Víkurfréttir - 01.12.1988, Blaðsíða 19
Vvillard Fiske Ólason.
Willard Fiske Ólason,
Grindavík:
„Byrjaði í
rauða
fiskinum"
Hörpuútgáfan hefur gefið
út nýja viðtalsbók Hjartar
Gíslasonar blaðamanns við
landsþekkta aflamenn. A síð-
asta ári kom fyrsta bókin út í
þessum bókaflokki og hlaut
mjög góðar undirtektir.
Fjöldi mynda prýðir bók-
ina en hún gefur raunsanna
mynd af lífi sjómanna og við-
horfum þeirra og varpar ljósi á
ýmis framfaraspor sem stigin
hafa verið í íslenskum sjávar-
útvegi.
í bók þessari eigum við Suð-
urnesjamenn einn fulltrúa,
það er Willard Fiske Ólason,
Grindavík. Nafn á kaflanum
um hann ber heitið „Byrjaði í
rauða fiskinum“.
Aflakóngar og athafnamenn.
Fimmtudagur 1. desember 1988 19
MDnvrwNtUR'
Vöruflutningabíll umferðarnefndarmannsins og forvígismanns undirskriftasöfnunarinnar, lagt á þeim
stað sem íbúarnir vilja hann burt frá. Ljósm.: epj.
Smáratúns-Hátúnslokunin:
Var þetta einkamál
umferðarnefndar-
mannsins?
Nokkur og vaxandi
óánægja er meðal íbúa í Há-
túni með að búið sé að loka
götustubbnum er tengdi Há-
tún við Smáratún í Keflavík.
Hafa aðilar, bæði þeir sem
skrifuðu á sínum tíma undir
áskorun þess efnis, og þeir sem
ekki vildu skrifa undir, haft
samband við blaðið.
Ber sögu þeirra saman um
að forvígismaður að undir-
skriftum þessum fyrir lokun
þessari hafi nú sannað það að
þarna var hann eingöngu með
eigin hagsmuni í huga en ekki
hverfis síns í heild. Segja þess-
ir aðilar að aðalrökin fyrir
undirskriftunum hafi verið
hætta af leikvelli sem er stað-
settur neðan Nónvörðunnar
og hefur inngang við stubb
þennan. Eins er Hátúnið mjög
þröng gata og því hefði verið
þörf á að stöðva gegnumakst-
ur um hana.
Nú, eftir að götunni hefur
verið lokað, notar forvígis-
maðurinn umræddi, sem
einnig er nefndarmaður í um-
ferðarnefnd Keflavíkur, stubb
þennan sem bílastæði fyrir
vöruflutningabíl sem hann
rekur. Með því að leggja bíln-
um þarna alveg ofan í inn-
ganginum að leikvellinum
skapar hann þar mikla hættu,
auk þess sem hann notar Há-
túnið, þessa þröngu götu, sem
bílgeymslu fyrir þennan stóra
og mikla vöruflutningabíl.
Með þessu telja viðkomandi
aðilar að undirskriftasöfnunin
hafi á sínum tíma verið fram-
kvæmd á röngum forsendum.
Vilja þeir því skora á viðkom-
andi umferðarnefndarmann
að hætta að leggja bíl sínum
þarna eða vinna að því að gat-
an verði opnuð á ný.
Fyrsta flokks
restaurant og bar
Aftur næstu 4 daga
vegna fjölda áskorana.
Borðapantanir í síma
15222.
Beikon saiat
Kaikún aðhættiUSA
Trönuberjakaka
Þar sem vimr
og kunningjar
hittast.
Hafnargötu 57 - Keflavik
Simi 15222
HILLUSAMSTÆÐUR OG SÖFASETT
DUUS
húsgögn
Hafnargötu 90
Keflavík
Sími 12009
- þar sem úrvalið
er mest og
kjörin best
NÝJAR OG SPENNANDI GERÐIR