Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.2015, Blaðsíða 26
26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2015 Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Lára Aðalsteinsdóttir er annar af tveimur verkefnastjórum fyrir Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO en núna í október fer fram Lestrarhátíð í Bókmennta- borg, fjórða árið í röð. Ég spurði Láru strax hvað gerði eina borg að bókmenntaborg en ekki aðra í aug- um UNESCO? „Bókmenntaborg UNESCO er tit- ill sem borgir geta sótt um að fá og skuldbinda sig um leið til að taka þátt í neti skapandi borgar UNESCO. Reykjavík var lánsöm að vera sam- þykkt inn í netið árið 2011 eftir að hafa skilað mjög sterkri umsókn. Titlinum fylgir ekki fjármagn en þeg- ar borgir fara út í umsóknarferlið eru þær að skuldbinda sig til að styðja við orðlistina í borginni og efla hana. Leiða saman hagaðila og stuðla að samvinnu innanlands og erlendis um eflingu orðlistarinnar,“ segir Lára en Bókmenntaborgir þurfa að vinna eft- ir ákveðinni stefnu á hverju ári. „Við miðum okkar starf að leið- arljósi Skapandi borga UNESCO en hún segir m.a. að með því að ganga í samstarfsnetið skuldbinda borgir sig til að deila árangursríkum starfs- háttum og þróa samstarf sem ýtir undir sköpun og skapandi greinar, styrkir þátttöku í menningarlífi og til að gera menningu að hluta af borg- arskipulagi og þróun borgarinnar.“ Listsviðin sem samstarfsnetið tekur til eru sjö talsins að sögn Láru og ná til bókmennta, handverks og alþýðulista, hönnunar, kvikmynda- listar, margmiðlunarlistar, mat- argerðarlistar og tónlistar. Nafnbótin Bókmenntaborg UNESCO er hvorki sjálfsögð né til frambúðar nema unnið sé ötullega að því að halda henni. „Já – borgir skuldbinda sig til ákveðinna verkefna þegar sótt er um titilinn. Þetta eru verkefni hér heima og eins verkefni í samstarfi við aðrar bókmenntaborgir og skap- andi borgir UNESCO. Borgir þurfa að skila skýrslum til UNESCO þar sem metið er hvort þær er að standa sig.“ En hvernig fá borgir nafnbótina? „Reykjavík fékk nafnbótina eftir umsóknarferli þar sem allir hag- aðilar orðlistarinnar komu saman og rýnt var í það starf sem hér er unnið á ólíkum sviðum í borginni og því lyft fram. Reykjavík er kraumandi pottur sköpunar og þar skiptir orð- listin miklu máli. Hér búa flestir rit- höfundar landsins, bókaútgáfa er mest hér á höfuðborgarsvæðinu, all- ar helstu menningarstofnanir lands- ins eru hér og í borginni eru tvö stærstu leikhús landsins. Í Háskóla Íslands er ritlist kennd á meist- arastigi og við eigum góða hugvís- indadeild við skólann. Aðgengi að bókmenntum er gott hér og fyrir starfandi rithöfunda er nálægðin við heimildir, útgefendur og aðra rithöf- unda mikilvægt. Eins er hér mjög lifandi samfélag þar sem viðburðir tengdir orðlist eru í viku hverri. Hér er heimildi handritanna en því miður er aðgengi að þeim ekki eins og best verður á kosið.“ Lestur – Sögur handa öllum Lestrarhátíð er eitt af stóru verk- efnum Bókmenntaborgarinnar ár hvert. Í ár er hátíðin er tileinkuð Svövu Jakobsdóttur rithöfundi og röddum kvenna að sögn Láru. „Hátíðin heitir Sögur handa öllum í höfuðið á bók hátíðarinnar, sem er smásagnasafn Svövu en Forlagið gefur bókina út í ritröð sinni Íslensk klassík. Þá fá einnig raddir kvenna vægi í hátíðinni í ár og viljum við beina sjónum að röddum kvenna í bókmenntum. Lestrarhátíð er okkar tækifæri til að hvetja almenning til að gefa orðlistinni gaum og auðga sig með henni. Færa bókmenntir nær fólkinu eins og við gerum til dæmis í Kringlunni, sem nú er þakin tilvitnunum í smásagnasafn Svövu. En Kringlan er skemmtilegur sam- starfsaðili og veitir Bókmenntaborg- inni skjól fyrir orðlistina í október. Borgarbókasafnið er einnig stór samstarfsaðili Bókmenntaborg- arinnar og hvet ég fólk til að skoða hvað söfnin í borginni hafa upp á að bjóða í október og alla hina mánuði ársins fyrir okkur. Þar er líf og fjör alla daga.“ Dagskráin á hátíðinni er þétt og fjölbreytileg en þegar hefur verið rætt um stöðu rafbókarinnar, haldið stutt kvikmyndanámskeið fyrir stelpur í grunnskólum borgarinnar í samstarfi við RIFF o.fl. en fram- undan eru líka spennandi viðburðir. „Já, heldur betur því á döfinni í þessari viku er ýmislegt, til dæmis á morgun, þriðjudag, er bókakvöld VÍB sem tileinkað er röddum kvenna. Þar munu þær Elín Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri VÍB, Edda Rut Björnsdóttir hjá Fyr- irtækjasviði Íslandsbanka og Lilja Gylfadóttir, formaður Ungra at- hafnakvenna ræða bókina Lean in eftir Sheryl Sandberg, fram- kvæmdastjóra Facebook. Á mið- vikudaginn verður spennandi hádeg- iserindi í Borgarbókasafninu í Grófinni þar sem Magnea Þuríður Ingvarsdóttir menningarfræðingur fjallar um bókmenntir kvenna sem leynist í handritum í Lands- bókasafni og verður lesið upp úr óbirtum textum. Á fimmtudaginn er spennandi dagskrá á Icelandair Hót- el Reykjavík Marina þar sem skáld- in Valgerður Þóroddsdóttir og Ásta Fanney Sigurðardóttir eiga stefnu- mót við ný skáld sem allar eru með annað fæðingarland en Ísland og skrifa á sínu móðurmáli og stundum líka íslensku. En ég hvet alla til að kynna sér dagskránna á vefnum okkar bokmenntaborgin.is, þar er yfirlit yfir alla dagskrá mánaðarins.“ Kortleggja bókmenntasöguna Reykjavík Bókmenntaborg er menningarskrifstofa sem er virk allt árið Lára segir m.a. eitt af þeim verkefnum sem unnið er að vera fólgið í því að kortleggja bókmennta- söguna í borginni. Beinum sjónum að röddum  Bókmenntaborgin Reykjavík fagnar nú Lestrarhátíð í október  Mikil vinna að fá nafnbótina Bókmenntaborg og halda henni Lestur Lára Aðalsteins- dóttir einn stjórnanda Reykjavík Bókmenntaborg. Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Frystikistur á tilboðsverði 20% afsláttur Tilboð gildir meðan birgðir endast. FR205 190L B74xD70xH95 1 karfa, læsing á loki hjól undir kistu FR305 278L B98xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR405 385L B128xD70xH95 2 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR505 463L B150xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu FR605 567L B180xD70xH95 3 körfur, læsing á loki hjól undir kistu Verð áður kr. 94.359 Verð nú kr. 75.488 m. vsk. Verð áður kr. 108.534 Verð nú kr. 86.827 m. vsk. Verð áður kr. 117.173 Verð nú kr. 93.738 m. vsk. Verð áður kr. 131.820 Verð nú kr. 105.456 m. vsk. Verð áður kr. 161.518 Verð nú kr. 129.214 m. vsk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.