Morgunblaðið - 12.10.2015, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 12.10.2015, Qupperneq 18
18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Flestum þeirra gengur gott eitt til. Þau vilja frið og sátt og vilja að við öll sköpum ást en ekki stríð. Ha- mas elskar þau. Í október 2013 flutti Ismail Haniyeh þakk- argjörðarræðu sína: „Við setjum traust okkar í hendur frjáls- lyndra í heiminum… Ég heilsa öllum borgaralegum þjóð- félagssamtökum og mannréttinda- samtökum.“ Í einmitt þessari ræðu lagði hann fram „Hina palestínsku þjóð- aráætlun,“ sem fæli í sér „vopnaða viðureign og fjölmiðlabaráttu á víg- stöðvum bæði innan lands og utan“. Áætlunin virkar. Hamas rís upp á ný til þess að leika hlutverk sitt, með sína „vopnuðu viðureign“ að yf- irskini.“ Aðeins örfáar klukkustund- ir líða áður en „skrifarar og fræði- menn“ eru farnir að uppfylla sitt hlutverk í „fjölmiðlabaráttunni“. Fyrsta krafan lætur ekki á sér standa. Nei við ofbeldi. Nei við stríði. Þeir vilja bara „rannsaka voðaverkin“, Ísraels auðvitað. Og þeir krefjast þess að átökum linni á Gaza. Skipulögð mótmæli um veröld bergmála nú þegar ein- mitt þetta. Í London er búið að loka umferð- argötum vegna sameig- inlegra mótmæla öfga- vinstrimanna og stuðningsmanna jihad (heilags stríðs). Í Dort- mund í Þýskalandi var það samsteypa af ísl- amistum og nútíma- nazistum. Einu sinni var mark- miðið búa til djöfla úr gyðingum. Í dag er markmiðið að gera Ísrael að hinum stóra djöfli. Oft verðum við að nudda augu okkar í vantrú, þar sem ekki ein- göngu nútíma-nazistar, íslamistar og anarkistar taka þátt í þessum mótmælum. Stuðningsmenn mann- réttinda standa einnig fyrir mót- mælum gegn Ísrael, og mannlegri skynsemi reynist erfitt að melta slíka heimsku. Opinberir framlínumenn Hamas kalla eftir gjöreyðingu gyðinga. Þeir láta sér ekki nægja Ísrael. Þeir taka til máls á opinberri sjónvarpsstöð Hamas og segjast vilja sigra Róm, og því næst Ameríkurnar tvær og Austur-Evrópu. Þetta eru ekki dómsdagssýnir. Þetta eru yfirlýstar kröfur Hamas á okkar dögum. Önnur útsending á sömu rás held- ur því frammi að „hinum kristnu, gyðingum og kommúnistum verði að tortíma – hverjum einum og ein- asta“. Þá fyllir barnadagskráin huga barna af hatri í garð gyðinga. Ekki eitt einasta brot af þessu hefur verið sent út í ísraelskum fjöl- miðlum. En blómabörnin vita hvern- ig skekkja á myndina. Það er Ísrael sem fremur voðaverk. Ekkert er sagt um Hamas. Það er erfitt að skilja Hamas, sem aðhyllist fremur ofbeldi, ógn og eld- flaugaiðnað, en velmegun og von. Það er jafnvel enn erfiðara að skilja „hina frjálslyndu og alla þá rétt- indabaráttusinna“ sem starfa í þágu Hamas. Að gagnrýna ísraelska stjórn- valdastefnu er í lagi. Það er þó ekki það sem vakir fyrir meðlimum hópa sem hoppa á milli kröfuyfirlýsinga og mótmæla. Þeir eru ekki að gera mannréttindum greiða. Þvert á móti gera þeir ástandið verra. Þeir eru að þjóna morðofinni hugmyndafræði Hamas. Þetta eru hvorki túlkanir eða áætlanir. Þetta er nákvæmlega það sem Haniyeh er að segja: Þið bland- ið ykkur í opinbera umfjöllun, í mannréttindaumræður, í mótmæli, svo að Hamas geti fundið tíma fyrir vopnaða viðureign. Þeir hafa ekki bara rangt fyrir sér því að þeir afvegaleiða einnig aðra. Staðreyndin er sú að Ísraelsher (IDF) dreifir einblöðungum úr lofti á Gaza til að vara íbúa við því að her- inn hyggist beina vopnum sínum að vopnabyrgjum og eldflaugapöllum. Það nægir þó ekki. Hermen hringja í alla síma þeirra húsa sem gætu hlot- ið skaða. Það dugir