Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 1
Landsbál Safriahúi 101 Rey Fjðrði hver félagi frá Suðurnesjum Samkvæmt upplýsingum Grétars Kristjánssonar í Njarðvík, formanns G-sam- takanna, sem eru samtök gjaldþrota einstaklinga, eru 24% félagsmanna búsettir á Suðurnesjum. Eru það 36 af 150 félögum. Helmingur fél- agsmanna er búsettur á Stór- Reykjavíkursvæðinu en hinn hlutinn dreifist um lands- byggðina. Sagði Grétar það m.a. or- sökina að mikið væri um að fólk, sem ýmist hefði verið úr- skurðað gjaldþrota eða stæði frammi fyrir slíkum úrskurði, flytti hingað á svæðið. Væri ástæðan sú að í dreifbýlinu væru aðgerðir yfirvalda gegn þessum einstaklingum meira áberandi en hér hyrfu þessi mál frekar í fjöldann og væru því ekki eins persónuleg, þó gjaldþrot sem slíkt hefði ávallt ýmis vandkvæði í för með sér. Því eru tiltölulega fleiri slík- ir einstaklingar hér á svæðinu en víðast annars staðar á land- inu. En sem kunnugt er af fréttum hefur mikill fjöldi fólks verið tekinn til slíkrar meðferðar hér syðra á undan- förnum misserum. Frá því að samtök þessi voru stofnuð hafa þau átt við- ræður bæði við dómsmálaráð- herra og félagsmálaráðherra. Er ástæðan sú að þau eru að knýja á breytingar á þeim að- ferðum sem beittar eru gegn þeim aðilum sem geta af ein- hverjum ástæðum ekki staðið i skilum. Munum við á næstunni taka nánar á máli þessu hér í blað- inu en með hvaða hætti það verður, mun þá koma í ljós. Verða þrír skuttogarar keyptir? Samkvæmt áreiðanlegum heimildum standa nú yfir við- ræður um kaup eða þreifingar á kaupum þriggja skuttogara til Suðurnesja. Hafa kaup þessi öll komið upp á borðið nú í kjölfar deilunnar um sölu HK togaranna burt af svæð- inu. Þeir aðilar sem standa í við- ræðum eða skoðun á þessum málum eru Eldey h.f., Nesfisk- ur h.f. og Valbjörn h.f. Eru Eldeyjarmenn í viðræðum um kaup á togara héðan af suð- vesturhorninu, þó ekki af Suð- urnesjum. Nesfisksmenn í Garði eru að skoða málin varðandi togara utan af landi en hjá Valbirni í Sandgerði er fremur um almenna athugun enn að ræða, en að þeir séu farnir að skoða ákveðið skip. Morgunstemning í Keflavík. Ljósm.: hbb. FLUGELDASTRIÐ A SUDURNESJUM ÍBK fer inn á ,,flugeldamarkaðinn“ „Okkur finnst þetta lúaleg aðför að björgunarsveitun- um, sem mörg undanfarin ár hafa byggt starf sitt og af- komu á flugeldasölu, sem hefur nánast verið eina fjár- öflun þeirra. Núnaætlarnýtt knattspyrnuráð ÍBK að fara inn á þennan markað og stofna þannig starfi björgun- ar- og hjálparsveitanna í hættu. Við höfum sett okkur í skuldbindingar sem miðast við ákveðna afkomu af flug- eldasölunni. Nú getur farið svo að við getum ekki staðið við þær,“ sagði Árni Stefáns- son, formaður Hjálparsveit- ar skáta í Njarðvík um nýj- ustu fyrirætlan ÍBK í fjáröfl- un en það er flugeldasalan um áramót. Björgunar- og hjálpar- sveitirnar á Suðurnesjum skrifuðu fyrir skömmu knattspyrnuráði ÍBK og bandalaginu bréf þar sem þessari fyrirætlan var mót- mælt. En allt kom fyrir ekki. Þessari ákvörðun verður ekki breytt. Það staðfesti Rúnar Lúðvíksson, formað- ur knattspyrnuráðs, í sam- tali við Víkurfréttir. „Það verður æ erfiðara að reka æskulýðs- og íþrótta- starfsemina. Þess vegna verður að leita nýrra leiða og það hafa félögin gert víða um land.Þetta hefur staðið ÍBK til boða í mörg ár. Nú verður látið til skarar skríða í flug- eldasölunni. Þetta erafgreitt mál.“ Rúnar sagði að í dag væri baráttan í fjáröflun mjög hörð og því væru allir vænlegir markaðir skoðaðir í þeim efnum og nefndi sem dæmi skafmiða og dagatöl, sem hjálparsveitirnar hefðu farið inn á eftir að aðrir höfðu byrjað. Flugeldana mun ÍBK kaupa af KR-ingum sem reka mikið flugeldabatterí og hafa undanfarin ár Boðið hinum ýmsu íþróttafélögum flugelda á góðum kjörum, sem felast aðallega í því að félögin geta skilað til baka því sem ekki selst. Því væri áhættan engin. Björgunar- og hjálparsveitirnar kaupa inn sína flugelda sjálfar og geta því ekki skilað neinu til baka ef það selst ekki. „Stundum höfum við ekki haft erindi sem erfiði og tap orðið af flugeldasölunni,“ sagði Árni Stefánsson, for- maður Hjálparsveitar skáta í Njarðvík. Útboð á sorphirðu: Sjö tilboð bárust Á þriðjudag voru opnuð til- boð í sorphirðu á Suðurnesjum sem Sorpeyðingarstöðin bauð út fyrir skemmstu. Bárust alls 7 tilboð. Voru þau svohljóðandi: 1. Njarðtak h.f. 22.137.000 kr. 2. Kristófer Þorgrímsson kr. 25.825.000. 3. Gámaþjón- usta Suðurnesja kr. 20.355.860 4. Sorphreinsun Suðurnesja kr. 21.519.460. 5. Pétur Sigur- björnsson, Grindavík, kr. 16.403.250. 6. Guðjón Þor- björnsson, Kópavogi, kr. 18.053.250. 7. Grímur Hall- grímsson, Reykjavík, kr. 26.712.000. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á kr. 23.155.600. Núverandi verktaki er Njarðtak h.f. Mun stjórn SS nú skoða tilboð þessi nánar, áður en ákvörðun verður tek- in. Dýpkunarframkvæmdir í Sandgerði: „Getum ekki beðið öllu lengur" „Það þarf að framkvæma minniháttar breytingar á dýpkunarprammanum áður en hann getur komið hingað til Sandgerðis," sagði Sigurður Bjarnason, hafnarstjóri i Sandgerði, er blaðið hafði samband við hann vegna dýpkunarframkvæmda við höfnina. 1 síðustu viku kom til lands- ins nýr prammi í stað þess sem sökk út af Snæfellsnesi á leið til dýpkunarframkvæmda í Sandgerði. „Eg á von á því að pramminn komi á næstu dögum. Þetta er búið að drag- ast i nógu marga mánuði, þannig að það verður ekki lið- ið að biðin eftir dýpkun á inn- siglingunni verði öllu lengri,“ sagði Sigurður Bjarnason að lokum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.