Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 11
VÍKUR pau* Fimmtudagur 1. desember 1988 11 Jóhann G. Jóhannsson með nýja plötu Heildarútgáfa á plötum hans Nýkomin er í hljómplötu- verslanir ný hljómplata með Suðurnesjamanninum Jó- hanni G. Jóhannssyni(tónlist- ar- og myndlistarmanni) sem heitir Myndræn áhrif. Lög og textar eru eftir Jó- hann og heita: Venus; Andleg smœð; Um vin; Þjóðfélagsblús; Myndræn áhrif; Smá jákvæðni; Sláð’ekki á útrétta hönd og Allt í hönk. Jóhann sér um alian söng sjálfur nema í laginu Ven- us, þar sem hann nýtur aðstoð- ar Öldu Ólafsdóttur, söng- konu. Margir af fremstu tónlistar- mönnum þjóðarinnar koma við sögu á þessari hljómplötu en þeir eru: Friðrik Karlsson, gítar; Jóhann Asmundsson, bassi; Gunnlaugur Briem, slagverk; Þorsteinn Jónsson, hljómborð; Halldór Pálsson, sax; Þorsteinn Magnússon, gítar; Guðmundur Jónsson, gítar; Þröstur Þorbjörnsson, gítar; Jón Björgvinsson, slag- verk; Sveinn Kjartansson, bassi, hljómborð. Upptökur og hljóðblöndun fór fram í Hljóðrita, Hafnar- firði, en upptökur annaðist Sveinn Kjartansson. Aðstoð- arupptökumenn: Jón Björg- vinsson og Páll Guðmunds- son. Utsetningar eru afrakstur samstarfs Jóhanns G. Jó- hannssonar og Sveins Kjart- anssonar að viðbættu fram- lagi viðkomandi tónlistar- manna. Skurður (D.M.M.-direct metal mastering) fór fram í Abbey Road Studios, London, og annaðist Chris Blare (kunn- ur á sínu sviði) framkvæmdina en D.M.M. er gæðastimpill sem tryggir ítrustu hljómgæði við plötupressun sem fer fram í Alfa. Björgvin Pálsson annaðist ljósmyndun fyrir plötuum- slag. Hönnun og útlit: Jóhann G. Jóhannsson og Björgvin Pálsson. Prentun: Prisma. Tónlistin er einnig komin út á geisladisk. Undirleikurinn, án söngs, verður fáanlegur á kassettu undirheitinu „Syngið sjálP' en þetta er nýjung, sér- staklega ætluðsöngelsku fólki. Útgefandi er JGJ-útgáfa. Dreifing: Gramm hf. í tilefni útgáfunnar kemur einnig út á vegum JGJ-útgáf- unanr takmarkað upplag af Heildarútgáfu Jóhanns G. 1970-79 sem inniheldur 5 1970-79 sem inniheldur 5 hljómplötur: Óðmenn-tvöfalt albúm; Langspil; Mannlíf; ís- lensk kjötsúpa. Þetta safn inniheldur nokk- ur af þekktustu lögum Jó- hanns svo sem Don't try tofool me, 1 needa woman, Kærleikur o.fl. Happdrætti Körfu- knattleiksráðs ÍBK: Vinningsnúmer 914 sólarlandaferð með Útsýn. 580 gisting fyrir 2 í svítu á Flug Hótel. 985 borð og stólar frá Samkaupum. 482 grill frá Samkaupum. 93 myndataka á Ljósmyndastofu Heimis. 426-387-326-642-815 snittur frá Veisluþjónustunni. 233 þeytivinda frá Kili. 168 myndataka hjá Nýmynd. 699 kíkir frá Járn & Skip. 75 vöruúttekt í versluninni TrafFic. 196 vöruúttekt frá versl. Tré-X. 29 sólstóll frá Bústoð. 828 útvarpsklukka frá Studeo. 440-658 gisting fyrir tvo í eina nótt m/morgunverði á Hótel Keflavík. 462 grill frá Samkaupum. 626 borðlampi frá Rafbæ. 514-414 matur fyrir tvo á Glóðinni. 523-468 matur á Stefnumótum. 90 tveir sólstólar frá Duus. 808 hárþurrka og Ijós frá Rafbæ. 501-872 matur á Þristinum. 24-859 vöruútt. í Hagkaup.Njarðvík. 216-162 klipping og blástur á Elegans. 34 klipping og blástur á Hár-inn. 725 hillur frá Járn & Skip. 520-28-249-255-952-885-206-913-330- 861 frímiðar á alla heimaleiki ÍÐK 1988-1989. 806-770-641-20-68-461-677-830-218- 737 frímiðar í Bláa lónið, 10 skipti. JÓLAFÖTIN Á BORNIN I STÆRRI OG BETRI BUÐ!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.