðri glæpastarfsemi sem snýst um að flytja kannabisefni til Hollands. Á síðari stigum voru þrír Íslendingar, sem taldir eru vitorðsmenn hinna fyrrnefndu, handteknir á leið sinni frá Spáni. Tveir náðust þegar þeir reyndu að komast úr landinu ak- andi en sá þriðji á flugvelli í Alic- ante á leið til Íslands. Að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðu- neytisins, er málið ekki komið á þess borð. sbs@mbl.is Fjórir Íslendingar í fíkniefnamáli  Handtökur á Spáni  Risaverksmiðja í Molina de Segura  Skipulagt starf Kannabis Mikil rafmagnsnotkun vakti grun um framleiðslu í gróðurhúsi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.