Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 1. desember 1988
v/Kur<
SATIN
ÁFERÐ
með
Kópal
Glitru
Þvottheldni
og styrkleiki
í hámarki
Hafnargötu 90 - Sími 14790
Greiðslukorta-
þjónusta.
Víkur-fréttir
Undratæki
sem bæta heilsuna
Manquic er hand- og
fótsnyrtitæki sem lagar
ýmsa kvilla á höndum
og fótum og er gott til
snyrtingar.
Neistarinn er lítið undra-
tæki sem vinnur á verkjum,
s.s. vöðvabólgu, liðagigt
og mörgu fleiru.
Grape Slim megrunarlyf
sem gefur árangur.
Superglandi er hrukku-
meðal - eyðir smáhrukkum
og lagfærir húðina.
Heilsuvörur í úrvali.
Hafnartfötu r»4 - Keflavík
jumt
molar grín - gagnrýni - vangaveltur
Umsjón: Emil Páll
Keflvíkingur fékk stóra
Lottóvinninginn
Sem kunnugt er féll 14
milljóna króna Lottóvinn-
ingurinn í hendur tveggja
manna á norðurlandi. Sá á
Blönduósi, HlynurTryggva-
son, er þó eftir allt saman
Keflvíkingur sem hefur búið
lengi þar nyrðra. I Keílavík
átti hann lengst heima að
Sólvallagötu 30 en hann er
bróðir þeirra Harðar, Hólm-
ars og Kára Tryggvasona.
Aukin útgáfutíðni
í desember
Þó margir tali um kreppu
og samdrátt ætlum við hjá
Víkurfréttum ekki að láta
slíkt tal hafa áhrif á okkur
um hátíðirnar. Undanfarin
ár höfum við aðeins gefið út
2-3 blöð í desember og tekið
síðan frí fram undir miðjan
janúar, svona a.m.k. stund-
um. Nú er annað uppá ten-
ingnum. I desember verða
gefin út 5 tölublöð og síðan
fyrsta tölublaðið eftir ára-
mót strax hinn 5. janúar.
Þýðir þetta að útgáfudagarn-
ir í desember verða 1., 8., 15.,
22. og 29. Jólablaðið, þykkt
og vandað að venju, kemur
út þann 15. Aðalbreytingin
er því blað milli jóla og ný-
árs.
Pöbbar í farvatninu
Þegar bjórinn heldur inn-
reið sína, munu veitingastað-
irnir ílestir mæta bjórnum
með þeim hætti að hafa hann
á boðstólum. Eru þetta aðil-
ar eins og Brekkan, Glaum-
berg og jafnvel fleiri. En
einnig berast fréttir af pöbb-
um eða bjórkrám sem nú eru
í farvatninu. Ein slík verður
að sögn manna þar sem
verslunin Breiðablik var áð-
ur, gegnt Glóðinni, og eins
rennur mann í grun að Biggi
Guðna hafi hug á að koma
einum slíkum fyrir í Gömlu
búðinni að Duusgötu 5. Gæti
sá staður orðið mjög
skemmtilegur.
Trúlofast DS
og Grindvíkingar?
Á fulltrúaráðsfundi D-
álmu samtakanna í Garði á
laugardag sagði Jón Hólm-
geirsson úr Grindavík aðsvo
gæti farið að Grindvíkingar
vildu nú trúlofast okkur hin-
um íbúum Suðurnesja vegna
fjármálavanda í málefnum
aldraðra. Eins og fram kem-
ur annars staðar í blaðinu í
dag er alls ekki um svo vit-
lausa hugmynd að ræða,
a.m.k. við fyrstu sýn.
Greip í tómt
í síðustu viku var haldin
úti í Gróf útsala á vörum
þeim er björguðust úr fata-
deild kaupfélagsins er eldur
kom upp í húsinu á dögun-
um. Ekki virðast allir þeir er
ætluðu á útsölu þessa hafa
verið klárir á því hvar hún
var. A.m.k. sást til eins sem
hamaðist á útidyrunum þar
sem fatadeildin var áður til
húsa að Hafnargötu 30.
Þrátt fyrir sótuga rúðu sá
hann ekki hvers kyns var fyrr
en hann fór að lita á glugg-
ana og sá að þar var neglt
fyrir. Þó var hann ekki viss
nema útsalan væri þarna
innan dyra.
