Morgunblaðið - 12.10.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 12.10.2015, Qupperneq 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 ✝ Inga Þóra Vil-hjálmsdóttir (Ússa) fæddist 31. mars 1959 á Fjórð- ungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Hún lést á Egilsstöðum 5. október 2015. Foreldrar henn- ar voru Inga Maria Warén, f. 1922, d. 2005, og Vil- hjálmur Sig- urbjörnsson, f. 1923, d. 1975. Inga Maria var fædd í Finnlandi og voru foreldrar hennar Anna Lovisa, f. 1888, d. 1964, og Kon- rad Alexander Warén, f. 1889, d. 1942. Vilhjálmur var fæddur í Gilsárteigi og voru foreldrar hans Gunnþóra Guttormsdóttir, f. 1895, d. 1988, og Sigurbjörn Snjólfsson, f. 1893, d. 1980. Systkini: 1) Benedikt, f. 1951, maki Sigríður Friðný Halldórs- dóttir, f. 1953, og eru synir þeirra Halldór, Konráð Alex- ender og Vilhjálmur. Anna Britta, f. 1953, maki Árni M. Jónasson, f. 1952, og eru dætur þeirra Kolbrún Dögg, Inga haldsnámi á Egilsstöðum og fór síðan í Eiða og lauk gagnfræða- prófi. Þaðan lá leið hennar til Finnlands og þar lauk hún námi árið 1983 sem æskulýðsleiðtogi frá Finns Folkhögskola. Hún kom heim til Egilsstaða og var fyrsti æskulýðsfulltrúi Egils- staðabæjar á árunum 1983-1985 og rak félagsmiðstöðina Undir- heima þann tíma. Eftir það starfaði hún sem æskulýðs- leiðtogi í Grankulla í Finnlandi frá 1985-1991 og í framhaldi af því starfaði hún sem dagmóðir með systur sinni, Valborgu, til 2003. Ússa réðst þá til starfa í sinn gamla skóla, Finns Folk- högskola, og starfaði þar sem leiðbeinandi og heimavist- arstjóri til ársins 2009 og eftir að því tímabili lauk, starfaði hún í leikskóla í Esbo til 2011. Ússa lauk markþjálfanámi hjá Coach Companion í Svíþjóð 2011 og var mjög virk í þeim geira, þrátt fyrir að hafa greinst með illvígan sjúkdóm sem lagði hana síðan að velli 56 ára gamla. Hún hlaut Coach Ambassadör tign hjá Coach Companion. Auk þess starfaði Ússa við ís- lenskuskólann í Finnlandi og skipulagði þar m.a. sumarbúðir frá 2003-2012. Útför Ingu Þóru fer fram frá Egilsstaðakirkju í dag, 12. októ- ber 2015, kl. 13. María og Valborg Ösp. 2) Valborg María, f. 1957, maki Mårten Stig Göran Lundberg , f. 1958. Sonur hennar er Vilmar Þór Ósk- arsson. 3) Karl Friðrik, f. 1967, sambýliskona Suvi Kamunen, f. 1973 og er dóttir hans Hrafnhildur Ása. 4) Hálfsystir samfeðra er Aðal- björg Vilhjálmsdóttir, f. 1948, maki Snorri Hlöðversson, f. 1944. Dætur þeirra eru Erla og Ingibjörg. Þegar Ússa var fjögurra ára flutti fjölskyldan til Egilsstaða þar sem Ússa sleit barns- skónum. Árið 1992 giftist hún Esa Olavi Ärmänen, f. 1964, og eru dætur þeirra Valdís Lovísa, f. 1991, unnusti, Guðfinnur Larsen Rúnarsson, f. 1989 og Emma Lotta, f. 1994. unnusti, The Tru- ong Nguyen, f. 1992. Þau skildu árið 2010. Ússa lauk skyldu- og fram- Inga Þóra var yngsta systir mín. Hún var fíngerður krakki og tísti skemmtilega í henni þegar hún var lítil. Það var áð- ur en hún fór að tala og skipu- leggja. Hún var þriggja mán- aða, þegar mamma fór með okkur þrjú systkinin til Finn- lands sumarlangt að heimsækja systur sína og móður. Þar fékk hún gælunafnið Ússa, sem hún bar stolt upp frá því. Það hent- aði vel á erlendri grundu, þar sem Inga Þóra lét ekki vel í munni annarra en mörlandans. Tilkoma nafngiftarinnar var lít- ill fugl, Tálgmeisa (parus maj- or), sem mamma og systir hennar höfðu nefnt Usse