Morgunblaðið - 12.10.2015, Page 23

Morgunblaðið - 12.10.2015, Page 23
frá Flatey, vorið 1966 og var stýri- maður á Sigurborgu SI sem gerð var út frá Akranesi í eitt ár, var með Sigurði Valdimar, bróður sín- um, á Kristbjörgu ÞH 44 1968, á línu, netum og þorskanót ári síðar með Bjössa Sör á Glað ÞH og var í tvö ár annar stýrimaður á Erni KE 1, sem stundaði m.a. loðnuveiðar við Ísland og síldveiðar í Norð- ursjó. Af sjónum og á skólabekk Pétur var síðan skipstjóri á Glað ÞH og síðar Jóni Sör ÞH 220 sem var í eigu sömu útgerðar. Hann varð meðeigandi í útgerðinni með Hermanni Ragnarssyni og Jóhanni Kr. Jónssyni sem sá um bókhaldið en Hermann sá um vél skipsins. Sumarið 1977 festu þeir félagar kaup á Arney KE, 140 tonna tré- bát, sem þeir áttu í eitt ár. Pétur hætti í útgerð árið 1978, hóf nám í Tækniskóla Íslands og lærði þar útgerðartækni. Hann út- skrifaðist árið 1980 og var útgerð- arstjóri hjá Tanga hf. á Vopnafirði í tvö ár og síðan framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Fjölskyldan bjó á Vopnafirði í tíu ár og flutti síðan til Reykjavíkur en Pétur var fram- kvæmdastjóri Meitilsins í Þorláks- höfn á árunum 1991-97. Pétur tók sér frí frá sjávarútveg- inum og sneri sér að eigin atvinnu- rekstri í landi ásamt börnum sín- um. Hann var viðloðandi þann rekstur í nokkur ár en árið 2013 fór hann aftur norður á Húsavík og réð sig á hvalaskoðunarbát í eigu GG- hvalaferða. Hann ætlaði að vera sumarlangt, en flutti, með eigin- konu sinni, norður á æskuslóðirnar ári síðar, í Skálabrekku á Húsavík, þar sem þau búa enn. Fjölskylda Eiginkona Péturs er Ása Dagný Hólmgeirsdóttir, f. 13.7. 1945, hús- freyja. Foreldrar hennar: Hólmgeir Árnason, f. 27.3. 1910, d. 10.2. 1988, útgerðarmaður í Flatey á Skjálf- anda og á Húsavík, og Sigríður Sig- urbjörnsdóttir, f. 24.1. 1913, d. 2.11. 2001, húsfreyja. Börn Péturs og Ásu Dagnýjar eru Sigurgeir Pétursson, f. 16.12. 1965, skipstjóri á Nýja-Sjálandi, en kona hans er Sarah Petursson kennari og eru barnabörnin Olgeir Sigurgeirsson, f. 1982, Freyja Pet- ursson, f. 1995, Ella Petursson, f. 1997, Isabelle English, f. 7.2. 2000, og Tom English, f. 2004; Linda Pét- ursdóttir, f. 27.12. 1969, athafna- kona, búsett á Álftanesi og er dóttir hennar Ísabella Ása Lindudóttir, f. 2005, og Sævar Pétursson, f. 19.12. 1974, framkvæmdastjóri á Akureyri en kona hans er Sunna Svansdóttir þroskaþjálfi og eru barnabörnin Viðar Örn Ómarsson, f. 1999, Valdi- mar Logi Sævarsson, f. 2006, Vikt- or Máni Sævarsson, f. 2008, og Sif Sævarsdóttir, f. 2.12. 2010. Bræður Péturs: Sigurður Valdi- mar Olgeirsson, f. 1942, d. 2005, út- gerðarmaður á Húsavík; Hreiðar Olgeirsson, f. 1943, skipstjóri, bú- settur á Húsavík; óskírður Olgeirs- son, f. og d. 1944; Jón Olgeirsson, f. 1947, húsvörður, búsettur í Kópa- vogi; Skaphéðinn Olgeirsson, f. 1948, vélstjóri, búsettur á Húsavík; Egill Olgeirsson, f. 1949, rafmagns- tæknifræðingur, búsettur á Húsa- vík; Aðalgeir Olgeirsson, f. 1952, d. 2006, verslunarmaður í Hafnarfirði; Kristján Olgeirsson, f. 1960, tré- smiður, búsettur í Noregi; Björn Olgeirsson, f. 1962, málarameistari, búsettur í Noregi; Heiðar Geir, f. 1967, skipstjóri, búsettur í Hval- firði. Foreldrar Péturs: Olgeir Sigur- geirsson, f. 22.5. 