Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 10
\>IKUR
10 Fimmtudagur 1. desember 1988
NIZZAN SUNNY WAGON 4X4
SUNNY Wagon SLX 1500cc 5 gíra m/aflstýri .................... Kr. 724.000
SUNNY Wagon SLX 1600cc 5 gíra m/aflstýri .................... Kr. 755.000
SUNNY Wagon SLX 1500cc sjálfsk. m/aflstýri.................. Kr. 783.000
SUNNY Wagon SLX 1600cc sjálfsk. m/aflstýri.................. Kr. 791.000
SUNNY Wagon SGX 1500cc 5 gíra (4WD) m/aflstýri .............. Kr. 815.000
SUNNY Wagon SGX 1600cc 5 gíra (4WD) m/aflstýri .............. Kr. 827.000
NIZZAN SUNNY SEDAN
SUNNY Sedan LX 1300 cc 4dr 5 gíra .......................... Kr. 573.000
SUNNY Sedan SLX 1500cc 4dr 5 gíra m/aflstýri ............... Kr. 671.000
SUNNY Sedan SLX 1600cc 4dr 5 gíra m/aflstýri ............... Kr. 704.000
SUNNY Sedan SLX 1500cc 4dr sjálfsk. m/aflstýri ............. Kr. 707.000
SUNNY Sedan SLX 1600cc 4dr sjálfsk. m/aflstýri ............. Kr. 744.000
SUNNY Sedan SLX 1600cc 4dr 5 gíra (4WD) m/aflstýri .. Kr. 791.000
Frá tónleikum hljómsveitarinnar í Ytri-Njarðvíkurkirkju s.l. vor.
Smákökubasar Tön-
listarsköla Njarðvíkur
Skó!,'hljómsveit T.N. verð-
ur með smákökubasar á sölu-
torginu við Stapa, Njarðvík,
föstudaginn 2. desember frá
kl. 13:00. Ágóði smákökusöl-
unnar rennur í ferðasjóð
hljómsveitarinnar en næsta
sumar fer sveitin í tónleikaferð
til Þýskalands og Austurríkis.
Það verður dýrt ferðalag og
því nauðsynlegt að Suður-
nesjabúar styðji vel við bakið á
krökkunum og kaupi kökur á
föstudaginn.
Þessir krakkar eru glæsileg-
ir fulltrúar unglinga á Suður-
nesjum og góð landkynning.
Húsmæður og feður, nú er
tækifærið að veita fjölskyld-
unni smá forskot á smököku-
smakkið eða bara að spara sér
baksturinn í öllu jólaamstrinu
sem bráðlega fer í hönd. Verði
ykkur að góðu.
IMI55AN
PATHFINDER XG 2400cc 5 gíra
Sérstakt Suðurnesjatilboð ... Kr. 1.466.000
Aukabúnaður innifalinn.
30 tommu hjólbarðar - Króm-
felgur - Brettaútvíkkanir
Vindskeið að aftan
Stuðaragrind
Frábær greiðslukjör
Allt til umræðu Brekkustig 38 - Njarövik
GLJAI
Byggðasafn Suðurnesja
iii ii i« ii iii uq wj v jrý ^
31
Opið á laugardögum kl. 14 - 16. Aðrir tímar eftir samkomulagi. Upplýsingar í símum 13155, 11555 og 11769.
Köngar á kálfsskinni
Aðalfundur Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum er nýlega af-
staðinn. Ekki hefur frést af því að
nefnd sú sem kosin var á aðalfundi
1987 hafi komist að neinni niður-
stöðu í sameiningarmálum sveit-
arfélaganna. Það varð eitthvað lít-
ið úr verkum hennar þetta eina ár.
Henni var í upphafí ætlað að nota
síðastliðið ár til að koma af stað
umræðu um málið og kynna Suð-
urnesjamönnum kosti og galla
sameiningar. Þessu verkefni brást
hún algjörlega. Það hefur heyrst
að þeir sem eru á móti sameiningu
hafí ráðið ferðinni en þeir vilja
enga umræðu um málið, vilja bara
vera kóngar á sínu kálfskinni.
Ég skrifaði smá grein i Víkur-
fréttir 30. mars um sameiningar-
Sandgerðingar - Suðurnesjamenn!