Lifandi Glóð
Nú standa fyrir dyrum
breytingar á neðri salnum á
Glóðinni. Miðast breytingar
þessar í þá veru að útbúa
sinu svo bjóða megi upp á lif-
andi tónlist þar. Eftir breyt-
ingar þessar mun staðurinn
líkjast Gauki á Stöng.
Ertu með söfn-
unarbauk heima?
Aðeins 17% af söfnunar-
baukum D-álmu samtak-
anna hafa skilað sér aftur.
Því er spurn hvort þú, les-
andi góður, viljir ekki skila
bauknum þínum, ef þú ert
ekki búinn að því. Skiptir þá
ekki öllu máli hversu mikið
er í honum, heldur að bauk-
urinn komist sem fyrst niður
í Sparisjóð. Að vísu er ekki
verra þó í honum leynist ein-
hver upphæð, eða haldið þið
það...
Að fylgjast með
Oft hefur verið gagnrýnt
hér í Molum að úreltar upp-
lýsingar um neyðarsíma-
númer séu sendar út. DV
hefur fengið ómælda gagn-
rýni í þeim efnum en þeir
hafa nú svo sannarlega tekið
rétt á því máli. En við heima-
menn erum lítið betri, því í
nýútkominni upplýsinga-
skrá Æskulýðsráðs Keflavík-
ur kemur fram að lögreglan
hafi símanúmerið 13333. Við
skulum bara vona að enginn
þurfi í miklu óðagoti að
grípa til þessa númers, því
það var lagt niður fyrir rúmu
hálfu ári.
Draumaland í
Færseth-höllina
Um þessar mundir er
Draumaland að flytja sig til á
Hafnargötunni í Keílavík,
þ.e. frá nr. 37 yfir í nr. 21,
svonefnda Færseth-höll. Þá
mun á næstunni eiga sér stað
önnur tilfærsla í höllina frá
stað við þessa sömu götu,
þ.e. Ungó. Er það Nýja
videóleigan sem einnig mun
vera með sölu á ofnum þeim
sem Bolafótur í Njarðvík
flutti inn frá Hollandi.
Vart byrjuð er hætt var
Ljósmyndavörubúðin sem
keypti verslunina Lítt’inn
hjá Óla er hætt, þó stutt sé
um liðið frá því verslunin tók
til starfa í Keflavík. Hefur
vélakostur framköllunar-
þjónustunnar verið fluttur út
af svæðinu.
Lífleg umræða
Dagur gerði nýlega grín að
,,skítkasti“ úr Feyki, sem
gefinn er út á Sauðárkróki.
Þar eru skipaskipti Sauð-
krækinga og HK manna í
sviðsljósinu hjá húsmóður í
norðurbænum. Skammar
hún Feyki fyrir það hvernig
þeir hafa haldið á máli þessu
og segir m.a.: „Eg segi það
alveg satt að ef blaðið væri
ekki prentað á svona óþjálan
pappír, þá mundi ég taka
þau blöð sem ég á í fórum
mínum af Feyki með mér á
salernið. En þar sem hann er
ekki einu sinni nothæfur
óska ég ekki eftir að fá blaðið
send framvegis...“ Ekki lá á
svari ritstjórans, sem endar
grein sína á þessa leið: „Ann-
ars er vart ástæða til aðsvara
þessu skítkasti bréfritara
mikið, enda eftir tóni bréfs-
ins varla við því að búast að
hann líti framar í Feyki,
a.m.k. ekkialvegánæstunni.
Það er þá ekki nema koma
þeim húsráðum til lesenda,
ef einhverjir þeirra færu að
dæmi húsmóður úr Norður-
bænum að nota blöð sem sal-
ernispappír, þá væntanlega
einhver önnur en Feyki, að
mun meiri hætta er á stíflum
ef þau eru notuð og því
„praktískara" á allan hátt að
nota þar til gerðan pappír."
Suðurnesjamenn í
brúnni á Breka
Fyrir nokkru hafði Vest-
mannaeyjatogarinn Breki
stutta viðdvöl í Keflavíkur-
höfn. Lögðu af því tilefni
margir Suðurnesjamenn
lykkju á sunnudagsrúntinn
og skoðuðu skipið, enda er
margt sem tengir það við
Suðurnes. Helst ber að nefna
að við stjórnvölinn eru til
skiptis þeir Hermann Kristj-
ánsson úr Njarðvík og Sævar
Brynjólfsson sem lengi var
skipstjóri í Keflavík. Þá átti
skip þetta upphaflega
heimahöfn í Sandgerði og
bar þá nafnið Guðmundur
Jónsson GK 475.
