Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 14
\>iKun 14 Fimmtudagur 1. desember 1988 | jUOU sss Guðjðn tekinn við Nú um mánaðamótin eða nánast í morgun tók Guðjón Guðmundsson formlega við embætti framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga á Suð- urnesjum og Sorpeyðingar- stöðvar Suðurnesja. Um leið tók fyrirrennari hans í starf- inu, Eiríkur Alexandersson, við stöðu útibússtjóra Utvegs- bankans í Keflavík. DS-málið: Lausn að fæðast Sem kunnugt er af fyrri fréttum hefur fjárhagsnefnd SSS verið að athuga hvernig finna mætti lausn á deilumáli því sem kom upp milli Kefla- víkurbæjar og annarra sveitar- félaga á Suðurnesjum er aðild eiga að Dvalarheimilum aldr- aðra. Að sögn Ellerts Eiríks- sonar, formanns fjárhags- nefndarinnar, er mál þetta nú á lokastigi af hálfu nefndar- innar. Inn í þessi mál spila málefni D-álmunnar sem væntanleg er við sjúkrahúsið, svo og önnur mál er tengjast þjónustu við aldraða hér á Suðurnesjum. En eins og fram kemur annars staðar í blaðinu er hér um mik- ið mál að ræða. Er þess því vænst að jafnvel verði hægt að greina frá niður- stöðum þessum í næsta tölu- blaði. KEFLAVÍK-SUÐURNES Kynning á AEG heimilistækjum og hand- verkfærum verður í verslunum okkar, Hafn- argötu 29 og 32 í Keflavík, á morgun, föstu- dag 2. desember frá kl. 13 til 18. Þessar hnátur héldu nýlega hlutaveltu að Blikabraut 11 í Keflavík og söfnuðu 932,70 krónum, sem þær hafa fært Þroskahjálp á Suðurnesjum að gjöf. Þær heita Valgerður Kristjánsdóttir, Birna Vilborg Jakobsdóttir og Heiðrún Klara JóHannsdóttir.Ljósm.: hbb Álafossbúðin komin til Keflavikur íslenskur Markaður opnar í dag nýja verslun að Iðavöllum 14b í Keflavík. Ber hún sama nafn og verslun þeirra að Vest- urgötu 2 í Reykjavík þ.e. Ala- fossbúðin. A boðstólum eru útivistar- vörur, ullarvörur og ýmsar gjafavörur auk ýmislegs ann- ars. Sérfræðingar frá AEG umboðinu í Reykjavík verða á staðnum. AEG umboðið á Suðurnesjum. STAPAFELL SÍMAR 12300/11730 - KEFLAVÍK Þessar stúlkur héldu nýlega hlutaveltu í Njarðvík til styrktar Þroskahjálp á Suðurnesjum. Þær heita Flóra Hlín Ólafsdóttir (t.v.) og Þórunn Ingadóttir. Söfnuðu þær kr. 2000 sem þær hafa þegar afhent. Ljósm.: epj. OPNUM í DAG VERSLUN OKKAR Á NÝJUM STAÐ, HAFNARGÖTU 21, KEFLAVÍK. KOMDU OG LITTU -VIÐ ERUMFLUTT! INN TÖKUM UPP NÝJAR VÖRUR. VERSLUNIN DRAUMALAND HAFNARGÖTU 21 - SÍMI 13855

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.