á æsku sinni. Smæðin og tístið átti samsvörun við litla krílið frá Íslandi. Ússa var ekki gömul, þegar hún fór að streða með dýr. Fyrst var það köttur, sem flutti með okkur frá Neskaupstað. Þegar hann skilaði sér ekki heim einn daginn, kom hundur inn á heimilið og bæði þessi dýr voru í miklu uppáhaldi hjá henni. Ekki var hún há í loftinu þegar þrjár kanínur bættust í hópinn og auðvitað kom það í hlut stóra bróður hennar að smíða girðingu utan um bú- stofninn. Flestir geta getið sér þess til, að ekki voru kanínurn- ar lengi einungis þrjár. Þetta bitnaði hinsvegar óvænt á bróð- urnum um jól, þegar hann af gæsku sinni fór í Kaupfélagið til að kaupa inn til jólanna fyrir kanínurnar. Þar sem hann stóð með tvo kálhausa sinn undir hvorri hendinni mætti hann kunningja sínum. „Nú,“ sagði kunninginn, „þrír kálhausar. Er ættarmót eða hvað?“ Alla tíð hefur það fylgt syst- ur minni að atast í hinum ólík- legustu hlutum. Þrátt fyrir að vera frekar smávaxin, bærðist í brjósti hennar stórt hjarta og enn stærri voru hugmyndirnar sem stöðugt flögruðu um í koll- inum á henni. Þetta fengu dæt- ur hennar að upplifa í margs konar ferðum og ævintýrum, stórum og smáum. Frekar var Ússa sem félagi þeirra og for- ingi en móðir, þó það hlutverk væri fráleitt fjarri. Það mátti hún líka eiga, að þrátt fyrir um aldafjórðungs búsetu í Finn- landi, þá talaði hún íslensku við dætur sína frá fyrstu tíð. Þær ólust því upp sem þrítyngdar, tala íslensku, sænsku og finnsku og búa vel að því. Geri aðrir foreldrar betur. Þegar Ússa tók þá ákvörðun að flytja heim til Íslands fár- sjúk og eyða síðustu kröftum sínum hér, var neistinn langt frá því að vera slokknaður. Hún fékk sér hund og hænur. Gamall draumur hennar um að búa í sveit rættist á Hreiðars- stöðum í Fellum, þar sem hún bjó á meðan heilsan leyfði. Hugurinn var samt á ferð og flugi. Flestir hefðu látið sér nægja einn hana og nokkrar hænur. En hjá Ússu voru hlut- irnir aldrei gerðir einfaldir ef komist varð hjá því. Fjórir han- ar mættu því á svæðið með til- heyrandi hænsnahúsasmiði, þar sem nánustu ættingjar og vinir komu að verkefninu. Svo hrinti hún einnig af stokkunum verk- efni um Sigfús Sigfússon þjóð- sagnaritara og sér ekki fyrir endann á því. Þannig var systir mín að fá hugmyndir og skipuleggja fram á síðasta dag og þrátt fyrir að stundum hafi manni þótt nóg um, er hennar sárt saknað. Það var alltaf hressilegur andvarinn hvar sem hún fór. Far þú í friði, mín kæra syst- ir. Þinn stóri bróðir, Benedikt (Pelli). Dag í senn eitt andartak í einu var „lífsmottóið“ sem Inga Þóra Vilhjálmsdóttir, Ússa, lifði eftir síðastliðin fimm ár. Hún gekk til orrustunnar óvarin, en með dugnað og jákvæðni að leiðarljósi. Andstæðingurinn var lævís og vopnabúnaður hans var margslunginn. Og þó að Ússa hefði oft betur í þeirri orrustu sem háð var þá varð hún að endingu að játa sig sigr- aða, en þó ekki fyrr en hún sjálf var tilbúin að gefa eftir enda taldi hún þá fullreynt að ná sáttum við óvininn. Hverjum öðrum en henni hefði dottið í hug að kalla lyfjameðferðina vin sinn þegar hinir sjúkling- arnir töluðu um lyfjameðferð- ina sem einhvern hræðilegan vágest? Hver nema hún hefði fleygt hárkollunni sem henni var úthlutað á spítalanum í Finnlandi og hvatt hinar kon- urnar til að gera slíkt hið sama og hverjum nema henni hefði dottið í hug að skellihlæja að finnska lækninum sem á