Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 5
WfCUft Fimmtudagur 1. desember 1988 5 tUtth Játaði á sig rúðubrot Um síðustu helgi var rúða brotin í íbúðarhúsi við Hafnargötu í Keflavík. Sá sem þar var að verki náðist skömmu síðar og hefur hann játað á sig verknað- inn. 10 í gistingu Mikil ölvun var í Keflavík um helgina, bæði í danshús- um og heimahúsum. Tíu fengu gistingu í fanga- geymslum lögreglunnar vegna slagsmála og ölvunar og mikið var um það að lög- reglan þyrfti að aka ölvuðu fólki til síns heima. Sex stútar undir stýri Lögreglan i Keflavík tók í síðustu viku sex ökumenn fyrir meinta ölvun við akst- ur. Fimm umferðaróhöpp urðu í umdæmi lögreglunn- ar, sem tilkynnt var um, en engin slys á fólki. Hurðar- spjald í húsi gamla pósthúss- ins var brotið en engar aðrar skemmdir unnar á húsnæð- inu og engu stolið. Sex af þeim átta bátum sem vélsmiðjan mun smíða nú verða með þessu lagi, eins og sá til vinstri. Hinn báturinn er af gömlu gerðinni. Ljósmyndir: hbb. og epj. Fjðrði Olsen-báturinn að taka á sig mynd Þessa dagana má sjá þrjá stálbáta fyrir utan verksmiðju- hús Vélsmiðju Ol. Olsen í Njarðvík á ýmsu byggingar- stigi. Eru tveir þeirra nánast tilbúnir. Er hér um að ræða tvo báta sem fara til útgerðar í Njarð- vík en annar þeirra var fyrsti báturinn sem afhentur var frá vélsmiðjunni. Sá bátanna sem styst er kominn mun fara til Hólmavíkur að sögn Karls Olsen eldri. Auk þessara þriggja báta er einn þegar kominn á sjó, Reykjanes GK 19. Sagði Karl að nú væru eftir fjórir bátar en þeir eru allir I sömu teikningu og síðari bát- seldir. Verða þeir byggðir eftir | urinn sem fór til Njarðvíkur. Bátarnir þrír sem nú eru fyrir utan vélsmiðjuna í Njarðvík. Grindavík: Skothylki finnast á víða- vangi Unglingspiltar úr Grinda- vík fundu í síðustu viku 261 skothylki austan við girðingu herstöðvarinnar í Grindavík, um 300 metra frá byggð við Glæsivelli. Það voru foreldrar piltanna sem komu skothylkjunum til lögreglunnar í Grindavík. Að sögn Sigurðar Agústssonar hjá lögreglunni var hér um að ræða 191 vélbyssuskot, sem öll voru sprungin, og 70 skot úr stórum herrifflum, sem voru ónotuð. Sprakk eitt slíkt er einn piltanna kastaði því frá sér. Sagði Sigurður að það væri ekki nokkur vafi á því að setja mætti fund þennan í samband við vélbyssuskothríð þá, er stór hluti af íbúum í vestur- hluta Grindavíkur vaknaði upp við nýlega, eins og við höf- um áður greint frá. UTILJOS I URVALI L JÓSKASTARAR Verð frá kr. 760.- Kastarabretti með tveimur og þremur kösturum. Borðlampar, dragljós. SIEMENS HEIMILISTÆKI 40 ljósa útisería m/spenni kr. 1.620. RAFLAGNAVINNUSTOFA Sigurðar Ingvarssonar GARÐI - SÍMI 27103 Nú rifjum við upp gamla Glóðarfjörið Léttar veit ingar í neðri sal á rosadansleik á Glóðinni V föstudagskvöld 2. des. j V kl. 23-03. / \ Aldurstakmark 18 ára \ Snyrtilegur klæðnaður Æ \. Miðaverð 700 kr. Æ Sími 11777 Sími 11777

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.