1924, útgerð- armaður á Húsavík, og Ragnheiður Jónasdóttir, f. 28.4. 1924, húsfreyja. Úr frændgarði Péturs Olgeirssonar Pétur Olgeirsson Ragnheiður Friðrika Jónsdóttir húsfr. í Engimýri, f. í Sigtúni á Staðarbyggð í Eyjafirði Þorsteinn Jónasson b. í Engimýri í Öxnadal, bróðursonur Kristjáns, föður Magnúsar fjármálaráðherra Kristjana Þorsteinsdóttir húsfr. á Húsavík Jónas Bjarnason vegaverkstj. á Þórshöfn Ragnheiður Jónasdóttir húsfr. á Húsavík Sigríður Guðmundsdóttir húsfr. á Hraunhöfða, af Skeggsstaðaætt Bjarni Kráksson b. á Hraunshöfða í Öxnadal, bróðursonur Guðbjargar, langömmu Björns Jónassonar ráðherra og forseta ASÍ Jakobína Jónsdóttir húsfr. á Húsavík Bjarni Bjarnason vegaverkstj. á Ísafirði Guðmundur Bjarnason fyrrv. ráðherra Matthías Bjarnason ráðherra Kristín Sigríður Kristjánsdóttir húsfr. á Höskuldsstöðum Jón Olgeirsson b. á Höskuldsstöðum í Reykjadal, af Harða- bóndaætt, bróðursonur Jóns skálds á Helluvaði Björg Jónsdóttir húsfr. á Húsavík Sigurgeir Pétursson bústj. á Húsavík Olgeir Sigurgeirsson útgerðarm. á Húsavík Aðalbjörg Árnadóttir húsfr. í Álftagerði Pétur Guðmundsson b. í Álftagerði ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Stefán Þorvaldur Jónsson, út-gerðarmaður og kaupmaður áSeyðisfirði, fæddist á Kóngsp- arti í Sandvík á suðurbyggð Norð- fjarðar 12. október 1865. Foreldrar hans voru Jón Þorleifsson bóndi þar, en hann var skaftfellskur í báðar ættir, og k.h. Gróa Eyjólfsdóttir frá Þernunesi við Reyðarfjörð. Bróðir Stefán var Eyjólfur, ljósmyndari, klæðskeri og útibússtjóri á Seyð- isfirði og sat lengi í bæjarstjórn þar. Stefán hóf verslunarnám á Seyðis- firði en sigldi síðan út og var tvö ár í úrsmíðanámi í Stafangri í Noregi og lauk sveinsprófi. Hann kom heim 1885 og stundaði í fyrstu úrsmíðar. Hann hóf afskipti af bæjarmálum á Seyðisfirði og 1890 var hann orðinn hvorttveggja oddviti og hreppstjóri. Þátttöku í útgerð hóf Stefán 1898 og árið 1904 keypti hann opinn mót- orbát og var það fyrsti mótorbátur Austfirðinga. Hét hann Bjólfur eins og útgerðarfélagið. Hann stækkaði umsvif sín og má segja að hann hafi „átt plássið“ eins og stundum er tek- ið til orða. Árið 1911 átti Stefán sjö mótorbáta, hlut í gufuskipi, fiskverk- unarhúsin Liverpool og Evanger ásamt hafskipabryggjum, fjögur lifr- arbræðsluhús, hálft nótalag, báta- smíðahús, fjölda geymslna og úti- húsa, en þar að auki íbúðarhúsin Nóatún, Stefánshús, svo og Stefáns- búð. Umsvifunum var ekki lokið og á þessu tímabili átti líklega enginn maður á landinu jafn marga báta og Stefán. Stefán stofnaði einnig gos- drykkjaverksmiðju og stóð í blaða- útgáfu. Hann byggði prentsmiðju og íbúð fyrir ritstjórann sem var í fyrstu Þorsteinn Erlingsson skáld. Stefán reisti glæsileg hús á Seyðisfirði og má þar nefna barna- skólahúsið sem kom tilhöggvið frá Noregi. Eiginkona Stefáns var Ólafía Sig- urðardóttir, f. 3.1. 