Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 12
12 Fimmtudagur 1. desember 1988 Bítlavina- félagið á Glóðinni Ein vinsælasta íslenska hljómsveitin um þessar mundir, Bítlavinafélagið, verður með dansleik á Glóð- inni, 2. hæð, á morgun, föstu- dagskvöld, frá kl. 23-03. Hinir íslensku vinir Bítlanna hafa nýverið gefið út plötu með gömlu góðu bítlalögunum og hefur hún þegar náð efsta sæti á nokkrum vinsældalistum. Að sögn Kristins Jakobssonar á Glóðinni er ekki á hverjum degi sem Bítlavinirnir leika á dansleikjum á vínveitingahús- um og því væri hér gullið tæki- færi fyrir Suðurnesjamenn að koma og hlýða á hljómsveitina og taka létt spor við bítlatóna og önnur þekkt lög sem hljóm- sveitin hefur getið af sér. Michael Kealy er að góðu kunnur á Glóðinni. Hann tróð upp nokkur kvöld fyrr í haust við mjög góðar undirtektir. Kealy þessi er írskur að upp- runa, snjall gítarleikari og leikur gamla, þekkta slagara og auðvitað bestu bítlalögin, eins og Bítlavinafélagið, nema auðvitað ekki á íslensku, held- ur á móðurmáli Bítlanna. Kealy verður á Glóðinni laug- ardagana 10. og 17. des. „Við munum reyna að fá fleiri kunna hljómlistarmenn og hljómsveitir í vetur til að leika á Glóðinni og brydda upp á ýmsum nýjungum," sagði Kristinn Jakobsson, eigandi veitingahússins. ^^JOLASVEINAR JyÆQ-3 Ef þig vantar tvo hressa /^c^CX/Vy^^jólasveina til aðskemmta V fynr þig, þá hafðu sam- band við Giljagaur í síma 46520, því við erum á leið til byggða. P.S. erum til í allt, hringdu strax. Giljagaur Trilla til sölu Til sölu 2,3 tonna trilla með skrúfu. Tilboð. Upplýsingar í síma 11616. Kirkjukór Grindavíkur Kirkjukór Grindavíkur vantar bassa og tenóra frá og með áramót- um. Upplýsingar eru gefnar í síma 68690 eða 68693. Grindavíkurkirkja t Minningarathöfn vegna andláts Hraðfrystihúss Keflavíkur verður haldin í Stapa, laugardaginn 3. des- ember kl. 20.30. Aðeins fyrir aðstandendur (starfsmenn). Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast þess látna, vin- samlega snúi sér til Eldeyjar h.f. vegna að- gerða þeirra til björgunar fyrirtækinu. Starfsmenn Bræðurnir Guðjón og Pétur Haukssynir. Pétur er íslandsmeistari í pílu og keppti tii úrslita gegn bróð- ur sínum, Guðjóni, í beinni útsendingu Stöðvar 2 fyrir skömmu. Ljósm.: Hilmar Bragi Pílubræðurnir frá Grindavík: „Það þýðir ekkert stress í pílunni" - segja þeir Guðjón og Pétur Haukssynir Pílukastíþróttin á svo sann- arlega upp á pallborðið hjá Suðurnesjamönnum og fara vinsældir hennar vaxandi með hverjum deginum. Hjá hlað- deild Flugleiða á Keflavíkur- flugvelli er mikill áhugi fyrir pílu og er um helmingur af starfsmönnum deildarinnar sem kastar pílu reglulega. Meðal starfsmanna í hlað- deildinni eru bræðurnir Pétur og Guðjón Haukssynir. Pétur varð íslandsmeistari í íþrótt- inni nýlega og keppti til úrslita gegn bróður sínum, Guðjóni. Víkurfréttir „heimsóttu“ þá bræður í vinnuna fyrir skömmu og spjölluðu við þá um pílukast- íþróttina og þann áhuga sem er fyrir íþróttinni hér á Suðurnesj- um. „Ég byrjaði að stunda íþróttina um leið og ég hóf störf hjá Flugleiðum, sem var í janúar 1987,“ sagði Pétur ís- landsmeistari þegar hann var inntur eftir því hvenær áhug- inn kom fyrst upp. Guðjón byrjaði aftur á móti að kasta í apríl sama ár. -Hvernig er það, er frum- skilyrði fyrir því að maður fái vinnu hér að maður kunni að kasta pilu? „Nei, nei. Áhuginn er bara svona mikill héma í hlaðdeild- inni.“ -Spilið þið í einhverjum keppnum á vegum flugfélags- ins? „Við erum sautján sem spil- um einu sinni í viku í klúbb hjá kananum. Við höfum þrisvar farið út til þess að keppa á veg- um flugfélaganna, á tvö Evrópumót og eitt heims- meistaramót," sögðu þeir bræður. -Hvernig er æfingatíminn hjá ykkur? „Hann er voðalega breyti- legur. Stundum æfum við ekk- ert en þegar það koma góðir tímar þá notum við þá vel. Við köstuðum meira í fyrra heldur en við gerum núna. Við vorum til dæmis einu sinni í viku í gamla kvenfélagshúsinu í Grindavík að kasta. Það er meiningin að spila þar einu sinni í viku í vetur.“ -Nú hafið þið verið valdir í landsliðið. Er mikil vinna í kringum það? „Já, fjórir efstu úr Islands- mótinu voru valdir í landslið- ið. Við komum til með að leika við landslið Danmerkur og Svíþjóðar fyrstu vikuna í febr- úar á næsta ári. Við vorum einnig í landsliðinu í fyrra og fórum þá á British Open.“ -Pétur, nú hafa Suðurnesja- menn náð góðum árangri í pílukastíþróttinni. Hvað ligg- ur þar að baki? „Það er mestur áhugi á þessu hér á Suðurnesjum. Við spilum alltaf einu sinni í viku hjá kananum, þar sem haldin eru hálfsársmót. Þá hefur lög- reglan einnig náð góðum árangri í íþróttinni.“ -Er lítið mál að ná árangri? „Ef menn stunda þetta, þá ná þeir fljótt árangri. Það er mikill reikningur í þessari íþrótt, þú verður að halda áfram og það þýðir ekkert að stoppa til þess að hugsa. Það þarf að vita hvað hægt er að nota í útskot. Þetta væri mjög gott að nota í sambandi við skóla og láta krakkana vera í þessu með reikningsnámi. Annars er þetta íþrótt fyrir alla.“ -Nú lékuð þið til úrslita í sjónvarpi. Hvernig er að spila fyrir alþjóð? „Maður fær lítinn tíma til þess að leika í sjónvarpi. Lýs- ingin er mikið meiri og auk þess fer svolítið fyrir stressi." -Hvernig íþrótt er pílukast eða Dart? „Þetta er nákvæmnisíþrótt sem verður að hafa hugann við. Stressið fer hræðilega illa með einbeitinguna.“

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.