Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 15
\>iKun jtUUt Fimmtudagur 1. desember 1988 15 — Verslum heima - Höldum fjármagninu í heimabyggð — Málmey, Grindavík: „Fólk tekur þessu vel“ - segir Sigurður Sveinbjörnsson, kaupmaður Fyrir mánuði síðan gerðist Sigurður Sveinbjörnsson, fyrr- um útibússtjóri Kaupfélags Suðurnesja í Grindavík, kaup- maður er hann keypti útibú Járn og Skip við Víkurbraut í Grindavík. Skýrði hann versl- unina upp og ber hún nú nafn- ið Málmey. Afram verslar hann með svipaða vöruflokka og voru þarna áður, nema hvað hann hefur bætt inn ýmsum heimil- isvörum s.s. speglum, flísum, körfugrindum, rafmagnstækj- um eins og handryksugum og bílaryksugum, parket, dúkum og sólbekkjum. Eða með öðr- um oróum, nú rekur hann eins konar byggingavöruverslun af minni gerðinni. En hvernig tekur fólk þess- um breytingum? Til að fá svör við því heimsóttum við Sigurð í Málmey. „Mér finnst fólk taka þessu vel hérna í bænum. Það hefur verið hér líflegra með hverri vikunni,“ svaraði hann. -Munt þú ekki bráðlega flytja í nýja Kaupfélagshúsið? „Eg reikna með að af því verði í marsmánuði. Mun þá verða gjörbreyting hjá mér á allan hátt og vöruflokkum mun fjölga." -Þú ert þá bjartsýnn á fram- haldið? „Hæfilega bjartsýnn. Þetta er eins og ég bjóst við, ekki verra. Hafa viðtökurnar verið nokkuð góðar.“ -Ertu samkeppnisfær í vöru- verði? „Ég tel mig vera það. Er ég með mikið innan úr Reykjavík s.s. frá Bykó, Húsasmiðjunni, Harðviðarvali og Bygginga- vöruverslun Sambandsins. Reyni ég að bjóða þetta á svip- uðu verði og þeir innfrá, nema hvað fólk verður að greiða fyrir flutninginn hingað suð- ur.“ -Ertu með eitthvert tilboð í gangi? „Við verðum með 15% afslátt af málningu fram til 15. desember n.k.“ Gjaldheimta Suðurnesja: Lögtök vegna vangoldinna aðstöðugjalda að hefjast Á heildina litið gengur inn- heimta staðgreiðsluskatta nokkuð vel hjá Gjaldheimtu Suðurnesja að sögn Ásgeirs Jónssonar gjaldheimtustjóra. Alltaf er þó einn og einn sem ekki stendur í skilum en það eru aðallega sjávarútvegsfyrir- tæki og einstaka fiskeldisfyrir- tæki, sem þar eiga hlut að máli. Vegna erfiðleika þessara að- ila koma síðan keðjuverkandi vandamál s.s. hjá þjónustuað- ilum er veita þessum aðilum þjónustu sína. Þá er Gjald- heimtan einnig með innheimtu aðstöðugjalda fyrir Sandgerði og Njarðvík en málin ganga mjög hægt og því eru lögtök að hefjast vegna viðkomandi skulda. En fylgist Gjaldheimtan með því hvort viðkomandi að- ilar greiði það sem þeim ber? Svar Ásgeirs við því var svo- hljóðandi: „Gjaldheimtan er innheimtustofnun en ekki skatteftirlitsaðili. Því er það mál skattayfirvalda að fylgjast með þeim þætti.“ ÁLAFOSSBÚÐIN OPNAR I' KEFLAVÍK Opnum 1. desember glæsilega verslun að Iðavöllum 14b, þar sem við bjóðum m.a.: ' • ÚTIVISTAR- OG SKÍÐAFATNAÐ FRÁ: /fl bizertosport • ÍSLENSKAR ULLARVÖRUR M.A.: TEPPI, PEYSUR, VETTLINGA OG HÚFUR. • KOPARVÖRUR í MIKLU ÚRVALI M.A. GAMLIR MUNIR 3-500 ÁRA. OPNUNARTILBOÐ: LEÐURJAKKAR FRÁ KR. 13.600 TOPP-GÆÐAVARA. POSTULÍN, M.A. MATAR- OG KAFFISTELL FRÁ: Mrzberg) GERMANY OPIÐ ALLA VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA í DESEMBER ÁLAFOSS-búöin Iðavöllum 14b - Keflavík - Sími 12791

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.