heldur ekki til. Flugherinn varpar pínulitlum sprengjum sem heyra til „bank á þakið“-aðferð hans til þess að vara íbúa við. NATO sprengdi Júgóslavíu og Líbíu. Bandaríkin sprengdu Fall- ujah kæruleysislega. Ekki datt þeim í hug að beita slíkum varúðarráð- stöfunum. En hvað gerir Hamas? Hamas gerir opinbera tilskipun um að um- ræddir íbúar verði notaðir sem mannlegir skildir. Ísraelsher reynir að lágmarka fjölda látinna meðal íbúa. Hamas reynir að hækka hlut- fall látinna, af því að það er nákvæm- lega það sem mun hvetja talsmenn þeirra til að hefja herferð gegn „stríðsglæpum“ Ísrael.“ Ekki stríðs- glæpum Hamas. Hamas veit að þeir eiga stóran fjölda strengjabrúða í Ísrael og um heim allan. Þær fara nákvæmlega að tilskipun Ismail Haniyeh. Mótmæli gegn Ísrael er fyrsta stigið. Hamas veit að þeir eiga marga sem þeir geta treyst. Næstu stig áætlunar- innar eru á leiðinni. Þessa tilgangslausu ofbeldis- hringavitleysu sem áorkar engu verður að stöðva. Við þurfum frið. Við þurfum samkomulag. Einni kröfu þarf að beina til Hamas og Ísr- ael: Gangist við Quartet-skilyrð- unum (sem fela í sér að stöðva of- beldi og viðurkenna fyrri samkomulög). Íbúar Gaza, sem eru fórnarlömb hins heilaga stríðs (jihad) sem stjórnar þeim, þurfa að eygja von. En á meðan þessar góðu sálir vinna fyrir fjölmiðlamaskínu Hamas, vilj- andi eða óafvitandi; svo lengi sem þær beina ekki ásakandi fingrum sínum að Hamas, er engin von um að svo verði. Voðaverkin, ofbeldið og blóðbaðið verður að taka enda. Öll opinberu mótmælin sem styðja ofbeldi og blóðbað þarf einnig að stöðva. Verið velkomin á fyrirlestur minn á Grand Hótel um „Iðnað lyganna“ þann 12. október, kl. 20. „Boðberar mannréttinda“ í þjónustu Hamas Eftir Ben-Dror Yemini » Bókin „Industry of Lies“ verður gefin út á ensku árið 2016 en þessi grein vísar í inni- hald hennar Ben-Dror Yemini Höfundur er fæddur í Tel-Aviv í Ísr- ael. Hann nam mannfræði og sögu við Tel Aviv University, og stundaði síðar nám í lögfræði. Skömmu síðar hóf hann feril sinn sem blaðamaður og greinarhöfundur. Lítum til Hörpu, nánar tiltekið Eld- borgar, og sjáum hvað er að gerast þar kvöld eftir kvöld viku eftir viku, mánuð eftir mán- uð og ekkert lát á. Tökum sönglistina út og veltum fyrir okk- ur þeirri gullöld söngvara á öllum svið- um sem þar stíga fram. Úr öllum skaranum, tökum klassísku söngvarana, því þeir eru jú það sem ég þekki hvað best. Á þessu Eldborgarsviði sýnir Ís- lenska óperan hverja gersemina á fætur annarri, s.s. Carmen, Töfra- flautuna, Traviötu, Macbeth, Ragn- heiði, Don Carlo, allar við frábærar viðtökur og eftir því sem ég man lof gagnrýnenda. Öll hlutverk mönnuð af íslenskum söngvurum, söngv- urum sem voru kallaðir heim úr verkefnum, eða voru heima þessa stundina. Þetta eru allt söngvarar sem hafa lært sína sönglist í íslenskum tón- listar- og söngskólum. Eftir nám, svona eins og gengur og gerist, fóru þeir til frekara náms erlendis við tónlistarháskóla og akademíur en þangað komast ekki aðrir en þeir sem hlotið hafa gott tónlistarupp- eldi og góða, alvöru tónlistar- menntun. Svona m.a. verða tónlist- armenn til. Ég hef það eftir áreiðanlegum heimildum að háskólarektorar og prófessorar við tónlistarháskóla í Evrópu, s.s. í Vínarborg, Salzburg, Stuttgart, Leipzig, Berlín, London og víðar, undrist það mjög og geri fyrirspurnir um hvernig standi á að svo margir góðir söngnemendur komi frá þessu fámenna landi. Eða þá umboðsmenn og óperu- stjórar sem segjast ekki láta sig vanta þegar íslenskir óperusöngvarar mæti til