ögur- stundu reif botninn úr buxun- um sínum þegar hann aðstoðaði hana í miðri „aksjón“? Maður hlær ekki að/með læknum í Finnlandi! Við Ússa áttum okk- ar gælunöfn sem við notuðum í ferðum okkar eða bara þegar okkur datt í hug, hún varð þá á einu augabragði Ússulína og ég Sigfríður. Við brölluðum margt og þó að hún væri stundum að gera mig gráhærða með öllum hugmyndunum sem átti að framkvæma þá kom það ekki að sök, ég er löngu orðin grá- hærð hvort sem er. Ússulínan mín var dáyndis skemmtilegur ferðafélagi og heiðarbýlaferð- irnar okkar á síðasta ári þegar sumarið var sólríkt og hlýtt hér fyrir austan eiga eftir að ylja mér og vekja hjá mér kátínu svo lengi sem kollurinn á mér klikkar ekki. Við Ússulína þræddum semsé heiðarbýlin á Jökuldalsheiðinni og fórum létt með það. Tíu voru þau samtals en við Ússulína tókum sjö sam- an. Og það sem við nutum þess að brölta upp í móti og niður á við, vaða læki og berjast við flugur í mýrartó. Hápunkturinn var svo þegar sigri var náð og tætturnar fundnar. Þá settumst við stoltar niður og fræddumst um staðinn, stimpluðum í göngukortið og hvíldum lúin bein. Harðfiskurinn var dreg- inn upp og annað það góðgæti sem við bárum með okkur og að sjálfsögðu var einnig matur fyrir Snót, tíkina hennar sem Ússulínu þótti svo undurvænt um. Svo lögðumst við í móann, stungum strái í munn og dá- sömuðum okkar ástkæra Ís- land. Ferðirnar okkar voru svo ótal margar, stuttar og langar, sumar tregafullar þegar óvin- urinn sá sé færi og reiddi til höggs en aðrar fullar af gáska. Ússulína var alltaf til í ný æv- intýri og það var gaman að fá að upplifa þau með henni. Þeg- ar Ússa kvaddi þessa jarðvist var hún tilbúin í ný ævintýri þar sem grundirnar eru svo grænar og himinninn svo blár að undrum sætir. Ég vil þakka minni vinu fyrir allar samveru- stundirnar bæði í blíðu og stríðu. Dætrum hennar Valdísi og Emmu Lottu sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur ásamt öllum hinum sem nú sárt sakna hennar. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Ásbjörn Morthens.) Sigríður Friðný Halldórsdóttir. Inga Þóra Vilhjálmsdóttir Það er erfitt og sárt að sjá á bak systkinunum frá Miðbæ. Jónmundur frændi kvaddi þennan heim að- faranótt 20. september á Horn- brekku þar sem hann og hans elskulega kona, Kristín Þor- steinsdóttir, höfðu dvalið í nokk- urn tíma. Stína lést 4. október 2014. Betri og hlýlegri hjónum hef ég ekki kynnst. Jómbi Jónmundur Stefánsson ✝ JónmundurStefánsson fæddist 17. júní 1922. Hann lést 20. september 2015. Útför Jónmund- ar fór fram 28. september 2015. frændi var einstak- ur maður, góðvilj- aður, gjafmildur, tryggur og trúr eða allt sem prýða má einn mann. Jómbi átti það til að hrekkja og þá í góðu. Margar sögur eru til af honum í þeim ham þegar hann tók sig til við að gera at í náung- anum. Ég læt hér eina fljóta með. Eitt sinn bauð hann tveimur systrum sínum með sér í bíltúr. Ferðinni var heitið hring í sveit- inni. Fóru þau austanmegin meðfram Ólafsfjarðarvatni, beygðu svo til vesturs og keyrðu þann veg. Þegar komið var að brúnni yfir ósinn drap hann á bílnum og sagði þeim systrum að nú væri illt í efni því að bens- ínið væri búið. Þær yrðu því að fara út til að ýta bílnum yfir brúna og auðvitað gerðu þær það. Er yfir brúna kom setti hann bílinn í gang og keyrði í burtu og skildi þær systur eftir. Var þá bíllinn aldrei bensínlaus! Jómbi