Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 6
ViKurt
6 Fimmtudagur 1. desember 1988
\{UW*
Skrifstofu-
starf
Óskum eftir að ráða starfskraft á skrifstofu
hálfan daginn fyrir eða eftir hádegi, eftir
samkomulagi.
í starfinu felst öll almenn skrifstofuvinna,
launaútreikningar og tölvuvinna. Reynsla
af skrifstofustörfum æskileg.
Umsóknarfrestur er til 9. desember og
skulu þær sendast merkt Glaumberg, Box
128, 230 Keflavík. Umsóknum skulu fylgja
helstu upplýsingar um viðkomandi eins og
nafn, aldur, fyrri störf og reynsla.
Það voru margar hraðar hendur á lofti er unnið var að pökkun í jólapokana á mánudag. Voru þar á ferð-
inni sundfólkið sjálft, aðstandendur þess og vinir.
Hitaveita Suðurnesja
Tilkynning
til viðskiptavina
í samræmi við bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar reiknar Hita-
veita Suðurnesja dráttarvexti frá 1. nóvember sem DAGVEXTI
í stað mánaðarvaxta áður.
GJALDDAGI reikninga er eftir sem áður 1. hvers mánaðar og
EINDAGI 15. sama mánaðar. Séu reikningar ekki greiddir í
síðasta lagi á EINDAGA reiknast dagvextir frá GJALD-
DAGA.
Á eldri reikninga, sem eru í vanskilum, reiknast dagvextir fyrir
hvern dag frá gjalddaga til greiðsludags. Fyrir reikninga í VAN-
SKILUM hefur því eindagi (15.) engin sérstök áhrif lengur, á þá
reiknast stöðugt dagvextir frá gjalddaga uns þeir eru greiddir.
Hitaveita Suðurnesja skorar á viðskiptavini sína að greiða alla
orkureikninga fyrir eindaga og komast þannig hjá dráttarvöxt-
um og kostnaði.
Djúphreinsum
teppin, húsgögnin og bílinn.
Tökum að okkur
hreingerningar, bón-
hreinsum og höldum
við marmaragólfum með fullkomnustu
tækjum sem völ er á.
Teppahreinsun Suðurnesja
c/o Hilmar R. Sölvason
Pantið tímanlega
fyrir jólatraffíkina
í símum 14143, 12341.
Ávextir og kon-
fekt fyrir jólin
á góðu verði
Sunddeild UMFN býður nú
um helgina Suðurnesja-
búum upp á ávexti og konfekt
á mjög hagkvæmu verði. Er
þetta gert í fjáröflunarskyni
fyrir vetrarstarf sunddeildar-
innar.
Munu þau ganga í hús á
svæðinu og bjóða til sölu á 550
krónur poka er inniheldur nið-
ursoðna ávexti, þ.e. 2 dósir af
ananas, 1 dósafperumogaðra
af blönduðum ávöxtum, auk
konfektkassa, sent inniheldur
400 grömm af þýsku úrvals-
konfekti.
Vonast aðstandendur fjár-
söfnunar þessarar eftir góðum
viðtökum en sala þessi stendur
yfir frá kl. 16 á morgun og á
laugardag. Sem kunnugt er
eru meðlimir sunddeildarinn-
ar frá öllum byggðarlögum á
Suðurnesjum.
Eðvarð Þór Eðvarðsson t.v. og Geir Sverrisson sýna okkur
innihaldið úr einum poka sem boðið er til sölu á aðeins 550 kr.
Ljósmyndir: epj.
Soroptimistaklúbbur Suðurnesja:
Ásta Árnadóttir
skreytir jólakort
Soroptimistaklúbbur Kefla-
víkur hefur gefið út tvö ný
jólakort eftir vatnslitamynd-
um (Vetur á Þingvöllum og
Yfir flóann). Myndirnar eru
eftir einn af klúbbfélögum,
Ástu Árnadóttur listakonu.
Ágóðinn af kortasölunni
rennur til sjúkra aldraðra á
Suðurnesjum.
Kortin eru til sölu í Blóma-
stofu Guðrúnar og hjá klúbb-
systrum.