söngprufu. Íslenskir söngvarar syngja við öll helstu óperuhús í heiminum og nú fyrir nokkrum dögum var að koma út tilkynning um að á jólatónleikum La Scala-óperunnar, frægasta óperuhúss allra tíma, syngi nem- andi sem fór frá okkur í Söngskólanum í Reykjavík í fyrra til Vínar þar sem „njósnari“ frá Scala heyrði í henni og hún var ráðin þangað á stundinni. Fyrsta íslenska konan til að syngja á Scala! Eins og mér er bölvanlega við að blása eigin trompet, þá get ég ekki annað en minnt á mig og mína stofnun sem á í vök að verjast fyrir heimsku og hortugheit „venjulegra“ manna sem í nafni stjórnmála halda sig geta hagað sér öðruvísi en upp- eldi þeirra segir til um. Tónlistarskólar á Íslandi eiga í harðri baráttu, berjast við óblíð, vægðarlaus yfirvöld. Yfirvöld sem sjá akk í því að skera niður fé til framhaldsnáms, svo mjög, að þeir skólar í Reykjavík sem kenna nem- um á framhaldsstigi eru að kikna. Við þessa skóla kenna vel menntað- ir kennarar sem starfað hafa af ósérhlífni eins og vant er. Nú er svo komið að tónlistarskólar sem kenna aðallega á framhaldsstigum segja upp kennurum í stórum stíl. Það ríkir angist innan veggja tón- listarskólanna. Hnípnir kennarar, hoknir af visku, reynslu og þörf fyr- ir að gera það sem þeir kunna best, kenna söng og tónlist, bíða þess að tregðan í samskiptum þeirra sem ráða, allt eiga að vita og allt eiga að kunna, leysist. Í Söngskólanum ríkir jafnrétt- isstefna, skólinn hefur skuldbundið sig til að fylgja í öllu Mannréttinda- stefnu Reykjavíkurborgar. Það er ekkert nema gott eitt um slíka skuldbindingu að segja nema þá helst að mér finnst skjóta skökku við, að með þessari gjörð er um ein- hliða samkomulag að ræða. Reykja- víkurborg virðir ekki mannréttinda- kröfur Söngskólans, kröfur um að láta skólann fá umsamda, kjara- samningstengda upphæð til að greiða kennaraliði skólans fyrir um- samda vinnu. Ekki nóg með það, borgin brýtur meira að segja á skólanum með því að ætlast til þess að hann hlaupi undir bagga með sér og finni við- bótarfé svo kennarar fái umsamin laun. Bíta svo hausinn af skömminni með því að samþykkja á fundi borg- arráðs að leggja Söngskólann að auki í fjötra fasteignagjalda, þó að til séu skýr lagaleg fyrirmæli um að það megi sleppa skólanum, sem menntastofnun, við þessa greiðslu- gildru, sem er gjörsamlega utan skólans getu. Skólinn safnar nú fasteignagjaldaskuldum sem brátt verða honum ofviða. Er hremmingum þar með lokið? Ekki aldeilis. Nú berast fregnir úr borginni um að það sé ekki klókur viðskiptamáti hjá þeim, að veita fé í skóla sem fyrirsjáanlega geta ekki séð fyrir sér en dulbúin skilaboð send til mín í tveggja manna tali um … að þetta taki fljótt af. Í Guðs bænum leysið þennan rembihnút sem búið er að hnýta um tónlistarskólana í Reykjavík. Verið stoltir af þessum skólum. Þegar upp er staðið erum við ykkur allir til sóma. En, hvernig verða tónlistarmenn til? Því er auðsvarað. Við vitum það og kunnum til verka. Forsvarsmenn menntamála hjá ríki og borg: Komist að sam- komulagi, leysið málið … ekki gera ekki neitt. Hvernig verða tónlistarmenn til? Eftir Garðar Cortes » Í Guðs bænum leysið þennan rembihnút sem búið er að hnýta um tónlistarskólana í Reykjavík. Verið stoltir af þessum skólum. Garðar Cortes Höfundur er skólastjóri. Kristín Vala Ragn- arsdóttir jarðfræð- ingur hefur gert grein fyrir mikilvægi stein- efna fyrir heilsuna 20.3. 2003 og svo 26.6. 