Erum fluttar í
nýtt og huggu-
legt húsnæði
að Túngötu 18,
Sandgerði.
Öll almenn hársnyrtiþjónusta.
Pantið jólahársnyrtinguna tíman-
lega. Ath. Nýtt símanúmer: 37853.
Greiðslukortaþjónusta
VISA
Hársnyrtistofa SVANDÍSAR
Ólafur Sigurðsson
málið og vonaðist til þess að það
gæti orðið til þess að menn færu að
hugsa um þessi mál í alvöru og
hefja umræðu um sameiningu
Suðurnesjamanna í eitt öflugt bæj-
arfélag. A Menningarvöku Suður-
nesja síðastliðið vori var aðeins
rætt um sameiningu sveitarfélag-
anna í Útvarpi Suðurnes og voru
ýmis sjónarmið uppi en töldu þó
flestir að kostirnir væru fleiri en
gallarnir.
I Víkurfréttum 10. nóvemberer
smá grein eftir Guðmund Vigfús-
son, Sandgerði, sem nefnd er
„Höfuðbólið og hjáleigurnar".
Hjá honum kemur fram sú ein-
kennilega hugsun að með samein-
ingu fái Keflvíkingar öll yfirráð
vegna þess að þeir eru fjölmenn-
asta sveitarfélagið. Þetta er mikil
minnimáttarkennd. Ekki trúi ég
að hann vilji taka atkvæðisréttinn
af Miðnesingum við sameiningu
eins og helst lítur út fyrir, er hann
telur þá verða algerlega áhrifa-
lausa um stjórn þess bæjarfélags
sem stofnað yrði við sameiningu
þessara 7 sveitarfélaga i einn öfl-
ugan Suðurnesjabæ. Þetta er
mesta fjarstæða. í slíkum bæ hafa
allir sama atkvæðisrétt og væri
þeirra verður það sama. Sameigin-
lega munum við kjósa okkur
stjórn til að fara með málefni okk-
ar á fjögurra ára fresti og þar hafa
Miðnesingar jöfn áhrif og Keflvík-
ingar.
I grein minni 30. mars minntist
ég á rafveitumálin til að sýna fram
á hversu ótti sá, sem hann og fleiri
halda fram, um að minni byggðar-
lögin verði sett algjörlega hjá, sé
ástæðulaus. Þetta var einnig álit
sumra ráðamanna hér I Garði og
víðar, er sameining rafveitnanna
var til umræðu á sínum tíma. Það
mál þróaðist þannig að Hitaveitan
yfirtók allar rafveiturnar. Það
varð til þess að rafmagnsverð
lækkaði og við búum nú við hag-
kvæmara verð og betri þjónustu.
Það kann vel að vera að Rafveita
Miðneshrepps hafi verið mjögöfl-
ug á sínum tíma og verið búin að
koma öllum strengjum í jörð er
Guðmundur kom til Sandgerðis.
Ég átti heima í Miðneshreppi frá
1930 til 1959 og það var löng bið
eftir því að fá rafmagn að Ásgarði
eftir að Sogsrafmagnið kom hing-
að suður um 1950. Við máttum
horfa á rafljósin handan hreppa-
markanna í Garðinum í nokkur
ár, þó ekki væru nema um 200
metrar i næsta staur. Það fékkst
loks 1957 og þá frá Garðinum,
með samkomulagi milli rafveitn-
anna. Okkur fannst það taka lang-
an tíma. Eins mun hafa verið með
dreifbýlið sunnan Sandgerðis.
Hvort það var getuleysi rafveit-
unnar eða eitthvað annað skal
ósagt látið. En ekki er allt gullsem
glóir.
Suðurnesjamenn, við þurfum í
fullri alvöru að fara að vinna að
sameiningu þessara 7 sveitarfél-
aga sem starfað hafa saman innan
S.S.S. Þessi samvinnahefurkomið
vel út og skapað hagkvæmni á
sumum sviðum en um leið aukið
yfirstjórnina. Hvers vegna eigum
við að vera með 7 sveitar- og bæj-
arstjóra og 1 framkvæmdastjóra,
þar sem 1 bæjarstjóri dugar?
Ólafur Sigurðsson