Skipstjórarnir á Breka, Her-
mann Kristjánsson (t.v.) og
Sævar Brynjólfsson.
Ljósm.: epj.
Orðvar
SENDIHERRA AD ARI
íslendingar eru löngu hætt-
ir að halda upp á lokadaginn
11. maí og Sjómannadagur-
inn heitir núna sjómanna-
sunnudagur, svona til að-
greiningar frá öðrum venju-
legum sunnudögum. Við erum
að gleyma uppruna okkar og
eðli, enda láta afleiðingarnar
ekki standa á sér, því heldur
betur hefur þrengt að lands-
mönnum nú á dimmum en
stilltum haustmánuðum.
Gjaldþrot vofir yfir þjóðinni
segja þeir sem gerst þekkja.
Suðurnesin, sem hvorki
teljast til höfuðborgarsvæðis-
ins eða dreifbýlisins og eru
þar af leiðandi í einskonar
limbói í sjóðakerfunum, hafa
ekki farið varhluta af hörm-
ungunum. Vofa atvinnuleysis,
peningaleysis og upplausnar
liggur yflr skaganum. Þegar
stórir atvinnurekendur í iðn-
aði, flugrekstri og flskvinnslu
segja upp 40-60 manns á einu
bretti og smærri fyrirtæki
engjast í skuldakvölum, þá
setur hroll að fólki. Fiskiskip-
in eru seld héðan í kippum og
flskveiðikvótinn með, siðan
stöðvast skyld fyrirtæki hvert
af öðru og niður atvinnulífs-
ins, hjartsláttur byggðarlag-
anna, þagnar. Það eina sem
rffur ömurlega þögnina er
hungurvæl rytjulegra máva
sem enn flögra yfir auðum að-
gerðarhúsunum í ætisleit og
taktföst hamarshögg frá fó-
getaskrifstofunni þegar ein-
staklingar og fyrirtæki eru
slegin af 1 gjaldþroti.
Þeir lánsömu, sem enn hafa
atvinnu og auraráð, hoppa
upp í næstu flugvél og gera
jólainnkaupin erlendis meðan
verslunareigendur við Hafn-
argötuna horfa döprum aug-
um ofan í tóma peningakass-
ana sjálfan jólamánuðinn.
Það er illa komið þegar jólin
bregðast mönnum líka.
Til marks um hvað dregið
hefur úr atvinnu og viðskipt-
um í landinu síðustu mánuði,
þá kvað vanta 5 þúsund millj-
ónir í ríkiskassann núna um
áramótin samkvæmt áætlun
sem gerð var fyrir'ári síðan.
Reyndar eru þetta ekki loka-
tölur þvi upphæðin hækkar um
eitt þúsund milljónir í hvert
skipti sem fjármálaráðherr-
ann talar í þinginu og hann á
eftir að tala oft fram að ára-
mótum. Fólk veltir því nú fyr-
ir sér hvort sveitar- og bæjar-
stjórnir hafi frétt af þessum
samdrætti og taki tillit til
auralausra íbúðaeigenda við
álagningu fasteignaskatta í
næsta mánuði.
í miðjum þessum þrenging-
um öllum kemur svo eitt áfall-
ið enn. Sérstakur saksóknari
vill ólmur ákæra þingmann-
inn okkar fyrir sinnuleysi og
draga hann fyrir rannsóknar-
rétt. Fljótt á litið virðast al-
þingismenn ekki bera ábyrgð
á því sem þeir gera, heldur
hinu sem þeir gera ekki. And-
streymi og almennir erfiðleik-
ar þjappa fólkinu saman, enda
brá nú svo við að í stað þess að
smjatta á óheppni þingmanns-
ins, tóku allir íbúar sunnan
Hafnarijarðar málstað hans.
Það er fátítt að pólitískt of-
stæki víki fyrir augijósum
staðreyndum. Þegar ljóst var
að allir Suðurnesjamenn,
hvar í flokki sem þeir teljast,
stóðu sem einn maður með
þingmanninum brá hann sér i
tjölmiðlana, sló í borðið og
krafðist þess frammi fyrir al-
þjóð að fara á Hraunið með
félögum sínum. Svona er nú
ástandið hér í rauninni slæmt.
En auðvitað fer hann aldrei á
Hraunið, nema hann sé alsak-
laus. Ef eitthvað púður er í
okkar manni verður hann orð-
inn sendiherra að ári samkv.
leikreglum hins opinbera.