Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 1. desember 1988 mu/t jtam Karl Steinar Guðnason: Hótar að hætta stuðn- ingi við ríkisstjórnina - fáist ekki fjármagn í D-álmuna Við fjárlagagerð þá sem nú er unnið að fyrir Alþingi er ekki gert ráð fyrir neinu fjár- framlagi til D-álmunnar við sjúkrahúsið í Keflavík, þrátt fyrir geysimikla þörf á því hér syðra. Höfum við fregnað að annar heimaþingmanna okk- ar, Karl Steinar Guðnason, hafi hótað að hætta stuðningi við ríkisstjórnina verði ekki breyting þarna á. Er haft var samband við hann, hafði hann þetta um málið að segja: ,,I tillögum heilbrigðisráðherra er gert ráð fyrir því að ekki komi króna í byggingu D-álmu, sem sveit- arfélögin öll hafa barist fyrir ásamt D-álmu samtökunum og fólkinu í byggðarlögunum. Hef ég lagt á það áherslu að það sé nauðsynlegt að gera sér- staka framkvæmdaáætlun vegna öldrunarmála á Suður- nesjum, þar sem taka þarf tillit til hagsmuna allra byggðarlag- anna. Þessi ríkisstjórn kennir sig við félagshyggju. Sú félags- hyggja verður að birtast í fleiru en að bora göt í gegnum fjöll. Það ér mín skoðun að ekki megi fresta því lengur að hefja byggingu D-álmu, því það er ljóst að staða öldrunarmála er verst á Suðurnesjum. Ég hef lýst því yfir við heilbrigðisráð- herra og í mínum þingflokki að fáist ekki fjármagn til að hefja þessa byggingu strax á næsta ári, þá muni ég taka til endurskoðunar stuðning minn við þessa ríkisstjórn. Ég horfi ekki lengur upp á þá neyð, sem ríkir í öldrunarmálum hér syðra." Lokið við yfirbyggingu á Jóni Gunnlaugs GK Hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur er lokið yfirbyggingu á Sandgerðisbátnum Jóni Gunnlaugs GK-444. Sést hann á mynd þcssari við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Ljósm.: epj. Aldraðir á Suðurnesjum: 100 bíða vistunar á langlegudeild Á fundi D-álmu samtak- anna sem haldinn var á laug- ardag, ræddu gestir fundarins, þeir Jóhann Einvarðsson al- þingismaður og Ellert Eiríks- V E I T I N C A TJARNARGOTU 31 KEFLAVIK SIMI 13977 Qpnunartími: Mánudaga: Þriðjudaga: Miðvikudaga: Fimmtudaga: Föstudaga: Laugardaga: Sunnudaga: LOKAÐ LOKAÐ Kl. 11:30-22:00 Kl. 11:30-22:00 Kl. 11:30-23:00 Kl. 11:30-23:00 Kl. 11:30-22:00 P//,,MATSI£HILLfNN crufp eru,5%ódýrariefþær ,erLSnar með heim. hvillauk og oregano 'lomalo. cheese. ham gorhc and oregano mu*hrooms. ivePPum. papnku. rarkju. lún/uA. "dpepper. shnmps. lunafish. Ljúfí'ngir kjöt- og fiskréttir á helgarmatseðli. Þarftu að halda mann- fagnað eða veislu? Getum tekið að okkur alls kyns veislur og mannfagnaði. Höfum notalegan sal fyrir allt að 100 manns. Höfum opnað innri salinn SÆLULUND og koníaksstofuna. Bjóðum upp á heitar vöfflur með rjóma og kaffi, kr. 280,- 4 COKONILIA S- ^J CmCHA . "'iomaio. cheese. sa/ami. l^PPcr and oregano 8 CHANA (Hálfmúni) m „ J' mui*irooms ond oregano timk1iDORA hvllU „Aomato. olim II- quekida IT. SAL V -\ l /n .í V lJ SONKISA son sveitarstjóri og formaður fjárhagsnefndar SSS, um stöðu D-álmunnar. I máli Jóhanns kom fram að 4 milljónir hefðu verið sam- þykktar á síðustu fjárlögum til byggingar þessarar. Teikning- ar væru nú að komast af teikniborðinu en ef sveitarfél- ögin gengu frá lántöku mætti keyra D-álmuna í gegn á fimm árum. Ellert sagði frá starfi nefnd- ar þeirrar sem hann er formað- ur í og þeim athugunum sem þeir hafa gert í málum lang- legusjúklinga í sveitarfélögun- um 6 sem aðild eiga að DS, það er allra nema Grindavík. Sagði hann að á sínum tíma, þegar langlegudeild var tekin í notk- un á Garðvangi (1984), átti hún aðeins að vera til bráða- birgða í 3 ár en væri enn í full- um rekstri. í dag eru 39 langlegusjúkl- ingar á Garðvangi, 18 á Sjúkrahúsi Keflavíkurlæknis- héraðs. Þá væru 73 sem nú hlytu þjónustu heimahjúkrun- ar frá Heilsugæslustöðinni og af þeim væru 36-42 sem nú þegar þyrftu að hljóta að- hlynningar á langlegudeild. Væri því ljóst að um 100 manns biðu eftir plássi eins og því sem D-álman á að bjóða upp á. Sú álma myndi þó ekki leysa nema helming vandans og því þyrfti að finna fleiri leið- ir til úrlausnar á máli þessu. Taldi Ellert það góðan gang ef það tækist að reisa D-álm- una á 5 árum. Einnig taldi hann það vafasamt að sum sveitarfélaganna á Suðurnesj- um gætu bætt á sig lántöku vegna byggingar D-álmu, þau ættu þegar í nægum vanda fyrir. Ösk KE-5: Nýr bátur f flotann Þá kom að því að fiskiskip væri keypt af Eyjafjarðarsvæð- inu til Keflavíkur. Eitt slíkt kom hingað suður í síðustu viku. Hér er um að ræða 5j tonna eikarbát er ber nafnið Ósk KE 5 og er i eigu Einars Magnús- sonar, Keflavík. Að hans sögn er bátur þessi mjög góður, m.a. með nýlega vél. Fer hann nú á netaveiðar en hann var keyptur kvótalaus, sem kemur þó ekki að sök þar sem Einar hefur yfir að ráða kvóta Berg- þórs KE 5, sem fórst á síðustu vetrarvertíð. Ósk KE 5 er smíðuð í Stykk- ishólmi 1973 og var síðast gerð út frá Hauganesi við Eyjafjörð undir nafninu Auðbjörg EA 22. Ósk KE 5 í Njarðvíkurhöfn. Ljósm.: epj.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.