2006 hér í Morg- unblaðinu. Hér verður þetta skoðað út frá efnafræðinni. Stein- efnabúskapnum mætti auðveldlega stýra með matarvali og mælingu á sýrustigi (pH) þvagsins yfir sólar- hringinn. pH er óbein styrkmæling sýru í örmagni eða örstyrk í vatns- lausn. Hleðsla efna á jónaformi get- ur verið plús eða mínus. Matarsalt (NaCl) er t.d. hvítt kristallað óhlaðið efni tveggja atóma en leysist sundur í vatni í minnstu einingar sínar sem eru plúshlaðnar natríumjónir og mínushlaðnar klórjónir. Lausnin er því raflausn. Við samanburð basa og sýra er heppilegast að notast við rafhleðslur jónanna og mæla fjölda meq (millirafhleðlujafngildi). Lausn matarsalts mælist hlutlaus (þ.e. hvorki súrt né basískt) því plús- og mínus-rafmagnshleðslur upphefja hvor aðra (hlutleysing). Hér er plús- jónin basi en klórjónin sýra í vatni. Lausnin er sögð hafa pH 7 og vera hlutlaus en minna en 7 kallast súrt og hærra en 7 basískt sem þýðir að meira er af plús- eða þá tilsvarandi mínushleðslum. Það er einmitt þessi örlitli umframmismunur frá jafn- væginu eða pH 7 sem skiptir sköp- um í lífeðlisfræðilegum efnaskiptum í vefjum og vessum líkamans en um 70% hans er vatn. Lífhvatarnir virka best við sitt ákveðna sýrustig. Almennt er eðlilegt sýrustig ein- stakra líffæra 6 til 7,5 pH einingar og haldið stöðugu með flóknu efna- kerfi og steinefnum sem ekki má of- gera. Blóðið hefur sérstöðu vegna öndunarinnar og er pH þess 7,4 og sýru-basa-jafnvægi þess mjög stöð- ugt en lítið frávik er þó lífs- hættulegt. Fæðan sem við meltum skilur eftir ómeltanleg steinefni (einkum basísk eins og Na, Ca, K, Mg) og svo sýrur þvagefnis, klórs, súlfats og fosfats. Steinefnin eru basísk og er mest af þeim í mat úr jurtaríkinu en sýrumyndandi efnin koma mest úr dýramat. Síðan í iðn- byltingunni hefur mataræðið verið að þróast meir og meir í sýrumynd- andi unna fæðu og sýru-basa-jafnvægi vessa og í frumum lík- amans raskast. Það eru aðallega nýrun sem skilja út umframsýr- urnar úr blóðinu og hlutleysa þær með bös- um (lífsnauðsynlegum steinefnum) sem stöð- ugt þarf að endurnýja. Vanti steinefni sækir líkaminn þau til lífs- nauðsynlegra líffæra og beina (kalk, Ca) til að hlutleysa sýrurnar og koma þeim út úr líkamanum. Með aldrinum dreg- ur úr afköstum nýrnanna og viðvar- andi ofsúrnun líkamans getur vaxið og getur það valdið mörgum alvar- legum kvillum. Fullyrt hefur verið að sameiginlegur undirliggjandi þáttur margra sjúkdóma sé einmitt viðvarandi ofsúrnun eða ójafnvægi vegna nútímamataræðis og lífsstíls. Rökræður um þetta lífeðlisfræðilega vandamál milli Ameríku- og Evr- ópumanna eiga sér 50 ára sögu en hafa litlum árangri skilað vegna þess hve flókið og margþætt þetta virðist læknisfræðinni. Ein þumalfingursreglan til að halda sýru-basa-jafnvægi er t.d. sú að velja sér matvæli 80% af þyngd fæð- unnar sem gefa basamyndandi efni við meltinguna. Restin sé svo sýru- myndandi matvæli. Við þurfum nefnilega jafnt heildarmagn sýru- myndandi og basamyndandi efna úr fæðunni mælt í meq til að viðhalda sýru-basa-jafnvægi til langtíma heilsunnar vegna. Of mikið af sýru virkar sem eitur og hleðst upp. Margt bendir til þess að þetta hlutfall sýru og basa sé öfugt í mat- aræði, t.d. í Þýskalandi og svipað í BNA og þá væntanlega hér á landi. Í BNA er t.d. fosfatneyslan sem veldur súrnun talin fjórföld þörfin og tvöföld hérlendis. Sýrurnar og steinefnin Eftir Pálma Stefánsson Pálmi Stefánsson »Nútímamataræði virðist ekki tryggja næg aðalsteinefni til að eyða sýrum frá fæðunni og hefur það áhrif á af- köst lífhvatanna og heilsuna til lengdar Höfundur er efnaverkfræðingur. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.