frændi hafði meira- prófið og kenndi hann mörgum Ólafsfirðingum á bíl og var ég þar á meðal. Jómbi var lengi með olíusölu og afgreiddi trillur og fiskibáta með olíu og stóð sig vel í því, eins og í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var í Rót- arýklúbbi Ólafsfjarðar frá stofn- un hans og eins í Slysavarna- félaginu. Það var alltaf gott að koma í Félagahúsið til Jómba og Stínu og fá þar góðgerðir af bestu gerð. Þau hjón höfðu gaman af að fara á mannamót og skemmta sér við dans og söng. Stína var yndisleg manneskja, góðviljuð, vinamörg og þægileg í alla staði. Ég á margar góðar minningar úr Félagahúsinu er ég var í leik með dætrum Jómba og Stínu, Gunnu Stínu og Snjó- laugu. Á mínum yngri árum var ég sagður mjög líkur Jómba frænda í útliti og var ég voða montinn að vera líkt við svo myndarlegan mann sem mér fannst Jómbi vera og svo var hann líka svo skemmtilegur. Dætur þeirra hjóna kölluðu mig ávallt bróður og líkaði mér það mjög vel. Ég man þegar fólk sagði og ég heyrði: „hverjum er hann Stebbi Villi líkur?“ Þá gall í strák: „Nú honum Jómba frænda.“ Elsku Jómbi og Stína, verið þið Guði falin og takk fyrir að fá að vera með í lífi og starfi ykk- ar. Þið voruð elskuleg hjón. Stefán V. Ólafsson (Stebbi Villi). Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLÍNA JÓNSDÓTTIR, Dvalarheimilinu Hlíð, áður Lindasíðu 2, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri miðvikudaginn 7. október. Jarðarförin auglýst síðar. . Jón Símon Karlsson, Jónína I. Jóhannsdóttir, Gunnar Karlsson, Björg Rafnsdóttir, Auður Snjólaug Karlsdóttir, Gunnar Ingólfsson, Sigfús Arnar Karlsson, Guðrún Rúnarsdóttir, Hannes Karl Hilmarsson, Svanhvít Alfreðsdóttir, Ásta Lín Hilmarsdóttir, Arngrímur Magnússon, ömmu- og langömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, fósturmóðir, amma og langamma, ANNA STEINUNN EIRÍKSDÓTTIR frá Hjarðarhaga, Skagafirði, Lindasíðu 4, Akureyri, lést þriðjudaginn 6. október á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 17. október kl. 14:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahúsið á Sauðárkróki. . Fróðný G. Pálmadóttir, Kristján Pétur Sigurðsson, Sigurjón Björn Pálmason, Kolbrún Reinholdsdóttir, María Guðbjörg Pálmadóttir, Heiður Pálmadóttir, Roy Midtbø, Sigríður G. Pálmadóttir, Kristján Ísak Kristjánsson, Ester Gunnarsdóttir, Indriði Guðmundsson, ömmu- og langömmubörn. Ástkær bróðir okkar, GRÉTAR LÁRUS SIGURÐSSON, Miðskógum 22, Álftanesi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 29. september sl. Útför hans var gerð í kyrrþey frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ hinn 5. október sl. Fjölskyldan þakkar öllum þeim sem önnuðust hann í leik og starfi. . Ásgeir Sigurðsson, Guðmundur Sigurðsson, Vilborg Jóhannsdóttir, Hilmar Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Dagbjört Soffía Sigurðardóttir, Finnur Jónsson, Aldís Sigurðardóttir, Guðmundur Eiríksson, Karl Þór Sigurðsson, Svava Eyjólfsdóttir, Sigríður Katrín Sigurðardóttir, Sæmundur Gíslason. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar systur okkar, mágkonu og frænku, ELLENAR THORARENSEN kennara. . Gunnlaug Lydía Thorarensen, Rafn Ragnarsson, Oddur Thorarensen, Sólrún Helgadóttir, Hildur Thorarensen, Heiðar Ásgeirsson, Margrét Steinunn Thorarensen, Erling Ingvason, börn þeirra og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.