Morgunblaðið - 12.10.2015, Side 11

Morgunblaðið - 12.10.2015, Side 11
Ljósmyndir/GG Búdapest Íslenski hópurinn fór í skoðunarferð um Búdapest. F.v. : Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir, Almar Blær Sig- urjónsson, Emma Líf Jónsdóttir, Sigurbjörg Helgadóttir, Bergey Eiðsdóttir, Vigdís Diljá Óskarsdóttir, Rósey Kristjáns- dóttir, Þórir Steinn Valgeirsson, Mikael Arnarsson, Benedikt Jónsson, Mikael Mány Freysson og Rebekka Karlsdóttir. gestrisnir. Menn- ingarmunurinn á mörgum sviðum kom þeim þó einna mest á óvart. Ungverjar væru langt á eftir varðandi op- inskáa umræðu um ýmis sam- félagsmál. „Ef spólað væri aftur til miðalda hafa Íslendingar efalítið verið eftirbátar Ungverja í flestu, en núna er því trúlega öfugt farið. Hópnum, sem við hittum í Oros- háza, fannst gaman að ræða um ým- is mál sem eru algjört tabú í þeirra samfélagi, til að mynda kynlíf, getn- aðarvarnir, kynferðislegt ofbeldi og alls konar málefni sem eru mikið í umræðunni á Íslandi. Þeim fannst mjög skrýtið þegar við stelpurnar í hópnum vorum einhverju sinni að ræða um getnaðarvarnir. Okkur Ís- lendingunum lék líka forvitni á að fá þeirra sýn á jafnrétti og femínisma, en skilgreining á slíkum hugtökum er þeim svolítið framandi,“ segir Vigdís Diljá. Þótt Íslendingarnir ættu í nokkru basli með að gera sig skilj- anlega í verslunum, þvældust tungumálið ekki fyrir hópunum því enskukunnátta beggja var prýðileg. Vigdís Diljá og Rósey telja að að- gengi að menntun sé álíka og á Ís- landi, en að minni áhersla sé lögð á enskukennslu. Íþróttir í félagslegri virkni Markmið ferðar austfirska hópsins var þátttaka í verkefninu Íþróttir í félagslegri virkni og óformlegu námi, en því var hleypt af stokkunum til að efla samstöðu og skilning meðal ungs fólks. Að sögn Gunnars Gunn- arssonar, formanns UÍA, bauðst ungmennaráð Orosháza til að vera gestgjafar hóps ungmenna frá Ís- landi í þessu verkefni. „Við hjá UÍA létum boð berast til aðildafélag- anna, settum auglýsingar á netið og fengum 18 umsóknir sem mjög erf- itt var að velja úr. Undirbúning- urinn fólst aðallega í að bóka flug, afla og veita upplýsingar og reyna að tryggja fjármögnun,“ segir hann og upplýsir að verkefnið sé styrkt af Erasmus+, sveitarfélögum þátttak- enda og ýmsum sjóðum. Í hlut fararstjóranna, Gunnars og Hildar Bergsdóttur, fram- kvæmdastýru félagsins, kom líka að að kaupa íslenskan mat og sælgæti til að gæða ungversku gestgjöf- unum á. Þátttakendur sem búsettir voru víðsvegar um Austurland unnu kynningarfyrirlestur um heimahag- ana og UÍA í sameiningu á netinu. Fararstjórunum ber saman um að ljómandi vel hafi gengið að halda ut- anum hópinn, enda hálffullorðið fólk og vant að taka frumkvæði þegar á þurfi að halda. Rósey og Vigdís Diljá hafa ver- ið í UÍA og báðar stundað íþróttir frá unga aldri, aðallega fimleika. Í verkefninu sem hóparnir tóku þátt í voru notaðar námsaðferðir sem gengu út á að hver og einn þátttak- andi drægi sinn lærdóm af. Við- fangsefnin voru fjölbreytt, m.a. ým- is konar hópeflisleikir og þrautir, en einnig samræður um tengsl milli íþrótta- og samfélagsþátttöku. „Af- ar gagnlegt,“ segir Vigdís Diljá, „við viljum fá nýja þekkingu og aukið afl í landsfjórðunginn okkar. Ýmislegt kemur í veg fyrir að allir eigi þess kost að stunda íþróttir og þar af leiðandi vera virkir í samfélaginu. Við þurfum að finna leiðir til að virkja þetta fólk. Eftir Ungverja- landsferðina erum við líklegri en ella til að láta gott af okkur leiða í þeim efnum.