1863, d. 1930, dótt- ir Sigurðar bónda í Firði, Jónssonar hreppstjóra Seyðisfjarðarhrepps, og Jóhönnu Einarsdóttur. Börn Stefáns og Ólafíu voru Anna Jóhanna, Jón- ína, Sigurður, Garðar og Gróa Helga. Stefán Th. Jónsson lést 7.4. 1937. Merkir Íslendingar Stefán Th. Jónsson 95 ára Sigrún Steinsdóttir Þórdís Steinsdóttir 85 ára Ásta Ásvaldsdóttir Ragna Guðmundsdóttir 80 ára Arnar S. Andersen Kristín Guttormsson 75 ára Ingimar Skaftason Sigríður Larsen Þorvaldsdóttir 70 ára Eymundur Kristjánsson Jónsteinn Jónsson Stefán M. Vilhjálmsson Steinar Bjarnason Vilhjálmur Ingi Árnason Þorsteinn Hálfdanarson 60 ára Ásta Margrét Sigurjónsdóttir Ewa Barbara Kazimierczyk Gunnar Indriðason Jóhann Grétar Eiríksson Kjartan Þór Emilsson Marilou Suson Sigríður Gunnarsdóttir Sigríður María Játvarðardóttir Sigrún Helga Guðjónsdóttir Sturlaugur Tómasson Valgerður J. Frímann 50 ára Erla Guðmundsdóttir Guðrún Einarsdóttir Hákon Sigursteinsson Philip Gerald Roughton Sigríður Jóhannsdóttir Sigurður Pálsson Ægir Guðmundsson 40 ára Aleksandar Knezevic Anirut Ketphet Ásmundur Gunnar Stefánsson Dagmar Ýr Ólafsdóttir Elísabet Stefánsdóttir Pálína Hjaltadóttir 30 ára Andri Þórsson Bryndís Soffía Jónsdóttir Davíð Stefán Vigfússon Elín Magnúsdóttir Ingi Björgvin Björnsson Baxter Jónas Örn Helgason Jón Sverrir Jónsson Kristín Heiða Ingadóttir Soffía Helgadóttir Styrmir Frans Arnarsson Til hamingju með daginn 30 ára Gunnar er Reyk- víkingur og vinnur í ker- skálanum hjá Norðuráli. Hann er með meirapróf, pungapróf og stórvinnu- vélaréttindi. Systkini: Vöggur Mar Guðmundsson, f. 1979, hálfbróðir. Foreldrar: Kjartan Skaftason, f. 1959, bús. í Reykholti í Borgarfirði, og Viktoría Áskelsdóttir, f. 1957, bús. í Ártúnsholti í Reykjavík. Gunnar Áki Kjartansson 30 ára Helga er fædd og uppalin á Ytra-Nýpi í Vopnafirði en býr í Reykjavík og er tannlæknir. Maki: Sigurgeir Valsson, f. 1984, lögmaður hjá Kaupþingi. Dóttir: Sólveig Katrín, f. 2011. Foreldrar: Helgi Þor- steinsson, f. 1961, bóndi á Ytra-Nýpi, og Guðbjörg Alda Sigurðardóttir, f. 1963, bóndi og sjúkraliði. Helga Helgadóttir 30 ára Jósef er Hafnfirð- ingur og er í doktorsnámi í hagfræði við MIT í Cam- bridge í Massachusetts- ríki í Bandaríkjunum. Maki: Kristín Vala Ein- arsdóttir, f. 1989, nemi í tölvunarfræði við HR. Foreldrar: Sigurður Ein- arsson, f. 1957, arkitekt, og Sólveig Birna Jósefs- dóttir, f. 1959, hjúkrunar- fræðingur á Landspítal- anum. Þau eru bús. í Hafnarfirði. Jósef Sigurðsson Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einnmánuð. Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Skipholt 50c • 105 Reykjavík • 582 6000 • www.computer.is Síðan 1986 Sendum hvert á land sem er ICYBOX skjástandar Tölvur og fylgihlutir • Styður allt að 24ra tommu skjái • Þarf ekki að skrúfa við borðið • Framleitt úr hágæða áli, mjög sterkbyggt • Hægt að snúa skjám upprétt eða á hliðVerð 21.990 kr. Verð 34.990 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.