Morgunblaðið - 12.10.2015, Page 15

Morgunblaðið - 12.10.2015, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Útsala útsala Mikið úrval af heimilistækjum á miklum afslætti 234.900 187.900 213.900 169.900 289.900 189.900 279.900 223.900 109.900 76.900 106.900 74.500 Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 | progastro.is Opið alla virka daga kl. 9–18, laugard. kl. 11-14. Allt fyrir eldhúsið 122.900 79.900 20-70%afsláttur heimilistæki Nikulás Svíaprins, sonur Madeleine Svíaprinsessu og Chris O’Neill, var færður til skírnar í gær. Meðlimir sænsku konungsfjölskyldunnar voru viðstaddir ásamt nánum vin- um hjónanna. Athöfnin var falleg og hátíðleg og fór fram í kirkjunni í Drottning- arhólmi eða Drottningholms slott í Stokkhólmi. Guðforeldrar Nikulás- ar litla eru sex talsins. Þau eru Karl Filippus, Svíaprins, Natascha Abensperg und Traun, systir O‘Neill, Gustaf Magnuson, frændi prinsessunnar, Henry d‘Abo, mág- ur O‘Neill, Katarina von Horn, vin- kona prinsessunnar og Marco Waj- selfisz, skólafélagi O‘Neill. Aðrir gestir voru meðal annars Stefan Löfvén, forsætisráðherra Svíþjóðar og þingkonan Anna Kin- berg Batra. Nikulás kom í heiminn 15. júní og heitir fullu nafni Nikulás Páll Gústaf. Hann er sjötti í röðinni að sænsku krúnunni. Hann verður það þó ekki lengi þar sem móðursystir hans, Viktoría, gengur nú með barn og er áætlað að það fæðist í mars á næsta ári. Það barn mun taka sæti Nikulásar sem verður þá sjöundi í röðinni. Fjölskyldan flutti til Lundúna eftir fæðingu drengs- ins og munu þau búa þar næstu tvö árin. Hann virtist una sér vel í kirkj- unni en lét þó heyra í sér þegar at- höfnin sjálf fór fram. AFP Athöfn Skírn Nikulásar fór fram í gær en hann er sonur Madeleine prinsessu. Konungleg skírn á Drottningarhólmi  Sonur Svíaprinsessu skírður í gær Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Þúsundir einstaklinga söfnuðust saman á götum úti í Ankara, höf- uðborg Tyrklands, í gær til þess að lýsa vanþóknun sinni á ríkisstjórn landsins og um leið minnast þeirra 95 sem létu lífið í tvöfaldri sprengju- árás á friðsöm mótmæli í borginni á laugardag. Þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Tyrklandi og hafa yfirvöld þar í landi kallað árásirnar hryðjuverk og neita að þau beri ábyrgð á ofbeld- inu. Forsætisráðherra landsins Ah- met Davutoglu greindi frá því í dag að sönnunargögn bentu til þess að um tvær sjálfsmorðssprengingar hefði verið að ræða. Sprengjurnar sprungu nálægt að- allestarstöð borgarinnar en fólk safnaðist þar saman til að taka þátt í friðarsamkomu sem skipulögð var af vinstrisinnuðum hópum. Hóparn- ir hafa krafist þess að ofbeldinu á milli PKK, uppreisnarhóps tyrk- neskra Kúrda og tyrkneskra stjórn- valda myndi ljúka. Ríki íslams eða Kúrdar Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en Davutoglu hefur sagt að hann telji að annað hvort Ríki ísl- ams eða Kúrdar beri ábyrgð á árás- inni.Sérfræðingar segja að árásin í gær hafi verið svipuð og sú sem framin var í Suruc í Suður-Tyrk- landi í júlí. Ríki íslams lýsti yfir ábyrgð á henni en þar létust 30 manns. Mótmælendur sem komu saman í Ankara í gær og söfnuðust saman á Sihhiye torgi í miðborg höfuðborgarinnar, rétt hjá vettvangi árásarinnar, kenndu forseta lands- ins, Recep Tayyip Erdogan um ódæðisverkið og kölluðu hann morð- ingja. Kosningar eru áætlaðar 1. nóv- ember næstkomandi og er talið lík- legt að hryðjuverkið um helgina eigi eftir að ýta undir enn frekari spennu í Tyrklandi. Greint hefur verið frá því að 95 eru látnir, 508 særðir og þar af 160 enn á sjúkrahúsi og 19 á gjörgæslu. Mótmælt þrátt fyrir hryðjuverkaárás  Alls eru 95 látnir og 508 særðir eftir hryðjuverkaárás í Tyrklandi AFP Mótmæli Þúsundir komu saman í höfuðborg Tyrklands, Ankara, til að lýsa yfir vanþóknun á ríkisstjórn landsins og minnast þeirra sem féllu í árásinni. Hryðjuverk » Greint hefur verið frá því að 95 séu látnir og 508 særðir. » Af særðum eru 160 enn á sjúkrahúsi og 19 á gjörgæslu. » Enginn lýst yfir ábyrgð á árásinni enn. » Stutt í kosningar og mikil spenna í landinu. » Þúsundir mótmæla og votta látnum virðingu sína í höfuð- borg Tyrklands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.