“ Jaðaríþróttadagur Íslenski hópurinn ásamt þeim ungverska var með kynningarbás um verkefnið og pælingar um menningarmismun landanna á ár- legum jaðaríþróttadegi í Orosháza. „Þá sýna heimamenn listir sínar á línuskautum, hlaupahjólum, hjóla- brettum og BMX hjólum,“ útskýra Vigdís Diljá og Rósey og eru sam- mála um að Íslendingar ættu að taka sér jaðaríþróttadaginn til fyr- irmyndar. „Margir krakkar stunda íþróttir sem ekki eru viðurkenndar innan ÍSÍ, en engu að síður lýð- heilsueflandi,“ segja þær. Þegar líða fór að brottför var fjölskyldum ungversku ungmenn- anna sem og bæjarbúum boðið á sýningu á afrakstri hópastarfsins. Spiluð var íslensk og ungversk tón- list í bland, Íslendingarnir kenndu grunnatriði í glímu og íslenskt og ungverskt sælgæti var á boðstólum svo fátt eitt sé talið. Lærdómurinn Þótt Íslendingarnir væru að sögn Róseyjar og Vigdísar Diljár mun málglaðari og framtakssamari en Ungverjarnir, sem voru í byrjun frekar feimnir og hlédrægir, náðu hóparnir vel saman og lærðu ým- islegt hvor af öðrum. Og þá var til- ganginum náð enda lagt upp með að þátttakendur yrðu félagslega færari eftir ferðina og öðluðust rík- ari skilning á fjölbreyttri menn- ingu. „Engin bók hefði getað kennt okkur jafn mikið og þátttaka í verk- efninu og ferðalagið í heild,“ full- yrðir Vigdís Diljá. „Auk þess kann maður núna miklu betur að meta allt það sem Ísland hefur upp á að bjóða,“ segir Rósey. Að ferðalokum eru þær aðallega þakklátar fyrir að hér á landi sé samfélagslega sam- þykkt að tala opinberlega um allt milli himins og jarðar – og fyrir að fá góðan og næringarríkan mat. Gunnar Gunnarsson Ferðalangar Rósey og Vigdís Diljá. „Okkur Íslendingunum lék líka forvitni á að fá þeirra sýn á jafnrétti og femínisma, en skil- greining á slíkum hug- tökum er þeim svolítið framandi.“ DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Fljótleg og fersk – þau koma á óvart á kvöldverðarborðinu Ein af merkilegustu hátíðum hind- úa er Navaratri eða níu nætur og er hátíðin jafnan haldin kringum uppskerutímann. Í ár hefjast há- tíðahöldin á morgun, 13. október Undirbúningur er í fullum gangi og öllu tjaldað til í skreytingum af ýmsu tagi. Hátíðin er tileinkuð Devi, hinum kvenlega guðdómi í hindúatrú en þar er ólíkt flestum öðrum trúar- brögðum lögð mikil áhersla móð- urhlutverk Guðs. Devi er einfald- lega nefnd Gyðjan. Á Navarati er gyðjunum Durga, gyðju styrks og hugrekkis, Lakshmi, gyðju auðs og velgengni, og viskugyðjunni Saras- wati hverri um sig tileinkaðir þrír dagar. Navarati er skrautleg og fjörug hátíð, fólk fer í sitt fínasta púss og dansar og syngur á hverju kvöldi. Níu nátta hátíðahöld hefjast hjá hindúum á morgun AFP Gyðja á stalli Hindúar í Hyderabad færa risastóra styttu af gyðjunni Durga. Til dýrðar mörgum gyðjum Litadýrð Listamenn skreyta leirker í tilefni hátíðahaldanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.